Lífið

Þingkonur skiptu þjóðbúningum út fyrir kvöldkjóla á Hótel Sögu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þórunn Egilsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingkona Viðreisnar, fóru heim og skiptu um föt á milli hátíðarviðburða dagsins.
Þórunn Egilsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingkona Viðreisnar, fóru heim og skiptu um föt á milli hátíðarviðburða dagsins. Mynd/Samsett
Fjölmennt var í kvöldverðarboði forseta Alþingis í tilefni 100 ára fullveldis Íslands á Hótel Sögu í gær og mættu gestir prúðbúnir. Margar þingkonur sem klæðst höfðu íslenska þjóðbúningnum á Þingvöllum fyrr um daginn vörpuðu upphlutnum og klæddust kvöldkjólum samkvæmt nýjustu tísku á hátíðarkvöldverði á Hótel Sögu í gærkvöldi.

Á meðal þingkvennanna sem fóru þjóðlegu leiðina á Þingvöllum í gær voru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þórunn Egilsdóttir. Þær mættu allar í öllu nútímalegri klæðnaði til kvöldverðarins eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Ekki fylgir sögunni hvort karlkyns þingmenn hafi farið heim og skipt um föt á milli viðburða gærdagsins.

Peysufataklæddar þingkonur á Þingvöllum í gær.Vísir/Einar
Íslenskt þema var allsráðandi í matseðli kvöldsins en boðið var upp á lax í forrétt, lambahrygg í aðalrétt og skyr með bláberjum í eftirrétt.

Þá var dagskráin nokkuð þétt en hún innihélt m.a. tónlistaratriði og ræðuhöld. Á meðal þeirra sem hélt tölu var forseti danska þingsins, Pia Kjærsgaard, en boð hennar á hátíðarþingfundinn á Þingvöllum í gær hefur verið umdeilt.

Ljósmyndari Fréttablaðsins var á staðnum er gestir tóku að streyma í veislusal Hótel Sögu. Myndir frá gærkvöldinu má sjá í albúminu hér að neðan.


Tengdar fréttir

Pia í skýjunum með Íslandsferðina

Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, segist vera stolt að hafa fengið að taka þátt í hátíðarþingfundinum, sem haldinn var á Þingvöllum í gær í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslendinga.

Þingmaður Pírata birtir fyrirspurn til forseta Alþingis

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, krefur Steingrín J. Sigfússon, forseta Alþingis, svara vegna ræðu sem umdeildur stjórnmálamaður, Pia Kjærsgaard, var fengin til að halda á hátíðarþingfundi vegna hundrað ára afmælis fullveldis Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.