Lífið

Konungsfjölskyldan birtir skírnarmyndir Lúðvíks prins

Sylvía Hall skrifar
Lúðvík í fangi móður sinnar.
Lúðvík í fangi móður sinnar. Vísir/Getty
Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur Bretaprins skírðu son sinn fyrir viku síðan og hlaut prinsinn nafnið Lúðvík Artúr Karl. Hann er þriðja barn hjónanna, en fyrir eiga þau Georg, fjögurra ára, og Karlottu, þriggja ára.

Nú hefur konungsfjölskyldan birt myndir úr skírn prinsins þar sem sjá má konungsfjölskylduna í sínu fínasta pússi að fagna nafni nýjasta fjölskyldumeðlimsins. Ljósmyndirnar voru teknar í Clarence House, þar sem Karl Bretaprins og Camilla Parker-Bowles, hertogaynja af Cornwall búa.

Þess má einnig geta að þetta er önnur fjölskyldumyndataka konungsfjölskyldunnar sem Meghan Markle tekur þátt í eftir að hún og Harry Bretaprins gengu í hjónaband í maí síðastliðnum, en sú fyrsta var í brúðkaupi þeirra hjóna.

 



Fjölskyldan var glæsileg á skírnardaginn.





Prinsinn virtist vera hinn sáttasti með daginn. 





Lúðvík ásamt foreldrum sínum og systkinum. 


Tengdar fréttir

Lúðvík prins skírður í dag

Lúðvík prins, sonur Katrínar, hertogaynju af Cambridge og Vilhjálms Bretaprins, verður skírður í Konungslegu kapellunni við Höll heilags Jakobs síðar í dag.

Prins er fæddur

Drengurinn kom í heiminn klukkan 11:01 í morgun og heilsast bæði móður og barni vel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.