Áhrifavaldar missa milljónir gervifylgjenda á Twitter Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 15. júlí 2018 08:30 Myndin er sviðsett. Vísir/Getty Margir helstu áhrifavaldar á samfélagsmiðlinum Twitter misstu milljónir fylgjenda í gær. Ástæðan er að stjórnendur Twitter hafa skorið upp herör gegn fölskum reikningum sem notaðir eru í ýmsum vafasömum tilgangi. Meðal annars er hægt að kaupa sér gervi-fylgjendur sem eru í raun bara tölvuforrit sem hækka fylgjendafjöldann. Í sumum tilvikum eru þessir gervi-fylgjendur líka að safna upplýsingum um aðra notendur fyrir tölvuhakkara eða senda út fjölpóst með auglýsingum. Enginn er með fleiri fylgjendur á Twitter en söngkonan Katy Perry. Hún fór úr 109,6 milljón fylgjendum niður í 107 milljónir eftir að byrjað var að eyða fölsku reikningunum í gær. Fyrrum fjandkona hennar Taylor Swift missti tæplega tvær milljónir fylgjenda og er nú aðeins áhrifavaldur í lífi 83 milljóna. Sjónarsviptir. Lily Allen missti hálfa milljón fylgjenda og tók því nokkuð vel í fyrstu.Lost half a million followers today lol— LILY ALLEN (@lilyallen) July 12, 2018 Átta mínútum síðar var hún hins vegar mætt aftur á Twitter í allt öðrum hugleiðingum og lagði fram áhugaverða samsæriskenningu. Sagðist hún hafa tekið eftir því að frægir hægrimenn virtust ekki missa neina fylgjendur vegna átaksins gegn gervifylgjendum, sem væri einkennilegt.Looking at numbers of some prominent right wingers and theirs don't seem to be moving so drastically, which is odd, dontcha think ? #Twittercull— LILY ALLEN (@lilyallen) July 12, 2018 Það er reyndar ekki alveg rétt hjá henni því persónulegur Twitter reikningur Trumps Bandaríkjaforseta tapaði tæplega 200 þúsund fylgjendum. Það er þó töluvert minni rýrnun en hjá mörgum öðrum. Meiri athygli vakti þó að opinber Twitter reikningur forsetaembættisins bætti við sig fylgjendum á sama tíma og allir aðrir voru að tapa þeim. Engin góð skýring hefur verið lögð fram á því hvernig það gerðist. Þess má geta að Barack Obama, forveri Trumps í embætti, missti tvær milljón fylgjenda í gær. Stjórnendur Twitter lýstu því yfir að aðgerðirnar í gær væru aðeins fyrsti liðurinn í umfangsmeiri tiltekt þar sem reynt verði að útrýma gervinotendum að mestu. Samfélagsmiðlar Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Sjá meira
Margir helstu áhrifavaldar á samfélagsmiðlinum Twitter misstu milljónir fylgjenda í gær. Ástæðan er að stjórnendur Twitter hafa skorið upp herör gegn fölskum reikningum sem notaðir eru í ýmsum vafasömum tilgangi. Meðal annars er hægt að kaupa sér gervi-fylgjendur sem eru í raun bara tölvuforrit sem hækka fylgjendafjöldann. Í sumum tilvikum eru þessir gervi-fylgjendur líka að safna upplýsingum um aðra notendur fyrir tölvuhakkara eða senda út fjölpóst með auglýsingum. Enginn er með fleiri fylgjendur á Twitter en söngkonan Katy Perry. Hún fór úr 109,6 milljón fylgjendum niður í 107 milljónir eftir að byrjað var að eyða fölsku reikningunum í gær. Fyrrum fjandkona hennar Taylor Swift missti tæplega tvær milljónir fylgjenda og er nú aðeins áhrifavaldur í lífi 83 milljóna. Sjónarsviptir. Lily Allen missti hálfa milljón fylgjenda og tók því nokkuð vel í fyrstu.Lost half a million followers today lol— LILY ALLEN (@lilyallen) July 12, 2018 Átta mínútum síðar var hún hins vegar mætt aftur á Twitter í allt öðrum hugleiðingum og lagði fram áhugaverða samsæriskenningu. Sagðist hún hafa tekið eftir því að frægir hægrimenn virtust ekki missa neina fylgjendur vegna átaksins gegn gervifylgjendum, sem væri einkennilegt.Looking at numbers of some prominent right wingers and theirs don't seem to be moving so drastically, which is odd, dontcha think ? #Twittercull— LILY ALLEN (@lilyallen) July 12, 2018 Það er reyndar ekki alveg rétt hjá henni því persónulegur Twitter reikningur Trumps Bandaríkjaforseta tapaði tæplega 200 þúsund fylgjendum. Það er þó töluvert minni rýrnun en hjá mörgum öðrum. Meiri athygli vakti þó að opinber Twitter reikningur forsetaembættisins bætti við sig fylgjendum á sama tíma og allir aðrir voru að tapa þeim. Engin góð skýring hefur verið lögð fram á því hvernig það gerðist. Þess má geta að Barack Obama, forveri Trumps í embætti, missti tvær milljón fylgjenda í gær. Stjórnendur Twitter lýstu því yfir að aðgerðirnar í gær væru aðeins fyrsti liðurinn í umfangsmeiri tiltekt þar sem reynt verði að útrýma gervinotendum að mestu.
Samfélagsmiðlar Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Sjá meira