Nálægt 10.000 fiskar veiðst í Veiðivötnum Karl Lúðvíksson skrifar 14. júlí 2018 09:00 Þessi ungi veiðimaður heitir Víkingur og hefur greinilega gert fína veiði í Veiðivötnum Mynd: Bryndís Magnúsdóttir Veiðin í Veiðivötnum heldur áfram að vera góð en núna eru hátt í 10.000 fiskar þegar komnir á þurrt. Það er alltaf gaman að rýna í vikulegar veiðitölur úr Veiðivötnum enda er um eitt vinsælasta veiðistæði landsins að ræða og óhætt að fullyrða að hvergi veiði fleiri Íslendingar jafn mikið af silung og þar á hverju sumri. Í nýjum veiðitölum úr vötnunum kemur fram að heildarveiðin nú er komin í 9.336 fiska og má reikna með að veiðin fari yfir 10.000 á næstu dögum. Mesta veiðin er ennþá í SNjóölduvatni en þar veiðist þó aðallega smábleikja sem er gífurlega mikið af í vatninu. Heildarveiðin úr Snjóöldu er komin í 2.530 fiska og af því eru aðeins 93 urriðar. Verulegur kippur hefur komið í veiðina í Litlasjó en þar er búið að veiða1.833 fiska og það eru allt urriðar. Næst mesta veiðin er svo úr Nýjavatni en þar hafa veiðst 944 fiskar og langmest bleikja en aðeins 21 urriði. Listann í heild sinni má finna á heimasíðu Veiðivatna www.veidivotn.is Mest lesið Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði Talið niður í gæsaveiðina Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Elliðaárnar Veiði Stefnir í kuldalega veiðiopnun Veiði Yfirlýsing frá Skotvís vegna rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra Veiði 44 laxar á land á fyrsta degi í Miðfjarðará Veiði Gekkstu vel frá veiðidótinu þínu? Veiði Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Fyrsti laxinn úr Mýrarkvísl Veiði
Veiðin í Veiðivötnum heldur áfram að vera góð en núna eru hátt í 10.000 fiskar þegar komnir á þurrt. Það er alltaf gaman að rýna í vikulegar veiðitölur úr Veiðivötnum enda er um eitt vinsælasta veiðistæði landsins að ræða og óhætt að fullyrða að hvergi veiði fleiri Íslendingar jafn mikið af silung og þar á hverju sumri. Í nýjum veiðitölum úr vötnunum kemur fram að heildarveiðin nú er komin í 9.336 fiska og má reikna með að veiðin fari yfir 10.000 á næstu dögum. Mesta veiðin er ennþá í SNjóölduvatni en þar veiðist þó aðallega smábleikja sem er gífurlega mikið af í vatninu. Heildarveiðin úr Snjóöldu er komin í 2.530 fiska og af því eru aðeins 93 urriðar. Verulegur kippur hefur komið í veiðina í Litlasjó en þar er búið að veiða1.833 fiska og það eru allt urriðar. Næst mesta veiðin er svo úr Nýjavatni en þar hafa veiðst 944 fiskar og langmest bleikja en aðeins 21 urriði. Listann í heild sinni má finna á heimasíðu Veiðivatna www.veidivotn.is
Mest lesið Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði Talið niður í gæsaveiðina Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Elliðaárnar Veiði Stefnir í kuldalega veiðiopnun Veiði Yfirlýsing frá Skotvís vegna rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra Veiði 44 laxar á land á fyrsta degi í Miðfjarðará Veiði Gekkstu vel frá veiðidótinu þínu? Veiði Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Fyrsti laxinn úr Mýrarkvísl Veiði