Innlit í gámasamfélagið 14. júlí 2018 08:00 Þórsteinn Sigurðsson Ljósmyndarinn Þórsteinn Sigurðsson hefur vakið athygli síðustu ár fyrir ljósmyndir sem fanga íslenska jaðarmenningu. Þann 21. júlí heldur hann ljósmyndasýningu í Gallery Porti og gefur út bók sem prýða ljósmyndir úr lífi tveggja manna sem búa í gámum úti á Granda í Reykjavík: Úrræði Reykjavíkurborgar fyrir heimilislaust fólk sem stríðir við fíknivanda. Allur ágóði af sölu rennur til Frú Ragnheiðar og sýningin stendur yfir aðeins þetta kvöld og verður ekki endurtekin. „Ég hafði séð ljósmyndir af íbúum í gámunum, lesið blaðagreinar um þetta úrræði. Þetta togaði í mig. Ég byrjaði á því að taka borgarlandslagsmyndir af gámunum og var í ákveðinni fjarlægð. Þegar ég var búinn að því þá ákvað ég að láta slag standa og banka upp á,“ segir Þórsteinn. Sá sem opnaði fyrir Þórsteini var Ólafur Kristjánsson. Í öðrum gámi nálægt Ólafi bjó á þessum tíma Guðmundur Jónsson. „Það er alltaf óþægilegt að banka upp á hjá ókunnugum. Sér í lagi ef maður ætlar að krefjast einhvers af þeim. Mér fannst það að minnsta kosti óþægilegt. En Óli er þekktur fyrir vinalegt viðmót. Hann er einstaklega blíð manneskja. Eftir stutt spjall við hann fékk ég að taka af honum portrett og ég fann að ég væri velkominn aftur. Þannig byrjaði verkefnið,“ segir Þórsteinn frá. Næstu vikur og mánuði heimsótti Þórsteinn þá Gumma og Óla í gámana. Hann var alltaf með myndavélina á sér en tók ekki alltaf myndir. Hann fékk sér stundum kaffisopa og spjallaði. „Þetta var langt ferli. Mér fannst ég þurfa að vera með þeim í lengri tíma og fá að upplifa alls konar líf. Tengjast þeim. Ég var farinn að hlakka til að fara til þeirra og á milli okkar þróaðist gott vinasamband. Það búa fleiri þarna núna en ég ákvað að einblína á að mynda þá tvo. Gumma og Óla,“ segir Þórsteinn. „Þetta er óvenjulegt líf sem þeir lifa. Það hefur örugglega margt gengið á áður en íbúar fá skjól í þessu úrræði. Leiðin þangað er mjög erfið. En að búa þarna er hins vegar mjög gott fyrir manneskju sem hefur í langan tíma ekki átt heimili. Úrræðið er gott og það ætti að fjölga þeim. En það þarf að setja þau í fastari skorður. Húsin eru ekki til í kerfinu. Það er ekkert húsnúmer, íbúar geta ekki fengið sendan til sín póst. Þeir geta ekki skráð lögheimili sitt í húsunum. Þeir eru aftast í öftustu röðinni. Þeir finna alveg fyrir því. Maður finnur sjálfur fyrir því þegar maður er í heimsókn. Nú á til dæmis að færa gámana, þeir vita ekki hvert á að færa þá. Maður getur sett sig í þeirra spor. Þetta er heimili þeirra og óvissan er erfið,“ segir Þórsteinn. „Þeim finnst nefnilega gott að búa þarna, þetta er fallegur staður. Sjórinn er þarna rétt hjá og Grandinn í uppbyggingu.“ Þórsteinn reynir ekki að leyna fíkniefnaneyslu þeirra á nokkurn hátt. „Að vera í kringum þann hluta er auðvitað á einhverjum tímapunktum óþægilegt. En þeir einhvern veginn létu mér líða eins vel og mér gat liðið. Þeir virtu mörk mín,“ segir Þórsteinn sem segist hafa verið með fordóma sem hann hafi þurft að takast á við. „Ég, eins og aðrir, var með einhvers konar fordóma sem voru byggðir á vanþekkingu. En svo uppgötvar maður manneskjuna. Manneskjan er þarna líka, ekki bara neyslan. Þeir fá ættingja og vini í heimsókn. Þeir fylgdust með HM. Þeir eru bara venjulegar manneskjur með áhugamál og langanir. Þú getur alveg búið einhvers staðar í blokk í Vesturbænum og það er fíkill í húsinu sem notar vímuefni í æð. Þetta er alls staðar í samfélaginu. En í þessu gámasamfélagi erum við farin út fyrir mengið. Þetta er lítið samfélag og það sést að þeir eru að reyna að búa sér heimili. Þeir búa sér til sitt hreiður eins og við hin. Ég upplifði þeirra lífsbaráttu þannig að þeir vildu eins og við komast af, láta sér líða vel. Óli er til dæmis mjög tengdur fjölskyldu sinni. Þau eru dugleg að kíkja á hann og samskiptin einkennast af ást og hlýju.“ Lífið Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
Ljósmyndarinn Þórsteinn Sigurðsson hefur vakið athygli síðustu ár fyrir ljósmyndir sem fanga íslenska jaðarmenningu. Þann 21. júlí heldur hann ljósmyndasýningu í Gallery Porti og gefur út bók sem prýða ljósmyndir úr lífi tveggja manna sem búa í gámum úti á Granda í Reykjavík: Úrræði Reykjavíkurborgar fyrir heimilislaust fólk sem stríðir við fíknivanda. Allur ágóði af sölu rennur til Frú Ragnheiðar og sýningin stendur yfir aðeins þetta kvöld og verður ekki endurtekin. „Ég hafði séð ljósmyndir af íbúum í gámunum, lesið blaðagreinar um þetta úrræði. Þetta togaði í mig. Ég byrjaði á því að taka borgarlandslagsmyndir af gámunum og var í ákveðinni fjarlægð. Þegar ég var búinn að því þá ákvað ég að láta slag standa og banka upp á,“ segir Þórsteinn. Sá sem opnaði fyrir Þórsteini var Ólafur Kristjánsson. Í öðrum gámi nálægt Ólafi bjó á þessum tíma Guðmundur Jónsson. „Það er alltaf óþægilegt að banka upp á hjá ókunnugum. Sér í lagi ef maður ætlar að krefjast einhvers af þeim. Mér fannst það að minnsta kosti óþægilegt. En Óli er þekktur fyrir vinalegt viðmót. Hann er einstaklega blíð manneskja. Eftir stutt spjall við hann fékk ég að taka af honum portrett og ég fann að ég væri velkominn aftur. Þannig byrjaði verkefnið,“ segir Þórsteinn frá. Næstu vikur og mánuði heimsótti Þórsteinn þá Gumma og Óla í gámana. Hann var alltaf með myndavélina á sér en tók ekki alltaf myndir. Hann fékk sér stundum kaffisopa og spjallaði. „Þetta var langt ferli. Mér fannst ég þurfa að vera með þeim í lengri tíma og fá að upplifa alls konar líf. Tengjast þeim. Ég var farinn að hlakka til að fara til þeirra og á milli okkar þróaðist gott vinasamband. Það búa fleiri þarna núna en ég ákvað að einblína á að mynda þá tvo. Gumma og Óla,“ segir Þórsteinn. „Þetta er óvenjulegt líf sem þeir lifa. Það hefur örugglega margt gengið á áður en íbúar fá skjól í þessu úrræði. Leiðin þangað er mjög erfið. En að búa þarna er hins vegar mjög gott fyrir manneskju sem hefur í langan tíma ekki átt heimili. Úrræðið er gott og það ætti að fjölga þeim. En það þarf að setja þau í fastari skorður. Húsin eru ekki til í kerfinu. Það er ekkert húsnúmer, íbúar geta ekki fengið sendan til sín póst. Þeir geta ekki skráð lögheimili sitt í húsunum. Þeir eru aftast í öftustu röðinni. Þeir finna alveg fyrir því. Maður finnur sjálfur fyrir því þegar maður er í heimsókn. Nú á til dæmis að færa gámana, þeir vita ekki hvert á að færa þá. Maður getur sett sig í þeirra spor. Þetta er heimili þeirra og óvissan er erfið,“ segir Þórsteinn. „Þeim finnst nefnilega gott að búa þarna, þetta er fallegur staður. Sjórinn er þarna rétt hjá og Grandinn í uppbyggingu.“ Þórsteinn reynir ekki að leyna fíkniefnaneyslu þeirra á nokkurn hátt. „Að vera í kringum þann hluta er auðvitað á einhverjum tímapunktum óþægilegt. En þeir einhvern veginn létu mér líða eins vel og mér gat liðið. Þeir virtu mörk mín,“ segir Þórsteinn sem segist hafa verið með fordóma sem hann hafi þurft að takast á við. „Ég, eins og aðrir, var með einhvers konar fordóma sem voru byggðir á vanþekkingu. En svo uppgötvar maður manneskjuna. Manneskjan er þarna líka, ekki bara neyslan. Þeir fá ættingja og vini í heimsókn. Þeir fylgdust með HM. Þeir eru bara venjulegar manneskjur með áhugamál og langanir. Þú getur alveg búið einhvers staðar í blokk í Vesturbænum og það er fíkill í húsinu sem notar vímuefni í æð. Þetta er alls staðar í samfélaginu. En í þessu gámasamfélagi erum við farin út fyrir mengið. Þetta er lítið samfélag og það sést að þeir eru að reyna að búa sér heimili. Þeir búa sér til sitt hreiður eins og við hin. Ég upplifði þeirra lífsbaráttu þannig að þeir vildu eins og við komast af, láta sér líða vel. Óli er til dæmis mjög tengdur fjölskyldu sinni. Þau eru dugleg að kíkja á hann og samskiptin einkennast af ást og hlýju.“
Lífið Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira