Lífið

Opnað fyrir skráningar í aðra þáttaröð af Kórum Íslands

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps fagnar sigrinum í fyrstu þáttaröðinni.
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps fagnar sigrinum í fyrstu þáttaröðinni. Vísir/Daníel Þór Ágústsson
Önnur sería af þáttaröðinni Kórar Íslands, sem sýnd var við góðan orðstír í fyrra, verður frumsýnd á Stöð 2 í lok september. Opnað hefur verið fyrir skráningu á sérstakri skráningarsíðu og eru kórar hvattir til að sækja um.

Kórar sem telja fleiri en átta meðlimi, sem allir hafa náð 16 ára aldri, eru gjaldgengir í þáttinn. Skráningarsíðuna má finna hér.

Sjá einnig: Sjáðu öll atriðin í lokaþættinum: Kórarnir settu allir í fimmta gír



Tuttugu kórar tóku þátt í fyrstu þáttaröðinni, sem sýnd var í fyrrahaust, og fór Kór Bólstaðarhlíðarhrepps að endingu með sigur af hólmi. Hlaut kórinn að launum ferðavinning að andvirði fjögurra milljóna króna.

Nánari upplýsingar verða kynntar á næstu vikum. Í spilaranum hér að neðan má sjá sigurlag fyrstu seríunnar í flutningi Kórs Bólstaðarhlíðarhrepps.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.