Kramdi ljósmyndarinn fangaði króatísku klessuna Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júlí 2018 06:33 Yuri Cortez lét ekki tíu fullvaxta fótboltamenn stoppa sig. Vísir/getty Þegar framherji Króatíu, Mario Mandžukić, skoraði í framlengingu gegn Englendingum í undanúrslitum HM í gærkvöldi ætlaði skiljanlega allt um koll að keyra í herbúðum þeirra köflóttu. Þeir vissu sem var að með marki Mandžukić, sem laumað hafði boltanum framhjá enska markmanninum Jordan Pickford eftir skalla frá hinum stórhættulega Ivan Perišić, voru þeir komnir með annan fótinn inn í úrslitaleikinn - en þangað hafði króatíska landsliðið aldrei komist áður. Þeir gáfu því tilfinningunum lausan tauminn í fagnaðarlátunum og hrúguðust ofan á framherjann við endalínuna. Það fór ekki betur en svo að ljósmyndari AFP-fréttastofunnar, Yuri Cortez, kramdist undir hersingunni.Sjá einnig: Mandzukic: Þetta er kraftaverkCortez, fagmaðurinn sem hann er, lét hrúguna þó ekki trufla sig og hélt áfram að smella myndum af kampakátum Króötum. Myndirnar hans má sjá hér að neðan. Eftir að fagnaðarlátunum linnti voru króatísku landsliðsmennirnir þó fljótir að biðja Cortez afsökunar og hjálpuðu honum aftur á fætur - rétt eins og þeir höfðu hjálpað honum að ná frábærum myndum. Króatar mæta svo Frökkum í úrslitaleik heimsmeistaramótsins, sem fram fer í Moskvu á sunnudag.Hetjan Mario Mandžukić brosti sínu breiðast í þvögunni.Vísir/GettyMario Mandžukić rétti hinum kramda Cortez svo hjálparhönd. Króatískt gæðablóð.Vísir/getty HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mandzukic hetja Króata sem spila til úrslita í fyrsta skipti Króatar mæta Frökkum í úrslitaleik HM í Rússlandi á sunnudag eftir sigur á Englendingum í framlengdum leik í undanúrslitunum í kvöld. Mario Mandzukic tryggði Króötum sigurinn í seinni hálfleik framlengingar. 11. júlí 2018 20:30 Kane: Mjög sárt en þeir spiluðu betur Englendingar spila um bronsverðlaun á HM í Rússlandi eftir tap gegn Króötum í framlengdum undanúrslitaleik í Moskvu í kvöld. Fyrirliðinn Harry Kane sagði vonbrigðin mikil. 11. júlí 2018 21:15 Mandzukic: Þetta er kraftaverk Mario Mandzukic skoraði sigurmarkið gegn Englendingum í undanúrslitum HM í kvöld og kom Króötum í úrslitaleik HM í fyrsta skipti í sögunni. Hann sagði leikmennina ekki enn átta sig á því hvað þeir hefðu afrekað. 11. júlí 2018 22:15 Southgate: Vorum mjög góðir í fyrri hálfleik en týndumst eftir jöfnunarmarkið England tapaði undanúrslitaleiknum við Króata á HM og mun spila um bronsið á laugardag. Landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate sagðist geta séð jákvæðu punktana seinna, það væri erfitt í kvöld. 11. júlí 2018 21:30 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira
Þegar framherji Króatíu, Mario Mandžukić, skoraði í framlengingu gegn Englendingum í undanúrslitum HM í gærkvöldi ætlaði skiljanlega allt um koll að keyra í herbúðum þeirra köflóttu. Þeir vissu sem var að með marki Mandžukić, sem laumað hafði boltanum framhjá enska markmanninum Jordan Pickford eftir skalla frá hinum stórhættulega Ivan Perišić, voru þeir komnir með annan fótinn inn í úrslitaleikinn - en þangað hafði króatíska landsliðið aldrei komist áður. Þeir gáfu því tilfinningunum lausan tauminn í fagnaðarlátunum og hrúguðust ofan á framherjann við endalínuna. Það fór ekki betur en svo að ljósmyndari AFP-fréttastofunnar, Yuri Cortez, kramdist undir hersingunni.Sjá einnig: Mandzukic: Þetta er kraftaverkCortez, fagmaðurinn sem hann er, lét hrúguna þó ekki trufla sig og hélt áfram að smella myndum af kampakátum Króötum. Myndirnar hans má sjá hér að neðan. Eftir að fagnaðarlátunum linnti voru króatísku landsliðsmennirnir þó fljótir að biðja Cortez afsökunar og hjálpuðu honum aftur á fætur - rétt eins og þeir höfðu hjálpað honum að ná frábærum myndum. Króatar mæta svo Frökkum í úrslitaleik heimsmeistaramótsins, sem fram fer í Moskvu á sunnudag.Hetjan Mario Mandžukić brosti sínu breiðast í þvögunni.Vísir/GettyMario Mandžukić rétti hinum kramda Cortez svo hjálparhönd. Króatískt gæðablóð.Vísir/getty
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mandzukic hetja Króata sem spila til úrslita í fyrsta skipti Króatar mæta Frökkum í úrslitaleik HM í Rússlandi á sunnudag eftir sigur á Englendingum í framlengdum leik í undanúrslitunum í kvöld. Mario Mandzukic tryggði Króötum sigurinn í seinni hálfleik framlengingar. 11. júlí 2018 20:30 Kane: Mjög sárt en þeir spiluðu betur Englendingar spila um bronsverðlaun á HM í Rússlandi eftir tap gegn Króötum í framlengdum undanúrslitaleik í Moskvu í kvöld. Fyrirliðinn Harry Kane sagði vonbrigðin mikil. 11. júlí 2018 21:15 Mandzukic: Þetta er kraftaverk Mario Mandzukic skoraði sigurmarkið gegn Englendingum í undanúrslitum HM í kvöld og kom Króötum í úrslitaleik HM í fyrsta skipti í sögunni. Hann sagði leikmennina ekki enn átta sig á því hvað þeir hefðu afrekað. 11. júlí 2018 22:15 Southgate: Vorum mjög góðir í fyrri hálfleik en týndumst eftir jöfnunarmarkið England tapaði undanúrslitaleiknum við Króata á HM og mun spila um bronsið á laugardag. Landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate sagðist geta séð jákvæðu punktana seinna, það væri erfitt í kvöld. 11. júlí 2018 21:30 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira
Mandzukic hetja Króata sem spila til úrslita í fyrsta skipti Króatar mæta Frökkum í úrslitaleik HM í Rússlandi á sunnudag eftir sigur á Englendingum í framlengdum leik í undanúrslitunum í kvöld. Mario Mandzukic tryggði Króötum sigurinn í seinni hálfleik framlengingar. 11. júlí 2018 20:30
Kane: Mjög sárt en þeir spiluðu betur Englendingar spila um bronsverðlaun á HM í Rússlandi eftir tap gegn Króötum í framlengdum undanúrslitaleik í Moskvu í kvöld. Fyrirliðinn Harry Kane sagði vonbrigðin mikil. 11. júlí 2018 21:15
Mandzukic: Þetta er kraftaverk Mario Mandzukic skoraði sigurmarkið gegn Englendingum í undanúrslitum HM í kvöld og kom Króötum í úrslitaleik HM í fyrsta skipti í sögunni. Hann sagði leikmennina ekki enn átta sig á því hvað þeir hefðu afrekað. 11. júlí 2018 22:15
Southgate: Vorum mjög góðir í fyrri hálfleik en týndumst eftir jöfnunarmarkið England tapaði undanúrslitaleiknum við Króata á HM og mun spila um bronsið á laugardag. Landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate sagðist geta séð jákvæðu punktana seinna, það væri erfitt í kvöld. 11. júlí 2018 21:30