Sprengjusveit ræst út og götum lokað á Manhattan vegna gleymsku Íslendings Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 10. júlí 2018 22:37 Bandarísku lögreglumennirnir höfðu lítinn húmor fyrir uppákomunni að sögn Róberts Þóris. Róbert Þórir Róbert Þórir Sigurðsson var heldur seinheppinn í dag þegar hann gleymdi innpökkuðu tjaldi fyrir utan hótelið sem hann dvelur á. Hann fattaði ekki að hann hefði gleymt pakkanum fyrr en konan í móttökunni benti honum á að hann mætti með engu móti yfirgefa hótelið vegna þess að það væru talsverðar líkur á að það væri sprengja fyrir utan. „Sprengjan“ reyndist síðan vera pakkinn hans Róberts. Á annan tug lögreglubíla auk sprengjusveitar voru þá mætt á svæðið og Róbert neyðist til þess að útskýra fyrir lögregluyfirvöldum að þetta væri í raun og veru tjald sem hann hefði gleymt.Að ljúka fimm vikna bíltúr Þegar blaðamaður Vísis náði tali af Róberti var hann búinn að jafna sig eftir uppákomuna og var jafnvel farinn að geta hlegið að atvikinu. Róbert var á síðasta áfangastað heilmikillar reisu um Bandaríkin þegar „stóra pakkamálið“ kom upp. Hann er staddur í New York með fjölskyldu sinni sem hann hefur ferðast með frá Flórída til New York í heilar fimm vikur.Hið dularfulla tjald.Róbert Þórir„Það var bara þannig að við vorum að tæma úr bílnum okkar og það var svo mikið af farangri og þetta hefur bara gleymst. Ég fer síðan að skila bílaleigubílnum og þetta er um hádegið sem þetta gerist. Það líða svona tveir tímar og þá förum við aftur upp á hótel og förum beint út og skoðum Manhattan og komum svo til baka og ætlum að fara út að borða klukkan svona sjö. Þá er okkur bannað að fara út því það væri líklega sprengja fyrir utan,“ segir Róbert um aðdraganda uppákomunnar.„Nei, ekki vera að fíflast svona, þetta er alvöru mál“ Þegar hann hafi ætlað að bregða sér út af hótelinu hafi hótelstarfsmaður stoppað hann af og sagt að hann mætti alls ekki fara út fyrir hússins dyr vegna þess að líklega væri sprengja fyrir utan. Konan í afgreiðslunni útskýrði mál sitt með bendingum og þá varð honum starsýnt á böggulinn og áttaði sig á því að „sprengjan“ væri ekkert annað en tjaldið sem hann hafði keypt, pakkað inn og gleymt fyrir utan. Þegar hann reyndi að útskýra þetta fyrir konunni sagði hún alvarleg í bragði: „Nei, ekki vera að fíflast svona, þetta er alvöru mál.“Róbert Þórir þurfti að sanna fyrir lögreglumanninum að hann ætti í raun og veru pakkann.Róbert ÞórirSprengjusveit og götulokanir Þegar Róbert náði loks að sannfæra konuna sprakk hún úr hlátri yfir þessum vandræðalegu aðstæðum. Þegar Róbert brá sér út fyrir dyr blasti við honum á annan eða jafnvel þriðja tug lögreglubíla og þá var búið að loka á alla umferð um stórt svæði í Manhattan. Í þann mund sem sprengjusveitin gerði sig líklega til að nálgast pakkann gaf Róbert sig á tal við lögregluna og sagðist eiga pakkann. Róbert hlær dátt að uppákomunni þó hún hafi verið eilítið skömmustuleg. Hann segist núna eiga góða ferðasögu en verra þykir honum þó að lögreglan skuli ekki hafa haft jafn mikinn húmor fyrir „stóra pakkamálinu“ og hann sjálfur segir Róbert í gamni. „Þeir voru ekki sáttir við mig en þetta leystist þó með farsælum hætti á endanum,“ segir Róbert sem snýr aftur til Íslands eftir tvo daga eftir vægast sagt viðburðaríka ferð til Bandaríkjanna.Hér að neðan er hægt að horfa á bráðskemmtilegt myndband af atvikinu. Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira
Róbert Þórir Sigurðsson var heldur seinheppinn í dag þegar hann gleymdi innpökkuðu tjaldi fyrir utan hótelið sem hann dvelur á. Hann fattaði ekki að hann hefði gleymt pakkanum fyrr en konan í móttökunni benti honum á að hann mætti með engu móti yfirgefa hótelið vegna þess að það væru talsverðar líkur á að það væri sprengja fyrir utan. „Sprengjan“ reyndist síðan vera pakkinn hans Róberts. Á annan tug lögreglubíla auk sprengjusveitar voru þá mætt á svæðið og Róbert neyðist til þess að útskýra fyrir lögregluyfirvöldum að þetta væri í raun og veru tjald sem hann hefði gleymt.Að ljúka fimm vikna bíltúr Þegar blaðamaður Vísis náði tali af Róberti var hann búinn að jafna sig eftir uppákomuna og var jafnvel farinn að geta hlegið að atvikinu. Róbert var á síðasta áfangastað heilmikillar reisu um Bandaríkin þegar „stóra pakkamálið“ kom upp. Hann er staddur í New York með fjölskyldu sinni sem hann hefur ferðast með frá Flórída til New York í heilar fimm vikur.Hið dularfulla tjald.Róbert Þórir„Það var bara þannig að við vorum að tæma úr bílnum okkar og það var svo mikið af farangri og þetta hefur bara gleymst. Ég fer síðan að skila bílaleigubílnum og þetta er um hádegið sem þetta gerist. Það líða svona tveir tímar og þá förum við aftur upp á hótel og förum beint út og skoðum Manhattan og komum svo til baka og ætlum að fara út að borða klukkan svona sjö. Þá er okkur bannað að fara út því það væri líklega sprengja fyrir utan,“ segir Róbert um aðdraganda uppákomunnar.„Nei, ekki vera að fíflast svona, þetta er alvöru mál“ Þegar hann hafi ætlað að bregða sér út af hótelinu hafi hótelstarfsmaður stoppað hann af og sagt að hann mætti alls ekki fara út fyrir hússins dyr vegna þess að líklega væri sprengja fyrir utan. Konan í afgreiðslunni útskýrði mál sitt með bendingum og þá varð honum starsýnt á böggulinn og áttaði sig á því að „sprengjan“ væri ekkert annað en tjaldið sem hann hafði keypt, pakkað inn og gleymt fyrir utan. Þegar hann reyndi að útskýra þetta fyrir konunni sagði hún alvarleg í bragði: „Nei, ekki vera að fíflast svona, þetta er alvöru mál.“Róbert Þórir þurfti að sanna fyrir lögreglumanninum að hann ætti í raun og veru pakkann.Róbert ÞórirSprengjusveit og götulokanir Þegar Róbert náði loks að sannfæra konuna sprakk hún úr hlátri yfir þessum vandræðalegu aðstæðum. Þegar Róbert brá sér út fyrir dyr blasti við honum á annan eða jafnvel þriðja tug lögreglubíla og þá var búið að loka á alla umferð um stórt svæði í Manhattan. Í þann mund sem sprengjusveitin gerði sig líklega til að nálgast pakkann gaf Róbert sig á tal við lögregluna og sagðist eiga pakkann. Róbert hlær dátt að uppákomunni þó hún hafi verið eilítið skömmustuleg. Hann segist núna eiga góða ferðasögu en verra þykir honum þó að lögreglan skuli ekki hafa haft jafn mikinn húmor fyrir „stóra pakkamálinu“ og hann sjálfur segir Róbert í gamni. „Þeir voru ekki sáttir við mig en þetta leystist þó með farsælum hætti á endanum,“ segir Róbert sem snýr aftur til Íslands eftir tvo daga eftir vægast sagt viðburðaríka ferð til Bandaríkjanna.Hér að neðan er hægt að horfa á bráðskemmtilegt myndband af atvikinu.
Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira