Fótboltinn kominn heim og á toppinn í Bretlandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júlí 2018 14:19 Stuðningsmaður enska karlalandsliðsins í knattspyrnu í Moskvu. Vísir/Getty Eitt helsta stuðningslag breska karlalandsliðsins í knattspyrnu, Three Lions, hefur náð fyrsta sæti á spilunarlistum í Bretlandi eftir sigur enska landsliðsins á Svíum síðastliðinn laugardag. Með sigrinum tryggðu Englendingar sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu sem haldið er í Rússlandi um þessar mundir. Samkvæmt frétt Independent var lagið, í flutningi Baddiel, Skinnar & the Lighning Seeds, spilað yfir milljón sinnum á streymisveitunni Spotify á laugardaginn. Þá trónaði lagið á toppi lagalista veitunnar eftir sigurinn. Þá náðu Ljónin þrjú einnig fyrsta sæti á hinum breska Big Top 40-vinsældarlista í kjölfar frækinnar frammistöðu liðsins og rauk þannig upp um 32 sæti. Lagið var samið árið 1996 í tilefni þess að Evrópumeistaramót karla í knattspyrnu var haldið á Englandi það ár. Þá stimplaði það sig rækilega inn hjá enskum stuðningsmönnum eftir að Englendingar unnu Skota 2-0 á mótinu. Að því er segir í frétt Independent létu Ljónin þrjú lítið á sér kræla eftir laka frammistöðu liðsins gegn Úrúgvæ og Íslandi síðustu ár. Ensku stuðningsmennirnir hafa þó bersýnilega tekið lagið aftur í sátt, og það rækilega, eftir besta árangur landsliðsins á stórmóti í áraraðir. Næsti leikur liðsins er á morgun, miðvikudag, þegar England mætir Króatíu í seinni undanúrslitaleik mótsins. HM 2018 í Rússlandi Tónlist Tengdar fréttir Southgate lét enska liðið horfa á Íslandsleikinn fyrir HM Englendingar spila til undanúrslita á HM í Rússlandi annað kvöld. Fyrir tveimur árum síðan fékk enska liðið mikinn skell þegar Íslendingar slógu þá út í 16-liða úrslitum á EM. Gareth Southgate neyddi liðið til þess að horfa á Íslandsleikinn fyrir HM. 10. júlí 2018 07:00 Mandzukic: Enginn ótti í króatíska liðinu England og Króatía mætast í undanúrslitum HM í fótbolta á morgun, miðvikudag. Framherjinn Mario Mandzukic segir leikinn svokallaðan „50/50“ leik, bæði lið eigi jafna möguleika á sigri. 10. júlí 2018 06:00 Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira
Eitt helsta stuðningslag breska karlalandsliðsins í knattspyrnu, Three Lions, hefur náð fyrsta sæti á spilunarlistum í Bretlandi eftir sigur enska landsliðsins á Svíum síðastliðinn laugardag. Með sigrinum tryggðu Englendingar sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu sem haldið er í Rússlandi um þessar mundir. Samkvæmt frétt Independent var lagið, í flutningi Baddiel, Skinnar & the Lighning Seeds, spilað yfir milljón sinnum á streymisveitunni Spotify á laugardaginn. Þá trónaði lagið á toppi lagalista veitunnar eftir sigurinn. Þá náðu Ljónin þrjú einnig fyrsta sæti á hinum breska Big Top 40-vinsældarlista í kjölfar frækinnar frammistöðu liðsins og rauk þannig upp um 32 sæti. Lagið var samið árið 1996 í tilefni þess að Evrópumeistaramót karla í knattspyrnu var haldið á Englandi það ár. Þá stimplaði það sig rækilega inn hjá enskum stuðningsmönnum eftir að Englendingar unnu Skota 2-0 á mótinu. Að því er segir í frétt Independent létu Ljónin þrjú lítið á sér kræla eftir laka frammistöðu liðsins gegn Úrúgvæ og Íslandi síðustu ár. Ensku stuðningsmennirnir hafa þó bersýnilega tekið lagið aftur í sátt, og það rækilega, eftir besta árangur landsliðsins á stórmóti í áraraðir. Næsti leikur liðsins er á morgun, miðvikudag, þegar England mætir Króatíu í seinni undanúrslitaleik mótsins.
HM 2018 í Rússlandi Tónlist Tengdar fréttir Southgate lét enska liðið horfa á Íslandsleikinn fyrir HM Englendingar spila til undanúrslita á HM í Rússlandi annað kvöld. Fyrir tveimur árum síðan fékk enska liðið mikinn skell þegar Íslendingar slógu þá út í 16-liða úrslitum á EM. Gareth Southgate neyddi liðið til þess að horfa á Íslandsleikinn fyrir HM. 10. júlí 2018 07:00 Mandzukic: Enginn ótti í króatíska liðinu England og Króatía mætast í undanúrslitum HM í fótbolta á morgun, miðvikudag. Framherjinn Mario Mandzukic segir leikinn svokallaðan „50/50“ leik, bæði lið eigi jafna möguleika á sigri. 10. júlí 2018 06:00 Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira
Southgate lét enska liðið horfa á Íslandsleikinn fyrir HM Englendingar spila til undanúrslita á HM í Rússlandi annað kvöld. Fyrir tveimur árum síðan fékk enska liðið mikinn skell þegar Íslendingar slógu þá út í 16-liða úrslitum á EM. Gareth Southgate neyddi liðið til þess að horfa á Íslandsleikinn fyrir HM. 10. júlí 2018 07:00
Mandzukic: Enginn ótti í króatíska liðinu England og Króatía mætast í undanúrslitum HM í fótbolta á morgun, miðvikudag. Framherjinn Mario Mandzukic segir leikinn svokallaðan „50/50“ leik, bæði lið eigi jafna möguleika á sigri. 10. júlí 2018 06:00