Lífið

Charlie's Angels snúa aftur á næsta ári

Sylvía Hall skrifar
Kristin Stewart mun fara með aðalhlutverk í myndinni.
Kristin Stewart mun fara með aðalhlutverk í myndinni. Vísir/Getty
Í september á næsta ári munu hinir vinsælu englar Charlie‘s snúa aftur á hvíta tjaldið, en þá verða sextán ár liðin frá því að síðasta mynd um englana kom út árið 2003.

Kristin Stewart, sem er þekktust fyrir leik sinn í Twilight myndunum, mun vera í aðalhlutverki ásamt bresku leikkonunum Naomi Scott og Ellu Balinska.

Leikkonan Elizabeth Banks mun leikstýra myndinni, en hún hefur meðal annars leikstýrt gamanmyndinni Pitch Perfect 2 sem kom út árið 2015. Ásamt því að leikstýra mun hún vera í hlutverki Bosley, sem hefur hingað til alltaf verið leikinn af karlmanni. Hún mun einnig koma að handritsgerð myndarinnar sem og framleiðslu hennar.

Charlie‘s Angels slógu fyrst í gegn í sjónvarpsþáttum árið 1976 með Förruh Fawcett í aðalhlutverki. Árið 2000 kom út samnefnd bíómynd með þeim Lucy Liu, Cameron Diaz og Drew Barrymore í aðalhlutverkum og í framhaldi kom myndin Charlie‘s Angels: Full Throttle út árið 2003.  


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.