Lífið

Demi Lovato var í mikilli lífshættu og er á leiðinni í meðferð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lovato fór síðast í meðferð árið 2010.
Lovato fór síðast í meðferð árið 2010.
Söngkonan Demi Lovato fer í meðferð þegar hún verður útskrifuð af Cedars-Sinai sjúkrahúsinu í Los Angeles en þetta hefur CNN eftir áreiðanlegum heimildum.

Lovato var flutt með hraði á spítala á þriðjudagsmorgun vegna gruns um að hafa tekið inn of stóran skammt af heróíni.

Sjúkraliðar komu að Lovato meðvitundarlausri á heimili sínu en TMZ greinir frá því að hún hafi verið í mikilli lífshættu.

TMZ hefur neyðarlínusímtalið örlagaríka undir höndum og kemur þar fram að starfskona söngkonunnar hafi farið þess á leit við starfsmann neyðarlínunnar að sjúkrabíllinn myndi koma að húsinu með slökkt á öllum sírenum. Það var ekki samþykkt.

Lovato hefur greint opinskátt frá baráttu sinni við eiturlyfja- og áfengisfíkn í gegnum tíðina og gaf hún út lagið Sober í sumar sem fjallar um að hún hafi fallið. Levato fór síðast í meðferð árið 2010.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.