Lífið

Stjörnurnar senda kveðjur til Lovato sem er komin til meðvitundar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Demi Lovato er vöknuð og dvelur nú á sjúkrahúsi í Los Angeles.
Demi Lovato er vöknuð og dvelur nú á sjúkrahúsi í Los Angeles. vísir/getty
Bandaríska söngkonan Demi Lovato er komin til meðvitundar en hún var flutt á sjúkrahús í Los Angeles í gær vegna gruns um að hafa tekið inn of stóran skammt af heróíni.

Í tilkynningu frá talsmönnum Lovato segir að söngkonan sé á spítala og að fjölskyldan hennar sé öll á staðnum til að styðja við bakið á Lovato.

Í tilkynningunni segir að þær upplýsingar sem fjölmiðlar hafa undir höndum og hafa greint frá sér ekki alveg réttar. Nú sé aftur á móti heilsan það mikilvægasta hjá poppdrottningunni.

Samkvæmt frétt TMZ komu sjúkraliðar að Lovato meðvitundarlausri á heimili sínu. Henni var gefinn skammtur af Narcan, lyfi sem notað er við ofskammti.

Lovato hefur greint opinskátt frá baráttu sinni við eiturlyfja- og áfengisfíkn í gegnum tíðina. Hún gaf til að mynda út lagið Sober fyrr í sumar og fjallar lagið um að hún hefði fallið í baráttu sinni við fíkniefnadjöfulinn.

Stjörnur um heim allan hafa sent Lovato skilaboð í gegnum samfélagsmiðla og má sjá nokkrar vel valdar kveðjur hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.