Lífið

„Sjáumst aftur fyrr en síðar“

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Guns N' Roses rokkuðu frá sér allt vit í gærkvöldi.
Guns N' Roses rokkuðu frá sér allt vit í gærkvöldi. Fréttablaðið/þórsteinn
Liðsmenn rokksveitarinnar Guns N' Roses virðast vera hæstánægðir með tónleika sem sveitin hélt í Laugardal í gærkvöld.

Gítargoðsögnin Slash, bassaleikarinn Duff McKagan og söngvarinn Axl Rose hafa allir lýst yfir ánægju sinni með Íslendinga og viðtökur þeirra, en rúmlega 20 þúsund rokkhundar komu saman á Laugardalsvelli.

Á Twitter-síðu sinni segir bassaleikarinn að tónleikarnir hafi hreinlega verið „rosalegir!!!!“ Fyrr um daginn hafði hann birt mynd af tómum Laugardalsvelli  og úr ferð sinni í Bláa lónið.

Gítargoðsögnin Slash tekur í sama streng. Hann þakkar Íslendingum kærlega fyrir frábæra kvöldstund, en tónleikarnir í gærkvöld voru þeir síðustu á löngu Evrópuferðalagi sveitarinnar.

„Þið voruð fokking frábær. Sjáumst fyrr en síðar. Skál!

Söngvarinn Axl Rose birti svo í gærkvöld myndbandsupptöku af tónleikunum, þar sem heyra má þúsundir Íslendinga syngja afmælissönginn fyrir Slash. Hann lætur upptökuna tala sínu máli og skrifar einfaldlega: „Til hamingju með daginn, Slash.“

Liðsmenn sveitarinnar munu nú verja nokkrum dögum á Íslandi og hvíla lúin bein. Eftir að þeir sögðu skilið við slarkið urðu þeir mjög andlega þenkjandi og hinir spökustu. Því má ætla að þeir gætu sést í einhverjum lónum eða í nágrenni fossa og náttúruperla á næstunni.


Tengdar fréttir

Guns N' Roses leggja allt undir fyrir aðdáendurna

Rúmlega 7% íslensku þjóðarinnar koma saman á Laugardalsvelli í kvöld á langþráðum tónleikum Guns N' Roses. Rokkhundarnir eru ekki síður spenntir, en söngvarinn Axl Rose upplýsir í einkaviðtali við Fréttablaðið að þá hafi lengi langað að spila fyrir íslenska aðdáendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.