Lífið

Röðin hlykkjaðist um Laugardalinn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Það var dágóður fjöldi fólks sem beið eftir að komast inn á tónleikana í kvöld.
Það var dágóður fjöldi fólks sem beið eftir að komast inn á tónleikana í kvöld. Vísir/Einar
Röð inn á tónleika rokkhljómsveitarinnar Guns N‘ Roses hlykkjaðist langt upp með Suðurlandsbraut í kvöld enda var talið að um 25 þúsund manns myndu láta sjá sig á Laugardalsvelli.

Tökumaður Stöðvar 2 náði drónamyndum af tónleikasvæðinu um 20 mínútum áður en hljómsveitin átti að stíga á svið. Röðin var enn afar löng, þó að einhver hreyfing hafi þó virst á henni, svo stuttu fyrir komu hljómsveitarinnar. Blaðamaður Vísis á Laugardalsvelli hélt þó að flestir hefðu náð inn áður en Axl Rose, Slash og félagar stigu á stokk skömmu eftir klukkan 20.

Allt að fyllast á Laugardalsvelli á áttunda tímanum.Vísir/Einar
Sjá má á meðfylgjandi myndum að mikill áhorfendaskari hafði nú þegar safnast saman inni á Laugardalsvelli á áttunda tímanum, og þó nokkrir voru á leið inn um innganga við syðri enda stúkunnar.

Fylgjast má með beinni textalýsingu Vísis af tónleikum Guns N' Roses hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.