Axel hættur við að vera í fríi og mætir til að verja titilinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. júlí 2018 15:15 Axel Bóasson mætir til Eyja. mynd/gsímyndir.net Íslandsmótið í golfi hefst á Vestmannaeyjavelli á fimmtudaginn en þar verður Haraldur Franklín Magnús í eldlínunni, aðeins sex dögum eftir að ljúka keppni á Opna breska meistaramótinu í Skotlandi. Haraldur hefur ekki orðið Íslandsmeistari síðan að hann sigraði á mótinu árið 2012 þá aðeins tvítugur að aldri en þykir ansi líklegur til afreka miðað við spilamennskuna í sumar. Hann fær þó heldur betur samkeppni því Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr Keili og ríkjandi Íslandsmeistari í höggleik, hefur ákveðið að vera með eftir að búið var að gefa út að hann myndi ekki taka þátt.Haraldur Franklín var nálægt sínum öðrum titli í fyrra.mynd/gsímyndir.netBörðust um sigurinn í fyrra Axel ætlaði að vera í fríi um næstu helgi, að því fram kemur á Kylfingur.is, en hefur ákveðið að vera með í Eyjum þar sem að hann reynir að verja Íslandsmeistaratitilinn. Axel er tvöfaldur meistari en hann vann einnig árið 2011, ári á undan Haraldi. Þeir félagarnir háðu svakalega baráttu um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra sem endaði með því að Axel hafði betur í bráðabana og vann sinn annan Íslandsmeistaratitil. Haraldur og Axel eru ekki einu atvinnumennirnir sem verða með í Eyjum því Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Andri Björnsson og Ólafur Björn Loftsson eru allir skráðir til leiks. Eini atvinnumaðurinn sem ekki tekur þátt er Birgir Leifur Hafþórsson. Golf Tengdar fréttir Haraldur og þeir bestu reyna við 16 ára gamalt vallarmet í Eyjum Maðurinn sem á vallarmetið á golfvellinum í Vestmannaeyjum ætlaði ekki einu sinni að keppa á mótinu sem að hann setti það á. 23. júlí 2018 17:30 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Íslandsmótið í golfi hefst á Vestmannaeyjavelli á fimmtudaginn en þar verður Haraldur Franklín Magnús í eldlínunni, aðeins sex dögum eftir að ljúka keppni á Opna breska meistaramótinu í Skotlandi. Haraldur hefur ekki orðið Íslandsmeistari síðan að hann sigraði á mótinu árið 2012 þá aðeins tvítugur að aldri en þykir ansi líklegur til afreka miðað við spilamennskuna í sumar. Hann fær þó heldur betur samkeppni því Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr Keili og ríkjandi Íslandsmeistari í höggleik, hefur ákveðið að vera með eftir að búið var að gefa út að hann myndi ekki taka þátt.Haraldur Franklín var nálægt sínum öðrum titli í fyrra.mynd/gsímyndir.netBörðust um sigurinn í fyrra Axel ætlaði að vera í fríi um næstu helgi, að því fram kemur á Kylfingur.is, en hefur ákveðið að vera með í Eyjum þar sem að hann reynir að verja Íslandsmeistaratitilinn. Axel er tvöfaldur meistari en hann vann einnig árið 2011, ári á undan Haraldi. Þeir félagarnir háðu svakalega baráttu um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra sem endaði með því að Axel hafði betur í bráðabana og vann sinn annan Íslandsmeistaratitil. Haraldur og Axel eru ekki einu atvinnumennirnir sem verða með í Eyjum því Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Andri Björnsson og Ólafur Björn Loftsson eru allir skráðir til leiks. Eini atvinnumaðurinn sem ekki tekur þátt er Birgir Leifur Hafþórsson.
Golf Tengdar fréttir Haraldur og þeir bestu reyna við 16 ára gamalt vallarmet í Eyjum Maðurinn sem á vallarmetið á golfvellinum í Vestmannaeyjum ætlaði ekki einu sinni að keppa á mótinu sem að hann setti það á. 23. júlí 2018 17:30 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Haraldur og þeir bestu reyna við 16 ára gamalt vallarmet í Eyjum Maðurinn sem á vallarmetið á golfvellinum í Vestmannaeyjum ætlaði ekki einu sinni að keppa á mótinu sem að hann setti það á. 23. júlí 2018 17:30