Lífið

Harry sagður hafa bannað Meghan að klæðast smóking í anda Díönu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Meghan Markle og Harry Bretaprins, hertogahjónin af Sussex.
Meghan Markle og Harry Bretaprins, hertogahjónin af Sussex. Vísir/Getty
Meghan Markle hertogaynjan af Sussex er sögð vilja klæðast smóking í opinberri heimsókn til Ástralíu október. Eiginmaður hennar, Harry Bretaprins, er hins vegar sagður hafa þvertekið fyrir að Meghan klæðist fötunum.

Díana prinsessa íklædd jakkafötum árið 1984.Vísir/GEtty
Greint var frá því í breska slúðurmiðlunum The Daily Mail í gær að Meghan hefði pantað sér jakkaföt, þar á meðal smóking, til að klæðast við ýmis tilefni í Ástralíuheimsókn hertogahjónanna.

Samkvæmt frétt blaðsins lýsti Harry yfir óánægju sinni með fataval eiginkonu sinnar, og þá sérstaklega í garð smókings úr smiðju breska fatahönnuðarins Stellu McCartney sem prinsinum þótti helsti til „óhefðbundinn.“

Haft er eftir tískuráðgjafa sem hefur setið fundi með Meghan að nú sé búist við því af hertogaynjunni að hún „hætti að klæða sig eins og Hollywood-stjarna og byrji að klæða sig eins og meðlimur konungsfjölskyldunnar.“

Þá hefur verið bent á að smóking Meghan sé mjög í anda tengdamóður hennar heitinnar, Díönu prinsessu, sem var ávallt talin nokkuð framúrstefnuleg í klæðaburði – og klæddist auk þess jakkafötum við ýmis tilefni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.