Í beinni: Íslendingar keppa á heimsleikunum í CrossFit - dagur 2 Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 3. ágúst 2018 15:30 Oddrún Eik, Annie Mist, Katrín Tanja, Ragnheiður Sara og Björgvin Karl taka þátt í leikunum. Vísir/samsett Nú er komið að degi tvö eftir frídag á fimmtudag og keppendur á heimsleikunum í CrossFit byrja þennan föstudag, fyrir Verslunarmannahelgi, á því að keppa í grein sem nefnist Vígvöllurinn. Tólftu heimsleikarnir í crossfit fara fram í Madison í Wisconsin-fylki og standa yfir frá 1. til 6. ágúst. Vísir mun fylgjast með leikunum og áframvarpa beinum útsendingum frá CrossFit-samtökunum. Fimm Íslendingar keppa í fullorðinsflokki á leikunum í ár og þrír í unglingaflokki. Það er ekki slæmt fyrir litla Ísland að eiga alls átta fulltrúa meðal besta crossfit-fólks í heimi. Björgvin Karl Guðmundsson er eini keppendanni í karlaflokki en þær Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Oddrún Eik Gylfadóttir keppa allar í kvennaflokki. Frederick Aegidius, kærasti Anníe Mistar, er einnig með. Brynjar Ari Magnússon keppir í flokki stráka 14 til 15 ára, Birta Líf Þórarinsdóttir keppir í flokki stelpna 14 til 15 ára og Katla Björk Ketilsdóttir, núverandi Íslandsmeistari í Crossfit, keppir síðan í flokki stelpna 16 til 17 ára. Fyrsti keppnnisdagurinn var á miðvikudaginn og þá fóru fara fram fjórar greinar. Þetta hefur verið kallaður erfiðasti dagurinn í sögu heimsleikna í crossfit og í dag kemur í ljós hvernig okkar fólk og allir hinir koma undan honum. Allir sem keppa í fullorðinsflokki fengu frídag í gær til að jafna sig eftir þennan rosalega miðvikudag en núna er aftur komið að krefjandi degi.Dagskráin á degi 2 á heimsleikunum 2018: 5. grein - The Battleground - Vígvöllurinn 6. grein - Fibonacci æfingabraut Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu blaðamanns Vísis sem fylgist með nýjustu vendingum á leikunum.
Nú er komið að degi tvö eftir frídag á fimmtudag og keppendur á heimsleikunum í CrossFit byrja þennan föstudag, fyrir Verslunarmannahelgi, á því að keppa í grein sem nefnist Vígvöllurinn. Tólftu heimsleikarnir í crossfit fara fram í Madison í Wisconsin-fylki og standa yfir frá 1. til 6. ágúst. Vísir mun fylgjast með leikunum og áframvarpa beinum útsendingum frá CrossFit-samtökunum. Fimm Íslendingar keppa í fullorðinsflokki á leikunum í ár og þrír í unglingaflokki. Það er ekki slæmt fyrir litla Ísland að eiga alls átta fulltrúa meðal besta crossfit-fólks í heimi. Björgvin Karl Guðmundsson er eini keppendanni í karlaflokki en þær Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Oddrún Eik Gylfadóttir keppa allar í kvennaflokki. Frederick Aegidius, kærasti Anníe Mistar, er einnig með. Brynjar Ari Magnússon keppir í flokki stráka 14 til 15 ára, Birta Líf Þórarinsdóttir keppir í flokki stelpna 14 til 15 ára og Katla Björk Ketilsdóttir, núverandi Íslandsmeistari í Crossfit, keppir síðan í flokki stelpna 16 til 17 ára. Fyrsti keppnnisdagurinn var á miðvikudaginn og þá fóru fara fram fjórar greinar. Þetta hefur verið kallaður erfiðasti dagurinn í sögu heimsleikna í crossfit og í dag kemur í ljós hvernig okkar fólk og allir hinir koma undan honum. Allir sem keppa í fullorðinsflokki fengu frídag í gær til að jafna sig eftir þennan rosalega miðvikudag en núna er aftur komið að krefjandi degi.Dagskráin á degi 2 á heimsleikunum 2018: 5. grein - The Battleground - Vígvöllurinn 6. grein - Fibonacci æfingabraut Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu blaðamanns Vísis sem fylgist með nýjustu vendingum á leikunum.
CrossFit Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Sjá meira