Að koma kísilverinu í Helguvík í viðunandi horf mun kosta þrjá milljarða til viðbótar Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. ágúst 2018 12:00 Kísilverið í Helguvík sem er í dag í eigu Arion banka. Engin starfsemi er í verksmiðjunni í dag en níu starfsmenn vinna hjá Stakksbergi til að fyrirbyggja rýrnun verðmæta. Vísir/Anton Brink Fjárfesta þarf í kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík, sem í dag er í eigu Arion banka, fyrir að minnsta kosti 2,5 - 3 milljarða króna til viðbótar þannig að verksmiðjan komist í viðunandi horf. Arion banki hefur þegar afskrifað rúmlega sjö milljarða króna vegna verksmiðjunnar og freistar þess nú að selja hana. Arion banki leysti til sín kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík eftir að félagið var lýst gjaldþrota 22. janúar á þessu ári. Bankinn kom verksmiðjunni fyrir í eignarhaldsfélaginu Stakksbergi en í sex mánaða uppgjöri Arion banka sem birt var á fimmtudag kom fram að Stakksberg fari í söluferli síðar á þessu ári. Í ársreikningi Arion banka fyrir árið 2017 kemur fram að bankinn hafi afskrifað lán til United Silicon sem námu 6,2 millörðum króna. Til viðbótar setti bankinn rúmlega 900 milljónir króna inn í reksturinn til að halda kísilmálmverksmiðjunni gangandi meðan United Silicon var í greiðslustöðvun en engin starfsemi er í verksmiðjunni í dag. Samtals eru þetta um 7,1 milljarður króna en bókfært virði kísilmálmverksmiðjunnar var 5,2 milljarðar króna í ársreikningi Arion banka fyrir árið 2017. Niðurfærsla og önnur útgjöld Arion banka vegna verksmiðjunnar eru því 1,9 milljörðum króna yfir bókfærðu virði hennar.Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka.Arion bankiHöskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn hafi ráðið ráðgjafa sem hafi þekkingu á kísilmálmi. „Við erum bæði með innlenda og erlenda ráðgjafa. Við höfum haft norska ráðgjafa, tæknilega ráðgjafa, sem hafa farið ítarlega í gegnum hvað þarf að gera við þessa verksmiðju þannig að hún sé starfhæf. Við höfum góða mynd af því. Það þarf að fjárfesta frekar í verksmiðjunni, hún var bara ekki fullkláruð áður en hún var sett í gang. Núna þarf að gera það. Bankinn hefur síður áhuga á að gera það en vill frekar draga einhverja aðra að borðinu sem gera það en það er ekkert útilokað að bankinn fylgi þessu lengra eftir. Núna munum við hins vegar láta reyna á sölu á þessu. Við munum þá freista þess að selja verksmiðju sem er ekki fullbúin,“ segir Höskuldur. Til að koma kísilmálmverksmiðjunni í það horf að hún sé sambærileg kísilmálmverksmiðjum erlendis þarf líklega að fjárfesta í verksmiðjunni fyrir um tvo og hálfan til þrjá milljarða króna til viðbótar. „Það kostar talsvert minna að koma henni í það horf að hún fúnkeri. Að fullklára þetta, eins og þarf að gera, með því að byggja verkstæði, skrifstofur og fleira þá er þetta fremur nærri þremur milljörðum króna. Tveir og hálfur til þrír milljarðar,“ segir Höskuldur. Eins og að framan er rakið ætlar bankinn að freista þess að selja verksmiðjuna ókláraða fremur en að setja frekara fé í hana að svo stöddu. Það er því óljóst hvert tjón bankans vegna kísilmálmverksmiðjunnar í Helguvík verður þegar uppi er staðið en það veltur annars vegar á því hvað fæst fyrir verksmiðjuna ef það tekst að selja hana og hins vegar á því hvort bankinn þurfi í millitíðinni að leggja henni til enn frekara fjármagn. Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Sjá meira
Fjárfesta þarf í kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík, sem í dag er í eigu Arion banka, fyrir að minnsta kosti 2,5 - 3 milljarða króna til viðbótar þannig að verksmiðjan komist í viðunandi horf. Arion banki hefur þegar afskrifað rúmlega sjö milljarða króna vegna verksmiðjunnar og freistar þess nú að selja hana. Arion banki leysti til sín kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík eftir að félagið var lýst gjaldþrota 22. janúar á þessu ári. Bankinn kom verksmiðjunni fyrir í eignarhaldsfélaginu Stakksbergi en í sex mánaða uppgjöri Arion banka sem birt var á fimmtudag kom fram að Stakksberg fari í söluferli síðar á þessu ári. Í ársreikningi Arion banka fyrir árið 2017 kemur fram að bankinn hafi afskrifað lán til United Silicon sem námu 6,2 millörðum króna. Til viðbótar setti bankinn rúmlega 900 milljónir króna inn í reksturinn til að halda kísilmálmverksmiðjunni gangandi meðan United Silicon var í greiðslustöðvun en engin starfsemi er í verksmiðjunni í dag. Samtals eru þetta um 7,1 milljarður króna en bókfært virði kísilmálmverksmiðjunnar var 5,2 milljarðar króna í ársreikningi Arion banka fyrir árið 2017. Niðurfærsla og önnur útgjöld Arion banka vegna verksmiðjunnar eru því 1,9 milljörðum króna yfir bókfærðu virði hennar.Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka.Arion bankiHöskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn hafi ráðið ráðgjafa sem hafi þekkingu á kísilmálmi. „Við erum bæði með innlenda og erlenda ráðgjafa. Við höfum haft norska ráðgjafa, tæknilega ráðgjafa, sem hafa farið ítarlega í gegnum hvað þarf að gera við þessa verksmiðju þannig að hún sé starfhæf. Við höfum góða mynd af því. Það þarf að fjárfesta frekar í verksmiðjunni, hún var bara ekki fullkláruð áður en hún var sett í gang. Núna þarf að gera það. Bankinn hefur síður áhuga á að gera það en vill frekar draga einhverja aðra að borðinu sem gera það en það er ekkert útilokað að bankinn fylgi þessu lengra eftir. Núna munum við hins vegar láta reyna á sölu á þessu. Við munum þá freista þess að selja verksmiðju sem er ekki fullbúin,“ segir Höskuldur. Til að koma kísilmálmverksmiðjunni í það horf að hún sé sambærileg kísilmálmverksmiðjum erlendis þarf líklega að fjárfesta í verksmiðjunni fyrir um tvo og hálfan til þrjá milljarða króna til viðbótar. „Það kostar talsvert minna að koma henni í það horf að hún fúnkeri. Að fullklára þetta, eins og þarf að gera, með því að byggja verkstæði, skrifstofur og fleira þá er þetta fremur nærri þremur milljörðum króna. Tveir og hálfur til þrír milljarðar,“ segir Höskuldur. Eins og að framan er rakið ætlar bankinn að freista þess að selja verksmiðjuna ókláraða fremur en að setja frekara fé í hana að svo stöddu. Það er því óljóst hvert tjón bankans vegna kísilmálmverksmiðjunnar í Helguvík verður þegar uppi er staðið en það veltur annars vegar á því hvað fæst fyrir verksmiðjuna ef það tekst að selja hana og hins vegar á því hvort bankinn þurfi í millitíðinni að leggja henni til enn frekara fjármagn.
Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Sjá meira