Lífið

Demi Lovato tjáir sig í fyrsta sinn eftir að hafa verið lögð inn á sjúkrahús

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Demi Lovato hefur nú tjáð sig opinberlega í fyrsta sinn eftir að hfa verið lögð inn á sjúkrahús.
Demi Lovato hefur nú tjáð sig opinberlega í fyrsta sinn eftir að hfa verið lögð inn á sjúkrahús. Vísir/Getty
Bandaríska söngkonan Demi Lovato hefur tjáð sig opinberlega í fyrsta sinn eftir að hafa verið lögð inn á spítala vegna ofneyslu fíkniefna þann 24. júlí síðastliðinn.

Lovato lá síðan þungt haldin fyrstu dagana eftir að hafa verið lögð inn, en nú hefur hún tjáð sig opinberlega í fyrsta sinn eftir atvikið.

Það gerði hún í Instagram-færslu þar sem hún þakkar Guði, fjölskyldu sinni og vinum, starfsfólki Cedars-Sinai sjúkrahússinss, og aðdáendum sínum, fyrir að hafa staðið með henni í gegnum þessa erfiðu tíma.

Hún segist í færslunni alltaf hafa verið opinská um fíkn sína og viðurkennir að fíknin sé sjúkdómur sem læknast ekki með tímanum, heldur eitthvað sem hún muni þurfa að halda áfram að sigrast á.

Færsluna má sjá hér að neðan.

A post shared by Demi Lovato (@ddlovato) on


Tengdar fréttir

Demi Lovato enn þungt haldin

Lovato var flutt með hraði á sjúkrahús á þriðjudag í liðinni viku og var sögð hafa verið í mikilli lífshættu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.