Sport

Björgvin Karl hækkaði sig um eitt sæti og er nú sjöundi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Karl Guðmundsson
Björgvin Karl Guðmundsson Mynd/Instagram/bk_gudmundsson
Björgvin Karl Guðmundsson náði sjötta besta árangri í fyrstu grein dagsins á heimsleikunum í CrossFit og stigin sem hann fékk nægðu til að hækka hann um eitt sæti í heildarkeppninni.

Björgvin Karl komst í gegn Vígvöllinn á 9:24.68 mínútum en Cole Sager vann greinina á 8:35.01 mínútum. Tveir efstu menn í heildarkeppninni, Mathew Fraser og Lukas Högberg urðu síðan í 2. og 3. sæti.

Þrautabrautinn í þessari æfingu (The Battleground, Vígvöllurinn) er ekki ósvipað því sem að herinn fer í gegnum í Bandaríkjunum.

Keppendur þurfa að fara yfir hindranir, sveifla sér í köðlum, og fleira í þeim dúr. Keppendur þurfa aftur á mótti að hlaupa 650 metra til þess að komast að þrautabrautinni.

Björgvin Karl stóð sig vel og það er frábært að ná að hækka sig á heildarlistanum.

Sjötta sætið er líka jöfnun á bestu grein Björgvins Karls á þessum heimsleikum en hann varð einnig í sjötta sæti í götuhjólakeppninni.

Í hinum þremur greinunum hefur Björgvin síðan endaði í 10. sæti, 15. sæti og 14. sæti.

Okkar maður er nú 78 stigum frá efsta sætinu (Mathew Fraser, 392 stig) eftir fimm greinar en Björgvin Karl er 54 stigum frá verðlaunapallinum eins og staðan er núna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×