Óli Kristjáns: Þurfum að sjá hverjir eru með pung og hverjir ekki Magnús Ellert Bjarnason skrifar 19. ágúst 2018 21:00 Ólafur á hliðarlínuni í kvöld. vísir/bára Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var að vonum svekktur að liði hans hafi ekki tekist að landa stigunum þrem í Árbæ í dag gegn Fylki. Leikurinn fór 1-1 og varð FH þar með að mikilvægum stigum í baráttunni um evrópusæti. „Það eru vonbrigði að vinna ekki þennan leik. Sérstaklega miðað við það hvernig fyrri hálfleikurinn spilaðist. Þá notuðum við breiddina vel og vorum að komast aftur fyrir varnarmenn þeirra og skapa færi. Við skorum flott mark og litum vel út." „Síðan fáum við þessa gusu í andlitið strax í upphafi síðari hálfleiks þegar þeir skora jöfnunarmarkið. Þar vorum við einfaldlega sofandi á verðinum. Við vissum fyrir leik að Fylkir eru með fljótan framherja í Alberti Brynjari og að möguleikar þeirra lægju í því að stinga boltanum aftur fyrir vörn okkar, en þrátt fyrir það gerum við þessi mistök og vorum steinsofandi. ” Ólafur lýsti því á skemmtilegan hátt hver staða FH er þessar vikurnar. Lið FH sé í raun eins og einstaklingur með kvef. „Við sköpum færi í síðari hálfleik, meðal annars þegar að markmaður Fylkis ver frábærlega frá Lennon. Ég lít svolítið á þetta þannig að þegar þú ert með kvef hóstarðu, ert með nefrennsli og ert illt í hálsinum, og það er það sem við erum að eiga við núna. „Við eigum erfitt með að skora, lekum mörkum, og þá er bara erfitt að ná í úrslit. Þetta er búinn að vera langur kafli hjá okkur þar sem þetta hefur verið svona, en það er ekkert annað í stöðunni núna en að sjá hverjir eru með pung og hverjir ekki." Leikurinn í dag var í raun saga tveggja hálfleika. FH voru mun betri í fyrri hálfleik en spilamennska þeirra hrundi í þeim síðari. Hvað telur Ólafur vera orsök þess. „Það er rosalega erfitt að útskýra það, en það eru örfá atriði sem ég vil helst tala um. Í fyrri hálfleik vorum við mjög góðir að fara í pressu eftir að við töpum boltanum og vinnum boltann aftur. En í seinni hálfleik erum við að vinna aftur á bak og gefum fylkismönnum tíma og frið til þess að spila boltanum sín á milli. Við nýtum einnig breiddina illa í seinni hálfleik og þegar við fengum færi nýttum við þau illa." Telur Ólafur að evrópusætið sé ennþá raunhæfur möguleiki? „Það er bara áfram gakk. Við þurfum fyrst að vinna fótboltaleiki áður en að við förum að tala um evrópusæti. Markmiðið núna er að reyna að enda í 4. sætinu. Auðvitað erum við að gefa KR gjöf með því að vinna ekki þennan leik, en við getum ekki verið að kvarta. Það er bara næsti leikur, “ sagði Ólafur að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - FH 1-1 │Vandræði FH halda áfram FH gengur illa að vinna fótboltaleiki og það hélt áfram í Árbænum í kvöld. 19. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn Lífið í Brúnei einmanalegt Fótbolti „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Fótbolti Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Fótbolti Fleiri fréttir Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var að vonum svekktur að liði hans hafi ekki tekist að landa stigunum þrem í Árbæ í dag gegn Fylki. Leikurinn fór 1-1 og varð FH þar með að mikilvægum stigum í baráttunni um evrópusæti. „Það eru vonbrigði að vinna ekki þennan leik. Sérstaklega miðað við það hvernig fyrri hálfleikurinn spilaðist. Þá notuðum við breiddina vel og vorum að komast aftur fyrir varnarmenn þeirra og skapa færi. Við skorum flott mark og litum vel út." „Síðan fáum við þessa gusu í andlitið strax í upphafi síðari hálfleiks þegar þeir skora jöfnunarmarkið. Þar vorum við einfaldlega sofandi á verðinum. Við vissum fyrir leik að Fylkir eru með fljótan framherja í Alberti Brynjari og að möguleikar þeirra lægju í því að stinga boltanum aftur fyrir vörn okkar, en þrátt fyrir það gerum við þessi mistök og vorum steinsofandi. ” Ólafur lýsti því á skemmtilegan hátt hver staða FH er þessar vikurnar. Lið FH sé í raun eins og einstaklingur með kvef. „Við sköpum færi í síðari hálfleik, meðal annars þegar að markmaður Fylkis ver frábærlega frá Lennon. Ég lít svolítið á þetta þannig að þegar þú ert með kvef hóstarðu, ert með nefrennsli og ert illt í hálsinum, og það er það sem við erum að eiga við núna. „Við eigum erfitt með að skora, lekum mörkum, og þá er bara erfitt að ná í úrslit. Þetta er búinn að vera langur kafli hjá okkur þar sem þetta hefur verið svona, en það er ekkert annað í stöðunni núna en að sjá hverjir eru með pung og hverjir ekki." Leikurinn í dag var í raun saga tveggja hálfleika. FH voru mun betri í fyrri hálfleik en spilamennska þeirra hrundi í þeim síðari. Hvað telur Ólafur vera orsök þess. „Það er rosalega erfitt að útskýra það, en það eru örfá atriði sem ég vil helst tala um. Í fyrri hálfleik vorum við mjög góðir að fara í pressu eftir að við töpum boltanum og vinnum boltann aftur. En í seinni hálfleik erum við að vinna aftur á bak og gefum fylkismönnum tíma og frið til þess að spila boltanum sín á milli. Við nýtum einnig breiddina illa í seinni hálfleik og þegar við fengum færi nýttum við þau illa." Telur Ólafur að evrópusætið sé ennþá raunhæfur möguleiki? „Það er bara áfram gakk. Við þurfum fyrst að vinna fótboltaleiki áður en að við förum að tala um evrópusæti. Markmiðið núna er að reyna að enda í 4. sætinu. Auðvitað erum við að gefa KR gjöf með því að vinna ekki þennan leik, en við getum ekki verið að kvarta. Það er bara næsti leikur, “ sagði Ólafur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - FH 1-1 │Vandræði FH halda áfram FH gengur illa að vinna fótboltaleiki og það hélt áfram í Árbænum í kvöld. 19. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn Lífið í Brúnei einmanalegt Fótbolti „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Fótbolti Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Fótbolti Fleiri fréttir Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - FH 1-1 │Vandræði FH halda áfram FH gengur illa að vinna fótboltaleiki og það hélt áfram í Árbænum í kvöld. 19. ágúst 2018 21:00