Lífið

Lestrarhestur vikunnar: Heiða Lilja Helgadóttir

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Heiða Lilja gengur í Melaskóla.
Heiða Lilja gengur í Melaskóla.
Heiða Lilja Helgadóttir er níu ára gömul.

Hvernig bækur þykja þér skemmtilegastar? Grínbækur eins og til dæmis Kiddi klaufi.

Hvaða bók lastu síðast og um hvað var hún? Lóa! Trúnaðarkver.  Bókin er um Lóu og lífið hennar. Það gerist mjög mikið. Lóa er að hitta vinkonu sína og njósnar um strák sem hún er skotin í. Mamma hennar er oft í tölvuleikjum og er skotin í manni sem heitir Ríkharður.

Hvaða bók ætlarðu að lesa næst? Rottuborgara

Ef þú myndir skrifa bók, um hvað væri hún? Hún væri eitthvað ævintýri, held ég.

Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í uppáhaldi hjá þér? Disney bækurnar voru mest í uppáhaldi.

Ferðu oft á bókasafnið? Nei, ég á svo mikið af bókum heima.

Hver eru þín helstu áhugamál? Ég er að æfa dans og er á reiðnámskeiði í sumar. Svo finnst mér mjög skemmtilegt í sveitinni. Mér finnst gaman að teikna og leika með vinum mínum.

Í hvaða skóla ertu? Melaskóla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.