Íslenskir Evrópumeistarar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. ágúst 2018 10:30 Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson fengu bæði gull og silfur um hálsinn á meistaramóti Evrópu um helgina. Hér lyftir Axel bikarnum en með þeim eru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þórs Jónsdóttir. Vísir/Getty Íslendingar gerðu góða hluti í liðakeppni atvinnukylfinga á meistaramóti Evrópu í Skotlandi. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi keppni fer fram. Ísland hrósaði sigri í blandaðri liðakeppni á laugardaginn. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Axel Bóasson kepptu saman og Skagamennirnir Birgir Leifur Hafþórsson og Valdís Þóra Jónsdóttir voru saman í liði. Ísland lék samtals á þremur höggum undir pari en Bretland varð í 2. sæti á tveimur undir pari. Samanlagt skor beggja liða taldi. Í gær lentu Axel og Birgir Leifur í 2. sæti í karlaflokki. Þeir töpuðu fyrir Spánverjum í úrslitaleiknum, 2/0. Axel og Birgir Leifur fengu því bæði gull og silfur um hálsinn um helgina. „Þetta er æðislegt. Síðustu dagar hafa verið rosalega skemmtilegir og það er frábært að stimpla þetta inn á ferilskrána,“ sagði Axel í samtali við Fréttablaðið í gær. Síðustu vikur hafa verið góðar hjá Axel en síðustu helgina í júlí varð hann Íslandsmeistari í höggleik, annað árið í röð. Axel segir að mikil ánægja hafi verið hjá kylfingum með mótið í Skotlandi sem var haldið í fyrsta sinn í ár eins og áður sagði. „Þetta var skemmtilegt mót og allir keppendur höfðu gaman að þessu. Okkur fannst t.a.m. mjög skemmtilegt að spila með stelpunum,“ sagði Axel og bætti við að það flest hafi gengið upp þegar Ísland tryggði sér gullið í keppni blandaðra liða á laugardaginn. „Þetta gekk áfallalaust hjá okkur Ólafíu. Birgir Leifur og Valdís Þóra spiluðu svo gríðarlega vel á síðustu þremur holunum og það var gaman að landa þessum titli.“ Eftir erfiða byrjun gerðu Axel og Birgir Leifur úrslitaleikinn í karlaflokki spennandi með góðum endaspretti. „Aðstæður voru krefjandi og Spánverjarnir voru mjög góðir. Við gerðum of mörg klaufamistök,“ sagði Axel sem keppir á Áskorendamótaröðinni, þeirri næststerkustu í Evrópu. Hann vonast til að árangurinn í Skotlandi gefi honum byr undir báða vængi fyrir framhaldið á Áskorendamótaröðinni. „Það er frábært að taka við verðlaunum og þetta hjálpar mér að byggja upp sjálfstraust. Það reynir að taka það góða frá þessu móti og læra af því sem miður fór,“ sagði Axel sem fer til Norður-Írlands í dag þar sem hann keppir á móti á Áskorendamótaröðinni. „Ég kem svo heim áður en ég spila restina af mótunum á tímabilinu,“ sagði Íslands- og Evrópumeistarinn Axel Bóasson að endingu. Golf Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Handbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Íslendingar gerðu góða hluti í liðakeppni atvinnukylfinga á meistaramóti Evrópu í Skotlandi. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi keppni fer fram. Ísland hrósaði sigri í blandaðri liðakeppni á laugardaginn. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Axel Bóasson kepptu saman og Skagamennirnir Birgir Leifur Hafþórsson og Valdís Þóra Jónsdóttir voru saman í liði. Ísland lék samtals á þremur höggum undir pari en Bretland varð í 2. sæti á tveimur undir pari. Samanlagt skor beggja liða taldi. Í gær lentu Axel og Birgir Leifur í 2. sæti í karlaflokki. Þeir töpuðu fyrir Spánverjum í úrslitaleiknum, 2/0. Axel og Birgir Leifur fengu því bæði gull og silfur um hálsinn um helgina. „Þetta er æðislegt. Síðustu dagar hafa verið rosalega skemmtilegir og það er frábært að stimpla þetta inn á ferilskrána,“ sagði Axel í samtali við Fréttablaðið í gær. Síðustu vikur hafa verið góðar hjá Axel en síðustu helgina í júlí varð hann Íslandsmeistari í höggleik, annað árið í röð. Axel segir að mikil ánægja hafi verið hjá kylfingum með mótið í Skotlandi sem var haldið í fyrsta sinn í ár eins og áður sagði. „Þetta var skemmtilegt mót og allir keppendur höfðu gaman að þessu. Okkur fannst t.a.m. mjög skemmtilegt að spila með stelpunum,“ sagði Axel og bætti við að það flest hafi gengið upp þegar Ísland tryggði sér gullið í keppni blandaðra liða á laugardaginn. „Þetta gekk áfallalaust hjá okkur Ólafíu. Birgir Leifur og Valdís Þóra spiluðu svo gríðarlega vel á síðustu þremur holunum og það var gaman að landa þessum titli.“ Eftir erfiða byrjun gerðu Axel og Birgir Leifur úrslitaleikinn í karlaflokki spennandi með góðum endaspretti. „Aðstæður voru krefjandi og Spánverjarnir voru mjög góðir. Við gerðum of mörg klaufamistök,“ sagði Axel sem keppir á Áskorendamótaröðinni, þeirri næststerkustu í Evrópu. Hann vonast til að árangurinn í Skotlandi gefi honum byr undir báða vængi fyrir framhaldið á Áskorendamótaröðinni. „Það er frábært að taka við verðlaunum og þetta hjálpar mér að byggja upp sjálfstraust. Það reynir að taka það góða frá þessu móti og læra af því sem miður fór,“ sagði Axel sem fer til Norður-Írlands í dag þar sem hann keppir á móti á Áskorendamótaröðinni. „Ég kem svo heim áður en ég spila restina af mótunum á tímabilinu,“ sagði Íslands- og Evrópumeistarinn Axel Bóasson að endingu.
Golf Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Handbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira