Óhætt er að segja að Kanye sé búinn að vera duglegur í sumar, en hann hefur gefið út tvær plötur sjálfur og útsett 3 aðrar fyrir listamennina Pusha T, Teyana Taylor og Nas.
Lagið opnar á þessum fleygu orðum:
„Ertu með sjúkar hugsanir? Ég er með meira af þeim, áttu mágkonu sem þú vilt sofa hjá? Ég á fjórar af þeim“
Hér á Kanye við systur eiginkonu sinnar, sem hafa allar gert garðinn frægan í raunveruleikaþáttunum Keeping Up With The Kardashians.
Titill lagsins, „XTCY,“ vísar í alsælu. Óvíst er hvort um eiturlyfið eða tilfinninguna sé að ræða en Kanye rappar í lok lags: „Ég hugsaði um þetta allt á alsælu.“
Hér að neðan er hægt að hlusta á umrætt lag.