Birgir Leifur fullur sjáfstrausts: „Getum bætt við öðru gulli á morgun“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. ágúst 2018 19:45 Fjórmenningarnir með verðlaunin í dag Vísir/Getty Ísland varð Evrópumeistari í blandaðri liðakeppni í golf í dag. Nýkrýndir Evrópumeistarar Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson geta bætt öðru gulli við á morgun. Þeir leika til undanúrslita í liðakeppni í fjórbolta í fyrramálið en í dag var leikið í fjórmenningi í blandaðri liðakeppni í höggleik. „Við eigum góða möguleika á því að bæta við öðru gulli á morgun. Afhverju ekki? Við erum fullir sjálfstrausts,“ er haft eftir Birgi í fréttatilkynningu um úrslit dagsins. Axel og Birgir Leifur spiluðu með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur og Valdísi Þóru Jónsdóttur í dag og léku þau öll á alls oddi. „Golf er alltaf að stækka á Íslandi. Þetta er kannski ekki stærsta atvinnumannaíþróttin okkar en golf er sú íþrótt sem flestir stunda,“ sagði Axel Bóasson. Undanúrslitaleikur Axels og Birgis hefst klukkan 7 að íslenskum tíma í fyrramálið. Úrslitaleikurinn og leikurinn um bronsið fara fram eftir hádegi á morgun. Golf Tengdar fréttir Íslenska liðið Evrópumeistari í golfi Ísland er Evrópumeistari í blandaðri liðakeppni í golfi eftir frábæra spilamennsku íslensku kylfinganna á Gleneagles golfsvæðinu í Skotlandi í dag. 11. ágúst 2018 16:58 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ísland varð Evrópumeistari í blandaðri liðakeppni í golf í dag. Nýkrýndir Evrópumeistarar Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson geta bætt öðru gulli við á morgun. Þeir leika til undanúrslita í liðakeppni í fjórbolta í fyrramálið en í dag var leikið í fjórmenningi í blandaðri liðakeppni í höggleik. „Við eigum góða möguleika á því að bæta við öðru gulli á morgun. Afhverju ekki? Við erum fullir sjálfstrausts,“ er haft eftir Birgi í fréttatilkynningu um úrslit dagsins. Axel og Birgir Leifur spiluðu með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur og Valdísi Þóru Jónsdóttur í dag og léku þau öll á alls oddi. „Golf er alltaf að stækka á Íslandi. Þetta er kannski ekki stærsta atvinnumannaíþróttin okkar en golf er sú íþrótt sem flestir stunda,“ sagði Axel Bóasson. Undanúrslitaleikur Axels og Birgis hefst klukkan 7 að íslenskum tíma í fyrramálið. Úrslitaleikurinn og leikurinn um bronsið fara fram eftir hádegi á morgun.
Golf Tengdar fréttir Íslenska liðið Evrópumeistari í golfi Ísland er Evrópumeistari í blandaðri liðakeppni í golfi eftir frábæra spilamennsku íslensku kylfinganna á Gleneagles golfsvæðinu í Skotlandi í dag. 11. ágúst 2018 16:58 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Íslenska liðið Evrópumeistari í golfi Ísland er Evrópumeistari í blandaðri liðakeppni í golfi eftir frábæra spilamennsku íslensku kylfinganna á Gleneagles golfsvæðinu í Skotlandi í dag. 11. ágúst 2018 16:58