Draumur að spila með Magga Benedikt Bóas skrifar 27. ágúst 2018 06:00 Vintage Caravan spilaði með Magga Kjartans á Eistnaflugi árið 2015 og tókst með þeim góður vinskapur. „Ef ég hefði sagt við sjálfan mig þegar ég var 13 ára að ég myndi vinna með Magga Kjartans þá hefði ég eflaust orðið agndofa. Ég var heltekinn af Lifun þegar ég var yngri og hef hlustað á hana oftar en nokkra aðra plötu,“ segir Óskar Logi Ágústsson, söngvari og lagasmiður Vintage Caravan. Hljómsveitin fagnar útgáfu nýrrar breiðskífu, Gateways, með tónleikum í Iðnó á föstudaginn. Platan verður flutt í heild sinni með hjálp aukahljóðfæraleikara sem komu við sögu í upptökuferlinu, meðal annars Magga Kjartans. „Ég hef aldrei farið úr rokkinu. Þetta er eins og að vera með ólæknandi sjúkdóm,“ segir píanóleikarinn geðþekki. „Ég kynntist þeim þegar ég fór með þeim á Eistnaflug árið 2015. Þar spiluðum við Lifun með þá fremsta í flokki. Ég fór svo að fylgjast með þeim spila sitt efni síðar á Eistnaflugi og ég varð alveg gáttaður á hæfileikunum,“ bætir hann við.Magnús kom í stúdíóið og heilsaði upp á hljómsveitina. Heyrði eitt lag og vildi bæta við píanóhljómum við. Mætti daginn eftir með Fender píanóið og hlóð í.Óskar segir að lagið sé sett saman úr tveimur lögum og ekki samið með Magga í huga. Hann hafi kíkt til þeirra í upptökur á Gateways og heyrt að þarna mætti bæta inn píanói. „Honum fannst hann heyra píanó sem myndi passa inn í lagið og kom daginn eftir og spilaði. Hann tók tvö rennsli og bombaði þessu svo inn og gerði það frábærlega.“ Magnús bætir við að nafnið á hljómsveitinni beri þeir með rentu. „Þeir eru allir forfallnir fortíðardýrkendur í músík, hlusta mikið á bönd eins og Led Zeppelin, Deep Purple og fleiri. Þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér og ég hlakka mjög til að fá plötuna.“ Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Tónlist Tengdar fréttir Hljóðfæri Vintage Caravan týnd á Spáni Martraðarflugferð hljómsveitarinnar The Vintage Caravan með flugfélaginu Vueling frá Barcelona lauk þannig að þeir fóru heim tómhentir. Engin hljóðfæri voru um borð og bíða þeir og vona það besta. 9. ágúst 2018 06:00 Komnir í hóp með stórstjörnum Rokkhljómsveitin The Vintage Caravan er komin undir hatt bókunarfyrirtækisins X-Ray Touring og slæst þar í hóp með mörgum stórstjörnum. Fyrsta lagið af nýrri plötu sveitarinnar er komið í spilun. 2. júlí 2018 06:00 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
„Ef ég hefði sagt við sjálfan mig þegar ég var 13 ára að ég myndi vinna með Magga Kjartans þá hefði ég eflaust orðið agndofa. Ég var heltekinn af Lifun þegar ég var yngri og hef hlustað á hana oftar en nokkra aðra plötu,“ segir Óskar Logi Ágústsson, söngvari og lagasmiður Vintage Caravan. Hljómsveitin fagnar útgáfu nýrrar breiðskífu, Gateways, með tónleikum í Iðnó á föstudaginn. Platan verður flutt í heild sinni með hjálp aukahljóðfæraleikara sem komu við sögu í upptökuferlinu, meðal annars Magga Kjartans. „Ég hef aldrei farið úr rokkinu. Þetta er eins og að vera með ólæknandi sjúkdóm,“ segir píanóleikarinn geðþekki. „Ég kynntist þeim þegar ég fór með þeim á Eistnaflug árið 2015. Þar spiluðum við Lifun með þá fremsta í flokki. Ég fór svo að fylgjast með þeim spila sitt efni síðar á Eistnaflugi og ég varð alveg gáttaður á hæfileikunum,“ bætir hann við.Magnús kom í stúdíóið og heilsaði upp á hljómsveitina. Heyrði eitt lag og vildi bæta við píanóhljómum við. Mætti daginn eftir með Fender píanóið og hlóð í.Óskar segir að lagið sé sett saman úr tveimur lögum og ekki samið með Magga í huga. Hann hafi kíkt til þeirra í upptökur á Gateways og heyrt að þarna mætti bæta inn píanói. „Honum fannst hann heyra píanó sem myndi passa inn í lagið og kom daginn eftir og spilaði. Hann tók tvö rennsli og bombaði þessu svo inn og gerði það frábærlega.“ Magnús bætir við að nafnið á hljómsveitinni beri þeir með rentu. „Þeir eru allir forfallnir fortíðardýrkendur í músík, hlusta mikið á bönd eins og Led Zeppelin, Deep Purple og fleiri. Þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér og ég hlakka mjög til að fá plötuna.“
Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Tónlist Tengdar fréttir Hljóðfæri Vintage Caravan týnd á Spáni Martraðarflugferð hljómsveitarinnar The Vintage Caravan með flugfélaginu Vueling frá Barcelona lauk þannig að þeir fóru heim tómhentir. Engin hljóðfæri voru um borð og bíða þeir og vona það besta. 9. ágúst 2018 06:00 Komnir í hóp með stórstjörnum Rokkhljómsveitin The Vintage Caravan er komin undir hatt bókunarfyrirtækisins X-Ray Touring og slæst þar í hóp með mörgum stórstjörnum. Fyrsta lagið af nýrri plötu sveitarinnar er komið í spilun. 2. júlí 2018 06:00 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Hljóðfæri Vintage Caravan týnd á Spáni Martraðarflugferð hljómsveitarinnar The Vintage Caravan með flugfélaginu Vueling frá Barcelona lauk þannig að þeir fóru heim tómhentir. Engin hljóðfæri voru um borð og bíða þeir og vona það besta. 9. ágúst 2018 06:00
Komnir í hóp með stórstjörnum Rokkhljómsveitin The Vintage Caravan er komin undir hatt bókunarfyrirtækisins X-Ray Touring og slæst þar í hóp með mörgum stórstjörnum. Fyrsta lagið af nýrri plötu sveitarinnar er komið í spilun. 2. júlí 2018 06:00