Lífið

Ætluðu að ræna hús Demi Lovato á meðan hún var í meðferð

Sylvía Hall skrifar
Demi Lovato dvelur nú á meðferðarstofnun.
Demi Lovato dvelur nú á meðferðarstofnun. Vísir/Getty
Lögreglan í Los Angeles handtóku hóp manna sem ætluðu sér að ræna hús Demi Lovato á meðan hún var í meðferð.

Lovato fór í meðferð í sumar eftir að hún var hætt komin vegna fíkniefnaneyslu, en grunur leikur á að söngkonan hafi tekið of stóran skammt af heróíni.

Sjá einnig: Demi Lovato var í mikilli lífshættu og er á leiðinni í meðferð

Lögregla hefur undir höndum samskipti milli mannanna þar sem þeir skipuleggja ránið, en talið er að hugmyndin hafi kveiknað eftir að fréttir bárust af viðkvæmu ástandi söngkonunnar.

Sem stendur er söngkonan enn í meðferð, en hún greindi frá því fyrr í sumar að hún hafi fallið í baráttu sinni þegar hún gaf út lagið „Sober“. Í laginu biður hún aðstandendur sína og aðdáendur afsökunar á því að hafa valdið þeim vonbrigðum.

Lovato hefur talað opinskátt um fíkniefnavanda sinn, en hún hafði verið edrú í sjö ár þegar hún féll.


Tengdar fréttir

Demi Lovato útskrifuð af sjúkrahúsi

Bandaríska söngkonan Demi Lovato hefur yfirgefið Cedars-Sinai sjúkrahúsið, hvar hún hefur dvalið síðastliðnar vikur eftir að hafa verið lögð þar inn vegna ofneyslu fíkniefna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.