Lífið

Hús við Akureyri meðal sérkennilegustu leigumöguleika Airbnb

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstaklega fallegt hús við Akureyri.
Einstaklega fallegt hús við Akureyri.
Leigusíðan Airbnb fagnar tíu ár afmæli sínu í þessum mánuði en hægt er að leigja sér íbúð í gegnum síðuna í 81 þúsund borgum í 191 landi víðsvegar um heiminn.

Vefsíðan Independent hefur tekið saman lista yfir tíu sérkennilegustu leigumöguleika Airbnb og eins gefur að skilja eru möguleikarnir jafn misjafnir og þeir eru margir.

Til að mynda er hægt að gista í flugvél í Frakklandi, trjákofa á Ítalíu og margir fleiri sérstakir staðir.

Pétur Haukur ratar á listann en hann leigir út fallegt hús á Vaðlaheiði við Akureyri og segir í lýsingu eignarinnar að aðeins taki tíu mínútur að aka til Akureyrar.

Það verður að segjast alveg eins og er að húsið á Akureyri sker sig töluvert úr þessum umræddum lista og er raun um að ræða stórglæsilegt einbýli á fallegum stað.

Hér má sjá lista Independent í heild sinni og hér að neðan má sjá valdar myndir af húsinu á Vaðlaheiði.

Útsýnið af pallinum er stórkostlegt.
Húsið er klætt með timbri og er útkoman virkilega smekkleg.
Vaðlaheiðin er falleg á svona degi.
Fallega flotað gólf og skemmtileg setustofa.
Til samanburðar er hægt að gista í þessari flugvél í vesturhluta Frakklands.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.