Ræða Madonnu til heiðurs Arethu Franklin gagnrýnd Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. ágúst 2018 06:05 Madonna á tónlistarhátíðinni í gær. Vísir/EPA Poppdrottningin Madonna hitti ekki í mark með framkomu sinni á MTV tónlistarhátíðinni í gærkvöldi. AP greinir frá. Ræða hennar til heiðurs Arethu Franklin heitinni þótti með eindæmum egósentrísk og veltu margir fjölmiðlamenn fyrir sér hvers vegna poppdrottningin hefði verið fengin til að heiðra Franklin á þessum tímamótum. Madonna var klædd til heiðurs Franklin og greip orðið áður en hún afhenti Camilu Cabello verðlaun fyrir besta myndband ársins. Hún fór ítarlega yfir eigin feril, hvernig hann hófst og vatt fram áður en hún þakkaði Franklin fyrir veittan stuðning. Cabello steig svo á svið og veitti verðlaunum viðtöku fyrir myndbandið við lagið Havana og tilkeinkaði Madonnu, sem varð sextug á dögunum, verðlaunin. Stutt myndband var spilað sem sýndi brot af fyrri hluta ferils Franklin áður en Madonna sagði söngkonuna hafa haft mikil áhrif á feril hennar. Lagið Respect, eitt frægasta lag Franklin, hljómaði á meðan kreditlistinn fyrir útsendingu kvöldsins birtist á skjánum. Ekkert tónlistaratriði var á dagskrá til að heiðra Franklin. Sumir gagnrýndu klæðaburð Madonnu en enn fleiri fyrir að stela athyglinni í eina hluta hátíðarinnar þar sem stefnt var að því að heiðra Franklin. Hún hefði miklu frekar heiðrað sjálfa sig. „Ég skil ekkert,“ sagði útvarpsmaðurinn Charlamagne Tha God á Twitter. „Ég hélt að Madonna ætti að heiðra Franklin en ég heyrði hana aðeins heiðra sjálfa sig.“ I'm so lost. I thought Madonna was supposed to be paying homage to Aretha but I all heard was her paying homage to herself. HEAVY on the Mayonnaise......— Charlamagne Tha God (@cthagod) August 21, 2018 Eftir að hafa rifjað upp þegar hún flutti frá Detroit á unglingsaldri með augun á tónlistarbransanum spurði Madonna salinn: „Þið eruð líklega að velta því fyrir ykkur hvers vegna ég er að segja ykkur þetta.“ Já, hugsuðu eflaust margir en s varið kom ekki strax heldur söng Madonna útgáfu af „You make me feel like a Natural Woman“ áður en hún hélt áfram að minnast ára sinna í París, fátæktar, gítarnáms og þar fram eftir götunum. „Veit Madonna að Madonna er ekki látin?“ spurði Katie Nolan á íþróttastöðinni ESPN á Twitter. Fleiri tóku í sama streng.Marc Snetiker á Entertaiment Weekly hafði sína skoðun.Madonna presents an Aretha Franklin tribute by Madonna featuring Madonna with Madonna and Madonna as “Madonna”— Marc (@MarcSnetiker) August 21, 2018 Madonna var einnig gagnrýnd á Billboard tónlistarhátíðinni árið 2016 þegar hún klæddist Purple Rain búningi til heiðurs Prince sem þá hafði nýlega fallið frá.„Aðeins Madonna myndi segja sögu af sjálfri sér þegar hún ætlaði að heiðra látinna blökkukonu,“ skrifaði einn aðdándi Franklin á Twitter. Tónlist Tengdar fréttir Aretha Franklin er látin Hún var 76 ára gömul og lést vegna krabbameins í brisi. 16. ágúst 2018 14:08 Konan sem heillaði heimsbyggðina í áratugi: Tíu bestu flutningar Arethu Franklin Sálardrottningin Aretha Franklin féll frá í gær 76 ára að aldri vegna krabbameins í brisi. 17. ágúst 2018 10:30 Madonna sextug Poppdrottningin Madonna er 60 ára í dag. Hún er meðal 100 mestu áhrifavalda sögunnar á tískuheiminn. 16. ágúst 2018 06:02 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Sjá meira
Poppdrottningin Madonna hitti ekki í mark með framkomu sinni á MTV tónlistarhátíðinni í gærkvöldi. AP greinir frá. Ræða hennar til heiðurs Arethu Franklin heitinni þótti með eindæmum egósentrísk og veltu margir fjölmiðlamenn fyrir sér hvers vegna poppdrottningin hefði verið fengin til að heiðra Franklin á þessum tímamótum. Madonna var klædd til heiðurs Franklin og greip orðið áður en hún afhenti Camilu Cabello verðlaun fyrir besta myndband ársins. Hún fór ítarlega yfir eigin feril, hvernig hann hófst og vatt fram áður en hún þakkaði Franklin fyrir veittan stuðning. Cabello steig svo á svið og veitti verðlaunum viðtöku fyrir myndbandið við lagið Havana og tilkeinkaði Madonnu, sem varð sextug á dögunum, verðlaunin. Stutt myndband var spilað sem sýndi brot af fyrri hluta ferils Franklin áður en Madonna sagði söngkonuna hafa haft mikil áhrif á feril hennar. Lagið Respect, eitt frægasta lag Franklin, hljómaði á meðan kreditlistinn fyrir útsendingu kvöldsins birtist á skjánum. Ekkert tónlistaratriði var á dagskrá til að heiðra Franklin. Sumir gagnrýndu klæðaburð Madonnu en enn fleiri fyrir að stela athyglinni í eina hluta hátíðarinnar þar sem stefnt var að því að heiðra Franklin. Hún hefði miklu frekar heiðrað sjálfa sig. „Ég skil ekkert,“ sagði útvarpsmaðurinn Charlamagne Tha God á Twitter. „Ég hélt að Madonna ætti að heiðra Franklin en ég heyrði hana aðeins heiðra sjálfa sig.“ I'm so lost. I thought Madonna was supposed to be paying homage to Aretha but I all heard was her paying homage to herself. HEAVY on the Mayonnaise......— Charlamagne Tha God (@cthagod) August 21, 2018 Eftir að hafa rifjað upp þegar hún flutti frá Detroit á unglingsaldri með augun á tónlistarbransanum spurði Madonna salinn: „Þið eruð líklega að velta því fyrir ykkur hvers vegna ég er að segja ykkur þetta.“ Já, hugsuðu eflaust margir en s varið kom ekki strax heldur söng Madonna útgáfu af „You make me feel like a Natural Woman“ áður en hún hélt áfram að minnast ára sinna í París, fátæktar, gítarnáms og þar fram eftir götunum. „Veit Madonna að Madonna er ekki látin?“ spurði Katie Nolan á íþróttastöðinni ESPN á Twitter. Fleiri tóku í sama streng.Marc Snetiker á Entertaiment Weekly hafði sína skoðun.Madonna presents an Aretha Franklin tribute by Madonna featuring Madonna with Madonna and Madonna as “Madonna”— Marc (@MarcSnetiker) August 21, 2018 Madonna var einnig gagnrýnd á Billboard tónlistarhátíðinni árið 2016 þegar hún klæddist Purple Rain búningi til heiðurs Prince sem þá hafði nýlega fallið frá.„Aðeins Madonna myndi segja sögu af sjálfri sér þegar hún ætlaði að heiðra látinna blökkukonu,“ skrifaði einn aðdándi Franklin á Twitter.
Tónlist Tengdar fréttir Aretha Franklin er látin Hún var 76 ára gömul og lést vegna krabbameins í brisi. 16. ágúst 2018 14:08 Konan sem heillaði heimsbyggðina í áratugi: Tíu bestu flutningar Arethu Franklin Sálardrottningin Aretha Franklin féll frá í gær 76 ára að aldri vegna krabbameins í brisi. 17. ágúst 2018 10:30 Madonna sextug Poppdrottningin Madonna er 60 ára í dag. Hún er meðal 100 mestu áhrifavalda sögunnar á tískuheiminn. 16. ágúst 2018 06:02 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Sjá meira
Aretha Franklin er látin Hún var 76 ára gömul og lést vegna krabbameins í brisi. 16. ágúst 2018 14:08
Konan sem heillaði heimsbyggðina í áratugi: Tíu bestu flutningar Arethu Franklin Sálardrottningin Aretha Franklin féll frá í gær 76 ára að aldri vegna krabbameins í brisi. 17. ágúst 2018 10:30
Madonna sextug Poppdrottningin Madonna er 60 ára í dag. Hún er meðal 100 mestu áhrifavalda sögunnar á tískuheiminn. 16. ágúst 2018 06:02