Svekktur og sáttur á sama tíma Hjörvar Ólafsson skrifar 20. ágúst 2018 06:30 Haukur Þrastarson var valinn besti leikmaður mótsins. mynd/heimasíða ehf Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri tapaði fyrir Svíþjóð, 32-27, í úrslitaleik á Evrópumótinu sem fram fór í Króatíu. Eftir sveiflukenndan fyrri hálfleik, þar sem Svíar hófu leikinn betur og íslenska liðinu óx svo ásmegin eftir því sem á leið, var staðan jöfn í hálfleik. Seinni hálfleikur var jafn framan af, en leikmenn Svía höfðu þó frumkvæðið og fóru að lokum með fimm marka sigur af hólmi. Heimir Ríkharðsson, þjálfari liðsins, var svekktur þegar Fréttablaðið ræddi við hann eftir leikinn. Hann vildi þó heldur einblína á þá fjölmörgu jákvæðu punkta sem hægt væri að taka úr mótinu öllu en tapið í úrslitaleiknum. Sem keppnismaður væri hann að sjálfsögðu súr með tapið, en þegar heildarmyndin væri skoðuð ættu menn að fara ánægðir heim. „Við byrjuðum þennan leik illa, en sýndum svo karakter að koma okkur inn í leikinn. Við gerðum hins vegar of mörk tæknimistök í upphafi seinni hálfleiks og það var enginn sem náði að taka af skarið og leiða aðra endurkomu. Því fór sem fór, en ég er ofboðslega sáttur við spilamennsku leikmanna í þessum leik og frammistöðuna á mótinu í heild sinni,“ sagði Heimir um úrslitaleikinn.Heimir Ríkarðsson þjálfari (t.h.) hefur starfað í kringum yngri landslið Ísland í rúm 30 ár en Andrés Kristjánsson (t.v.) fór á sitt fyrsta stórmót sem sjúkraþjálfari með A landsliði karla á HM í Sviss árið 1986.HSÍ„Þegar litið er yfir leiki okkar á mótinu þá eru margir leikmenn sem eru að bæta sig heilmikið og liðsheildin var algerlega frábær. Varnarmennirnir okkar þrír í miðri vörninni voru geggjaðir, Stiven Valencia stóð sig vel bæði í hlutverkinu sem við fólum honum í varnarleiknum og í sóknarleiknum. Viktor Gísli Hallgrímsson varði á löngum köflum frábærlega og Haukur Þrastarson vakti verðskuldaða eftirtekt fyrir frammistöðu sína. Varnarleikurinn var frábær á mótinu og sóknarleikurinn gekk smurt og ég er ánægður með það,“ sagði Heimir. „Mér finnst margt líkt með þessu liði og því sem varð Evrópumeistari í þessum aldursflokki undir minni stjórn árið 2003. Þar voru leikmenn á borð við Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Björgvin Pál Gústavsson sem síðan voru burðarásar í A-landsliðinu í fjölmörg ár. Nú verða þessir leikmenn sem við eigum núna að vera þolinmóðir og leggja hart að sér. Það eru margir leikmenn hér sem hafa alla burði til þess að ná langt, þeir eru hins vegar ungir og eiga fjölmargt eftir ólært. Þeir eiga að mínu mati að halda kyrru fyrir heima næstu misserin og öðlast meiri reynslu með því að leika í Olís-deildinni,“ sagði Heimir um framhaldið hjá lærisveinum sínum. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri tapaði fyrir Svíþjóð, 32-27, í úrslitaleik á Evrópumótinu sem fram fór í Króatíu. Eftir sveiflukenndan fyrri hálfleik, þar sem Svíar hófu leikinn betur og íslenska liðinu óx svo ásmegin eftir því sem á leið, var staðan jöfn í hálfleik. Seinni hálfleikur var jafn framan af, en leikmenn Svía höfðu þó frumkvæðið og fóru að lokum með fimm marka sigur af hólmi. Heimir Ríkharðsson, þjálfari liðsins, var svekktur þegar Fréttablaðið ræddi við hann eftir leikinn. Hann vildi þó heldur einblína á þá fjölmörgu jákvæðu punkta sem hægt væri að taka úr mótinu öllu en tapið í úrslitaleiknum. Sem keppnismaður væri hann að sjálfsögðu súr með tapið, en þegar heildarmyndin væri skoðuð ættu menn að fara ánægðir heim. „Við byrjuðum þennan leik illa, en sýndum svo karakter að koma okkur inn í leikinn. Við gerðum hins vegar of mörk tæknimistök í upphafi seinni hálfleiks og það var enginn sem náði að taka af skarið og leiða aðra endurkomu. Því fór sem fór, en ég er ofboðslega sáttur við spilamennsku leikmanna í þessum leik og frammistöðuna á mótinu í heild sinni,“ sagði Heimir um úrslitaleikinn.Heimir Ríkarðsson þjálfari (t.h.) hefur starfað í kringum yngri landslið Ísland í rúm 30 ár en Andrés Kristjánsson (t.v.) fór á sitt fyrsta stórmót sem sjúkraþjálfari með A landsliði karla á HM í Sviss árið 1986.HSÍ„Þegar litið er yfir leiki okkar á mótinu þá eru margir leikmenn sem eru að bæta sig heilmikið og liðsheildin var algerlega frábær. Varnarmennirnir okkar þrír í miðri vörninni voru geggjaðir, Stiven Valencia stóð sig vel bæði í hlutverkinu sem við fólum honum í varnarleiknum og í sóknarleiknum. Viktor Gísli Hallgrímsson varði á löngum köflum frábærlega og Haukur Þrastarson vakti verðskuldaða eftirtekt fyrir frammistöðu sína. Varnarleikurinn var frábær á mótinu og sóknarleikurinn gekk smurt og ég er ánægður með það,“ sagði Heimir. „Mér finnst margt líkt með þessu liði og því sem varð Evrópumeistari í þessum aldursflokki undir minni stjórn árið 2003. Þar voru leikmenn á borð við Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Björgvin Pál Gústavsson sem síðan voru burðarásar í A-landsliðinu í fjölmörg ár. Nú verða þessir leikmenn sem við eigum núna að vera þolinmóðir og leggja hart að sér. Það eru margir leikmenn hér sem hafa alla burði til þess að ná langt, þeir eru hins vegar ungir og eiga fjölmargt eftir ólært. Þeir eiga að mínu mati að halda kyrru fyrir heima næstu misserin og öðlast meiri reynslu með því að leika í Olís-deildinni,“ sagði Heimir um framhaldið hjá lærisveinum sínum.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða