Júníus Meyvant gefur út nýtt lag í dag Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2018 06:00 High Alert eftir Júníus Meyvant er hægt að nálgast meðal annars á Spotify SIGRÍÐUR UNNUR LÚÐVÍKSDÓTTIR Nýtt lag eftir Júníus Meyvant hefur litið dagsins ljós. High Alert er aðgengilegt á öllum helstu tónlistarveitum. Lagið er eitt af mörgum af nýrri plötu sem kemur út 9. nóvember nk. og fær platan nafnið Across the Borders. „Nafnið á plötunni vísar í raun í tvennt. Annars vegar hefur nafnið ákveðna tilvísun í flóttamenn og lokun á einstaklinga sem eiga það svo sannarlega ekki skilið,“ segir Unnar Gísli Sigurmundsson, maðurinn á bak við Júníus Meyvant. Tónlist hans hefur verið mikið spiluð á öldum ljósvakans enda um að ræða ljúft og notalegt þjóðlagapopp sem óhætt er að segja að höfði til flestra áheyrenda. „Það er ástand í heiminum í dag. Fyrir mig sem Íslending þá tengi ég ekki við það að vera smár í stóru samfélagi. Við erum svo dekruð hérna heima. En ég get reynt að ímynda mér hversu illa mér myndi líða, ef allt væri hrifsað af mér.“ Unnar Gísli segir að platan snúi einnig að tilhneigingu fólks til þess að leita að einhverju sem það telur betra en það sem er til staðar nú þegar. „Hins vegar erum við sem einstaklingar alltaf að leita hinum megin að því sem er grænna. Við erum alltaf á leiðinni yfir einhver landamæri í lífinu. Svo er í rauninni hægt að fara endalaust með þessa hugmynd.“Fluttur aftur á heimaslóðir Fyrstu tónleikarnir af nýju plötunni verða á Iceland Airwaves, sem haldin er 7.–10. nóvember. „Eftir Iceland Airwaves held ég í Evróputúr í febrúar. Í framhaldi af því verða það Bandaríkin. Hver veit nema ég endi á tónleikum í heimabænum, ef maður verður ekki púaður niður á Airwaves,“ segir Unnar Gísli og hlær en hann er fluttur aftur til Vestmanneyja þar sem hann er fæddur og uppalinn. Flutningarnir leggjast vel í fjölskylduna sem varð eiginlega fyrir slysni. „Við vorum bara að skoða fasteignir í Vestmannaeyjum upp á grínið. Svo fundum við þetta hús og urðum bara ástfangin af því. Svo gekk þetta bara allt upp líkt og það hafi verið skrifað í skýin,“ segir Unnar Gísli en fjölskyldan flutti í júní. „Maður fær aðeins meira fyrir peninginn en í borginni. Okkur líður þó líka vel í Reykjavík, ég finn ekki fyrir neinu áreiti í Reykjavík og það er yndislegt að búa þar en það er mikil friðsæld hérna. Konan mín elskar þoku svo það kemur sér því vel að búa hérna.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Fleiri fréttir Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Sjá meira
Nýtt lag eftir Júníus Meyvant hefur litið dagsins ljós. High Alert er aðgengilegt á öllum helstu tónlistarveitum. Lagið er eitt af mörgum af nýrri plötu sem kemur út 9. nóvember nk. og fær platan nafnið Across the Borders. „Nafnið á plötunni vísar í raun í tvennt. Annars vegar hefur nafnið ákveðna tilvísun í flóttamenn og lokun á einstaklinga sem eiga það svo sannarlega ekki skilið,“ segir Unnar Gísli Sigurmundsson, maðurinn á bak við Júníus Meyvant. Tónlist hans hefur verið mikið spiluð á öldum ljósvakans enda um að ræða ljúft og notalegt þjóðlagapopp sem óhætt er að segja að höfði til flestra áheyrenda. „Það er ástand í heiminum í dag. Fyrir mig sem Íslending þá tengi ég ekki við það að vera smár í stóru samfélagi. Við erum svo dekruð hérna heima. En ég get reynt að ímynda mér hversu illa mér myndi líða, ef allt væri hrifsað af mér.“ Unnar Gísli segir að platan snúi einnig að tilhneigingu fólks til þess að leita að einhverju sem það telur betra en það sem er til staðar nú þegar. „Hins vegar erum við sem einstaklingar alltaf að leita hinum megin að því sem er grænna. Við erum alltaf á leiðinni yfir einhver landamæri í lífinu. Svo er í rauninni hægt að fara endalaust með þessa hugmynd.“Fluttur aftur á heimaslóðir Fyrstu tónleikarnir af nýju plötunni verða á Iceland Airwaves, sem haldin er 7.–10. nóvember. „Eftir Iceland Airwaves held ég í Evróputúr í febrúar. Í framhaldi af því verða það Bandaríkin. Hver veit nema ég endi á tónleikum í heimabænum, ef maður verður ekki púaður niður á Airwaves,“ segir Unnar Gísli og hlær en hann er fluttur aftur til Vestmanneyja þar sem hann er fæddur og uppalinn. Flutningarnir leggjast vel í fjölskylduna sem varð eiginlega fyrir slysni. „Við vorum bara að skoða fasteignir í Vestmannaeyjum upp á grínið. Svo fundum við þetta hús og urðum bara ástfangin af því. Svo gekk þetta bara allt upp líkt og það hafi verið skrifað í skýin,“ segir Unnar Gísli en fjölskyldan flutti í júní. „Maður fær aðeins meira fyrir peninginn en í borginni. Okkur líður þó líka vel í Reykjavík, ég finn ekki fyrir neinu áreiti í Reykjavík og það er yndislegt að búa þar en það er mikil friðsæld hérna. Konan mín elskar þoku svo það kemur sér því vel að búa hérna.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Fleiri fréttir Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Sjá meira