Skemmtilegasti áratugur lífsins er framundan Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. ágúst 2018 06:00 Sigrún er leiðsögumaður og vinnur einnig við að velja leikara í kvikmyndir, sjónvarp og auglýsingar Fréttablaðið/Ernir „Það er óþyrmileg áminning um að maður sé að verða aldurhniginn að fá svona símtal,“ segir Sigrún Sól Ólafsdóttir leikkona, þegar ég slæ á þráðinn og falast eftir viðtali vegna fimmtugsafmælisins í dag. „Nei, ég er bara að grínast,“ bætir hún svo við hlæjandi. „Mér finnast þetta skemmtileg tímamót og tek þeim bara fagnandi. Ég er að ferðast um með fólki frá Bandaríkjunum og konurnar í hópnum keppast við að sannfæra mig um að tímabilið milli 50 og 60 sé skemmtilegasti áratugur lífsins. Ég tek mark á þeim þannig að ég hlakka bara til.“ Sigrún kveðst vera stödd í Efstadal í Bláskógabyggð. Hún er sem sagt leiðsögumaður meðal annars. „Ég er með marga hatta,“ segir hún. „Er leiðsögumaður og svo vinn ég við leikaraval í kvikmyndir, sjónvarp og auglýsingar, er með eigið fyrirtæki sem heitir Iceland Casting og held námskeið fyrir leikara líka sem vilja endurmennta sig og halda áfram að byggja ofan á þekkinguna.“Þannig að þú hefur nóg að gera. „Já, ég er mikið á faraldsfæti og það er mjög gaman. Er aðallega að ferðast með Bandaríkjamenn og Þjóðverja hér um landið og svo fer ég líka með þá og aðra hópa til Grænlands og Íslendinga til Þýskalands.“Ertu fjölskyldumanneskja? „Já, ég er einstæð móðir með þrjá stráka, sá elsti að verða tvítugur. Ég er að koma í bæinn á afmælinu og þeir ætla að fagna með mér.“Heldurðu að þeir baki skúffuköku? „Nei, ég held að við förum út að borða. En fyrst ætla vinir mínir að fara með mig að Kleifarvatni að synda. Það verður spes. Ég hef ánetjast sjósundinu á þessu ári og nú er komið að ferskvatnssundi í náttúrunni á fimmtugsafmælinu. Svo er Afríkuferð í tilefni þess fram undan í vetur. Tímasetning er ekki alveg komin en það er Tansanía sem er í sigti.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Sjá meira
„Það er óþyrmileg áminning um að maður sé að verða aldurhniginn að fá svona símtal,“ segir Sigrún Sól Ólafsdóttir leikkona, þegar ég slæ á þráðinn og falast eftir viðtali vegna fimmtugsafmælisins í dag. „Nei, ég er bara að grínast,“ bætir hún svo við hlæjandi. „Mér finnast þetta skemmtileg tímamót og tek þeim bara fagnandi. Ég er að ferðast um með fólki frá Bandaríkjunum og konurnar í hópnum keppast við að sannfæra mig um að tímabilið milli 50 og 60 sé skemmtilegasti áratugur lífsins. Ég tek mark á þeim þannig að ég hlakka bara til.“ Sigrún kveðst vera stödd í Efstadal í Bláskógabyggð. Hún er sem sagt leiðsögumaður meðal annars. „Ég er með marga hatta,“ segir hún. „Er leiðsögumaður og svo vinn ég við leikaraval í kvikmyndir, sjónvarp og auglýsingar, er með eigið fyrirtæki sem heitir Iceland Casting og held námskeið fyrir leikara líka sem vilja endurmennta sig og halda áfram að byggja ofan á þekkinguna.“Þannig að þú hefur nóg að gera. „Já, ég er mikið á faraldsfæti og það er mjög gaman. Er aðallega að ferðast með Bandaríkjamenn og Þjóðverja hér um landið og svo fer ég líka með þá og aðra hópa til Grænlands og Íslendinga til Þýskalands.“Ertu fjölskyldumanneskja? „Já, ég er einstæð móðir með þrjá stráka, sá elsti að verða tvítugur. Ég er að koma í bæinn á afmælinu og þeir ætla að fagna með mér.“Heldurðu að þeir baki skúffuköku? „Nei, ég held að við förum út að borða. En fyrst ætla vinir mínir að fara með mig að Kleifarvatni að synda. Það verður spes. Ég hef ánetjast sjósundinu á þessu ári og nú er komið að ferskvatnssundi í náttúrunni á fimmtugsafmælinu. Svo er Afríkuferð í tilefni þess fram undan í vetur. Tímasetning er ekki alveg komin en það er Tansanía sem er í sigti.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Sjá meira