Chris Pine skilur ekki af hverju áhorfendur ræða bara um lim hans eftir að hafa séð Outlaw King Birgir Olgeirsson skrifar 8. september 2018 22:10 Chris Pine sem Robert Bruce í myndinni Outlaw King. Netflix Chris Pine á erfitt með að skilja hvers vegna getnaðarlimur hans fær svo mikla athygli frá áhorfendum sem hafa séð nýjustu kvikmynd hans Outlaw King. Myndin var frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto í vikunni. Hún segir frá ævi Roberts Bruce sem var krýndu konungur Skota árið 1306 eftir baráttu um sjálfstæði frá konungveldi Englendinga. Leikarinn telur það segja ýmislegt um samfélagið í dag að á meðan mikið er um gróft ofbeldi í myndinni þá virðist sú staðreynd að hann kemur nakinn fram fá mesta umtalið.Myndin er framleidd af streymisveitunni Netflix en þeir sem kæra sig ekki um að fá frekari upplýsingar um söguþráð myndarinnar ættu að láta staðar numið við lestur þessarar greinar.Myndin hefur ekki náð að heilla gagnrýnendur sérstaklega en þó sögð eiga sína spretti.Netflix.Pine leikur Robert Bruce í myndinni sem hefur ekki náð að heilla gagnrýnendur sérstaklega.Gagnrýndi Hollywood Reporter segir myndina nokkuð þunglamalega en að hún eigi sína spretti. „Pine leggur sig allan fram við að túlka Robert en kvikmyndagerðarmennirnir eiga erfitt með að gera hann að sannfærandi karakter,“ segir í dóminum. Þá segir gagnrýnandinn myndina nokkuð langdregna og að það þurfi að bíða í þó nokkra stund eftir einhverjum átökum Skota við Englendinga.Gagnrýnandi Variety er á sama máli en hann segir Outlaw King aldrei ná þeim kvikmyndum sem hún reynir að herma eftir í gæðum. Á vef E-News er greint frá því að mest öll umræða um myndina á samfélagsmiðlum hafi snúist um kynfæri Chris Pine.Sagði áhorfendur hafa tekið andköf Blaðamaður Vulture gerði mikið úr nektarsenum Chris Pine í myndinni. Ræddi hann fyrstu nektarsenuna og tók fram að áhorfendur hefðu tekið andköf. „En þeir höfðu ekki hugmynd um að þetta var aðeins forsmekkurinn,“ skrifar Nate Jones. „Þetta er nekt sem þú sérð alla jafna ekki frá karlkyns leikurum,“ bætir Jones og sagði að þessar senur ættu vafalaust eftir að verða fyrirferðarmiklar á myndbandasíðum. Þessi umræða var borin undir Chris Pine en hann sagði við E-News að honum þætti hún að einhverju leyti fyndin. Sagði hann afar blóðugt ofbeldi í þessari mynd og fjöldinn allur afhöfðaður. „En samt vill fólk tala um liminn minn. Ég held að þetta segi eitthvað um samfélagið okkar þegar fólk er rekið á hol hvað eftir annað í kvikmynd, en settið á karlmanni er það sem vekur áhuga.“ Hann ræddi einnig nekt á skjánum við Cosmopolitian í fyrra þar sem hann sagði: „Mér finnst viðhorf samfélagsins til nektar svo heimskulegt. Í hvert sinn sem fólk fer úr rúmi í kvikmynd þá hylur konan brjóstin og karlinn kynfæri sín. Þannig er ekki raunveruleikinn. Ef þú ferð fram úr, vertu þá bara nakinn. Það er það sem fólk gerir.“ Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Khalid kemur út úr skápnum Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Chris Pine á erfitt með að skilja hvers vegna getnaðarlimur hans fær svo mikla athygli frá áhorfendum sem hafa séð nýjustu kvikmynd hans Outlaw King. Myndin var frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto í vikunni. Hún segir frá ævi Roberts Bruce sem var krýndu konungur Skota árið 1306 eftir baráttu um sjálfstæði frá konungveldi Englendinga. Leikarinn telur það segja ýmislegt um samfélagið í dag að á meðan mikið er um gróft ofbeldi í myndinni þá virðist sú staðreynd að hann kemur nakinn fram fá mesta umtalið.Myndin er framleidd af streymisveitunni Netflix en þeir sem kæra sig ekki um að fá frekari upplýsingar um söguþráð myndarinnar ættu að láta staðar numið við lestur þessarar greinar.Myndin hefur ekki náð að heilla gagnrýnendur sérstaklega en þó sögð eiga sína spretti.Netflix.Pine leikur Robert Bruce í myndinni sem hefur ekki náð að heilla gagnrýnendur sérstaklega.Gagnrýndi Hollywood Reporter segir myndina nokkuð þunglamalega en að hún eigi sína spretti. „Pine leggur sig allan fram við að túlka Robert en kvikmyndagerðarmennirnir eiga erfitt með að gera hann að sannfærandi karakter,“ segir í dóminum. Þá segir gagnrýnandinn myndina nokkuð langdregna og að það þurfi að bíða í þó nokkra stund eftir einhverjum átökum Skota við Englendinga.Gagnrýnandi Variety er á sama máli en hann segir Outlaw King aldrei ná þeim kvikmyndum sem hún reynir að herma eftir í gæðum. Á vef E-News er greint frá því að mest öll umræða um myndina á samfélagsmiðlum hafi snúist um kynfæri Chris Pine.Sagði áhorfendur hafa tekið andköf Blaðamaður Vulture gerði mikið úr nektarsenum Chris Pine í myndinni. Ræddi hann fyrstu nektarsenuna og tók fram að áhorfendur hefðu tekið andköf. „En þeir höfðu ekki hugmynd um að þetta var aðeins forsmekkurinn,“ skrifar Nate Jones. „Þetta er nekt sem þú sérð alla jafna ekki frá karlkyns leikurum,“ bætir Jones og sagði að þessar senur ættu vafalaust eftir að verða fyrirferðarmiklar á myndbandasíðum. Þessi umræða var borin undir Chris Pine en hann sagði við E-News að honum þætti hún að einhverju leyti fyndin. Sagði hann afar blóðugt ofbeldi í þessari mynd og fjöldinn allur afhöfðaður. „En samt vill fólk tala um liminn minn. Ég held að þetta segi eitthvað um samfélagið okkar þegar fólk er rekið á hol hvað eftir annað í kvikmynd, en settið á karlmanni er það sem vekur áhuga.“ Hann ræddi einnig nekt á skjánum við Cosmopolitian í fyrra þar sem hann sagði: „Mér finnst viðhorf samfélagsins til nektar svo heimskulegt. Í hvert sinn sem fólk fer úr rúmi í kvikmynd þá hylur konan brjóstin og karlinn kynfæri sín. Þannig er ekki raunveruleikinn. Ef þú ferð fram úr, vertu þá bara nakinn. Það er það sem fólk gerir.“
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Khalid kemur út úr skápnum Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira