Wow Air gefur út skuldabréf fyrir allt að 13 milljarða og stefnir á skráningu í Frankfurt Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. september 2018 21:00 Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air. Vísir/Anton Brink Samkvæmt skilmálum skuldabréfaútboðs Wow Air, sem Vísir hefur undir höndum, gefur félagið út skuldabréf fyrir allt að 100 milljónir evra, jafnvirði 13 milljarða króna. Þá stefnir Wow Air á skráningu á hlutabréfamarkað í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi „eins fljótt og hægt er.“ Samkvæmt skilmálunum þarf Wow Air að standast ströng álagspróf vegna eiginfjár og lausafjár og þarf að bæta upplýsingagjöf til fjárfesta. Skuldabréfin verða gefin út til þriggja ára og eru þau tryggð með veði í öllum hlutabréfum í Wow Air og dótturfélaga þess. Nafnverð hvers bréfs nemur 100.000 evrum, jafnvirði 13 milljóna króna og ber það 3 mánaða Euribor-vexti (-0,319 prósent) auk vaxtaálags sem áður hefur verið upplýst um að verði 9 prósent en er ekki tilgreint í skilmálunum sjálfum. Vextir upp á 9 prósent þykir býsna gott eins og aðstæður eru núna að sögn sérfræðinga á fjármálamarkaði sem Vísir hefur rætt við. Eins og fram hefur komið er það norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities sem annast skuldabréfaútboðið fyrir Wow Air. Þarf að standast ströng álagspróf Í skilmálum koma fram lánaskilmálar með gjaldfellingarheimildum sem kveða á um að framkvæmd sérstakra álagsprófa þar sem bæði lausfjár- og eiginfjárstaða Wow Air má ekki fara undir tiltekin mörk. Þar kemur fram að álagspróf vegna eiginfjár muni fara fram árlega í lok þriðja ársfjórðungs og í því megi eigið fé Wow Air ekki fara undir 25 milljónir dollara, janvirði 2,8 milljarða króna, fyrstu 12 mánuði eftir útgáfudag skuldabréfs. Og ekki undir 30 milljónir dollara í ár þar á eftir. Tveimur árum eftir útgáfudag má eigið fé ekki vera undir 35 milljónum dollara, jafnvirði 3,9 milljarða króna. Áður hefur verið upplýst að eigið fé Wow Air var 1,5 milljarðar króna í lok júní síðastliðins. Fyrsta álagspróf vegna eigin fjár á að fara fram hinn 30. september næstkomandi. Afsláttur á hlutabréfum gæti hækkað upp í 25% Þá verður fjárfestum sem kaupa skuldabréfin gert kleift að skrá sig fyrir kauprétti að hlutabréfum í Wow Air sem nema helmingi af nafnverði skuldabréfs sem þeir kaupa. Gildir kauprétturinn í 5 ár frá útgáfudegi skuldabréfs. Þá munu þeir fá hlutabréfin í fyrirhugaðri skráningu félagsins á verði sem verður 20 prósent lægra en skráningargengi náist að skrá Wow Air á hlutabréfamarkað innan tveggja ára frá útgáfudegi skuldabréfanna. Náist það ekki hækkar þessi afsláttur á hlutabréfunum upp í 25 prósent eftir að tvö ár eru liðin frá útgáfudegi og fram að lokum gildistíma kaupréttarins, þ.e. 5 ár frá útgáfudegi. Í sérstakri greiningu sem Pareto Securities vann vegna skuldabréfaútboðsins fyrir sléttri viku, hinn 31. ágúst, kemur fram að Wow Air stefni að skráningu á hlutabréfamarkað í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi „eins fljótt og hægt er.“Þá tekur Wow Air á sig ýmsar skuldbindingar í formi bættrar upplýsingagjafar til fjárfesta. Wow Air skuldbindur sig til að birta endurskoða ársreikninga á heimasíðu félagsins eigi síðar en 4 mánuðum eftir lok hvers rekstrarárs. Þetta verður talsverð breyting enda hefur félagið ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2017. Stefna á skráningu í hlutabréfamarkað í kauphöllinni í Frankfurt Það hefur um nokkra hríð legið fyrir að Wow Air stefni á skráningu á hlutabréfamarkað og eins og er rakið er framar fá fjárfestar sem kaupa skuldabréf í útboðinu, sem nú stendur yfir, bæði kauprétt að hlutabréfum þegar félagið verður skráð og afslátt af skráningargengi þegar þar að kemur. Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, hefur áður upplýst að það komi til greina að skrá félagið í erlendri kauphöll. Fram kemur í nýrri greiningu (credit analysis) sem unnin var af Pareto Securities fyrir skuldabréfaútboðið hinn 31. ágúst sl. og Vísir hefur undir höndum að Wow Air stefni á skráningu á hlutabréfamarkað í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi „eins fljótt og hægt er“ eftir að skuldabréfaútboðinu lýkur. Þá kemur fram í þessari sömu greiningu að Wow Air stefnir að því að stækka flugflota sinn á næstu 18 mánuðum til að þjónusta flug til og frá Indlandi en Indlandsmarkaður sé sá markaður sem sé í hvað örustum vexti í flugi á heimsvísu. Þar segir jafnframt að Wow Air verði fyrsta evrópska flugfélagið sem muni fljúga í beinu flugi frá Indlandi til Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna. Skuldabréfaútboðinu átti að ljúka í dag en ekki liggur fyrir hver eftirspurnin var í því. Samkvæmt upplýsingum Vísis var útboðið kynnt fyrir öllum helstu lífeyrissjóðum landsins áður en ráðist var í kynningu á því erlendis en ekki hefur fengist staðfest að neinn þeirra hafi tekið þátt. Ekki hefur náðst í Skúla Mogensen vegna málsins í dag. Þá hefur hann ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis vegna málsins. Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Samkvæmt skilmálum skuldabréfaútboðs Wow Air, sem Vísir hefur undir höndum, gefur félagið út skuldabréf fyrir allt að 100 milljónir evra, jafnvirði 13 milljarða króna. Þá stefnir Wow Air á skráningu á hlutabréfamarkað í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi „eins fljótt og hægt er.“ Samkvæmt skilmálunum þarf Wow Air að standast ströng álagspróf vegna eiginfjár og lausafjár og þarf að bæta upplýsingagjöf til fjárfesta. Skuldabréfin verða gefin út til þriggja ára og eru þau tryggð með veði í öllum hlutabréfum í Wow Air og dótturfélaga þess. Nafnverð hvers bréfs nemur 100.000 evrum, jafnvirði 13 milljóna króna og ber það 3 mánaða Euribor-vexti (-0,319 prósent) auk vaxtaálags sem áður hefur verið upplýst um að verði 9 prósent en er ekki tilgreint í skilmálunum sjálfum. Vextir upp á 9 prósent þykir býsna gott eins og aðstæður eru núna að sögn sérfræðinga á fjármálamarkaði sem Vísir hefur rætt við. Eins og fram hefur komið er það norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities sem annast skuldabréfaútboðið fyrir Wow Air. Þarf að standast ströng álagspróf Í skilmálum koma fram lánaskilmálar með gjaldfellingarheimildum sem kveða á um að framkvæmd sérstakra álagsprófa þar sem bæði lausfjár- og eiginfjárstaða Wow Air má ekki fara undir tiltekin mörk. Þar kemur fram að álagspróf vegna eiginfjár muni fara fram árlega í lok þriðja ársfjórðungs og í því megi eigið fé Wow Air ekki fara undir 25 milljónir dollara, janvirði 2,8 milljarða króna, fyrstu 12 mánuði eftir útgáfudag skuldabréfs. Og ekki undir 30 milljónir dollara í ár þar á eftir. Tveimur árum eftir útgáfudag má eigið fé ekki vera undir 35 milljónum dollara, jafnvirði 3,9 milljarða króna. Áður hefur verið upplýst að eigið fé Wow Air var 1,5 milljarðar króna í lok júní síðastliðins. Fyrsta álagspróf vegna eigin fjár á að fara fram hinn 30. september næstkomandi. Afsláttur á hlutabréfum gæti hækkað upp í 25% Þá verður fjárfestum sem kaupa skuldabréfin gert kleift að skrá sig fyrir kauprétti að hlutabréfum í Wow Air sem nema helmingi af nafnverði skuldabréfs sem þeir kaupa. Gildir kauprétturinn í 5 ár frá útgáfudegi skuldabréfs. Þá munu þeir fá hlutabréfin í fyrirhugaðri skráningu félagsins á verði sem verður 20 prósent lægra en skráningargengi náist að skrá Wow Air á hlutabréfamarkað innan tveggja ára frá útgáfudegi skuldabréfanna. Náist það ekki hækkar þessi afsláttur á hlutabréfunum upp í 25 prósent eftir að tvö ár eru liðin frá útgáfudegi og fram að lokum gildistíma kaupréttarins, þ.e. 5 ár frá útgáfudegi. Í sérstakri greiningu sem Pareto Securities vann vegna skuldabréfaútboðsins fyrir sléttri viku, hinn 31. ágúst, kemur fram að Wow Air stefni að skráningu á hlutabréfamarkað í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi „eins fljótt og hægt er.“Þá tekur Wow Air á sig ýmsar skuldbindingar í formi bættrar upplýsingagjafar til fjárfesta. Wow Air skuldbindur sig til að birta endurskoða ársreikninga á heimasíðu félagsins eigi síðar en 4 mánuðum eftir lok hvers rekstrarárs. Þetta verður talsverð breyting enda hefur félagið ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2017. Stefna á skráningu í hlutabréfamarkað í kauphöllinni í Frankfurt Það hefur um nokkra hríð legið fyrir að Wow Air stefni á skráningu á hlutabréfamarkað og eins og er rakið er framar fá fjárfestar sem kaupa skuldabréf í útboðinu, sem nú stendur yfir, bæði kauprétt að hlutabréfum þegar félagið verður skráð og afslátt af skráningargengi þegar þar að kemur. Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, hefur áður upplýst að það komi til greina að skrá félagið í erlendri kauphöll. Fram kemur í nýrri greiningu (credit analysis) sem unnin var af Pareto Securities fyrir skuldabréfaútboðið hinn 31. ágúst sl. og Vísir hefur undir höndum að Wow Air stefni á skráningu á hlutabréfamarkað í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi „eins fljótt og hægt er“ eftir að skuldabréfaútboðinu lýkur. Þá kemur fram í þessari sömu greiningu að Wow Air stefnir að því að stækka flugflota sinn á næstu 18 mánuðum til að þjónusta flug til og frá Indlandi en Indlandsmarkaður sé sá markaður sem sé í hvað örustum vexti í flugi á heimsvísu. Þar segir jafnframt að Wow Air verði fyrsta evrópska flugfélagið sem muni fljúga í beinu flugi frá Indlandi til Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna. Skuldabréfaútboðinu átti að ljúka í dag en ekki liggur fyrir hver eftirspurnin var í því. Samkvæmt upplýsingum Vísis var útboðið kynnt fyrir öllum helstu lífeyrissjóðum landsins áður en ráðist var í kynningu á því erlendis en ekki hefur fengist staðfest að neinn þeirra hafi tekið þátt. Ekki hefur náðst í Skúla Mogensen vegna málsins í dag. Þá hefur hann ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis vegna málsins.
Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira