Bíó og sjónvarp

Reyndi að setja sig inn í heim Magneu

Benedikt Bóas skrifar
Kristín var að sjálfsögðu mætt á forsýningu myndarinnar á þriðjudag. Hér ásamt Hildi Karen. Myndin verður frumsýnd á föstudag.
Kristín var að sjálfsögðu mætt á forsýningu myndarinnar á þriðjudag. Hér ásamt Hildi Karen. Myndin verður frumsýnd á föstudag. Fréttablaðið/Ernir
Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir þreif ekki á sér húðina, sat í sminkstólnum í um 90 mínútur á dag og lagði ansi mikið á sig til að ná gervi Magneu í kvikmyndinni Lof mér að falla. Kristín Júlla förðunarmeistari sá um gervið í myndinni og þó hún vinni bak við myndavélina er hún ein stærsta stjarna myndarinnar. Öll gervi í myndinni eru ótrúlega góð. 

„Ég undirbjó mig eins vel og ég gat. Hitti fólk, las mér til, horfði á heimildarmyndir og reyndi virkilega að setja mig inn í þennan heim. Kristín Júlla er auðvitað séní. Við vorum saman um 90 mínútur til tvo tíma. Það þurfti að breyta tönnunum og ég reyndi nú að hjálpa til með því að þrífa ekki á mér andlitið,“ segir hún og hlær. „Þetta heppnaðist vel í þessu tilviki en hún Kristín Júlla er auðvitað töfrakona. Ég reyndi að gera mitt en hún gerði töfra og það gerði Eva Vala búningahönnuður líka, þær eru magnaðar.”

Kristín og aðrir leikarar og leikstjórinn flugu til Toronto í gær þar sem myndin verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í dag. Hún verður sýnd hér á landi á morgun.

„Það var krefjandi að leika hlutverk Magneu en á sama tíma mikill heiður að taka þátt í að segja þessa sögu og vinna með svona ótrúlega hæfileikaríku og mögnuðu fólki.“

Kristín Þóra verður í Þjóðleikhúsinu í vetur, í tveimur sýningum. Samþykki sem verður sýnd í lok október og Loddaranum eftir Moli­ère sem sýnd verður í apríl.

.


Tengdar fréttir

Nú eru dópistarnir úti um allt og bara á djamminu

Baldvin Z kvikmyndaleikstjóri og ung kona í bata frá fíkniefnaneyslu lýsa ferlinu við gerð kvikmyndarinnar Lof mér að falla. Raunverulegar sögur ungra stelpna í neyslu eru uppistaða myndarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.