Formaður ólympíunefndarinnar vill ekki að keppt verði í „morðingjaleikjum“ Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2018 16:18 E-sports er heiti tölvuleikjakeppna sem njóta mikilla vinsælda á heimsvísu og arðbærar atvinnumannadeildir og mót eru haldin víða um heiminn á hverju ári. Vísir/EPA Thomas Bach, formaður alþjóðlegu ólympíunefndarinnar, segir að þar sem svokallaðar e-sports hylli ofbeldi og mismunum. Því sé ekki tækt að keppa í slíku á ólympíuleikunum. E-sports er heiti tölvuleikjakeppna sem njóta mikilla vinsælda á heimsvísu og arðbærar atvinnumannadeildir og mót eru haldin víða um heiminn á hverju ári. Þetta kom fram í viðtali AP fréttaveitunnar við Bach þar sem rætt var við hann á Asíuleikunum. Þar var nú keppt í tölvuleikjum í fyrsta sinn. Keppt var í Arena of Valor, Clash Royale, Hearthstone, League of Legends, Pro Evolution Soccer og StarCraft II.Bach virtist þó sérstaklega andsnúinn skotleikjum. „Svo kallaðir morðingjaleikir. Þeir, frá okkar sjónarhóli, eru þvert á gildi ólympíuleikanna og eru því óásættanlegir,“ sagði hann. Formaðurinn keppti á árum áður í skylmingum, sem ganga eðli málsins samkvæmt út á að stinga andstæðinga með sverði, og sömuleiðis er keppt í hnefaleikum og öðrum bardagaíþróttum á ólympíuleikunum. Bach segir það þó ekki álíkt leikjum sem eru, samkvæmt honum, ofbeldisfullir. „Auðvitað á hver bardagaíþrótt uppruna sinn í raunverulegum bardögum á milli fólks. Íþróttir eru þó siðmenntuð tjáning þessa. Ef þú ert með e-leiki sem snúa að því að drepa einhvern, þá er það ekki samkvæmt ólympískum gildum okkar.“ Leikjavísir Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Thomas Bach, formaður alþjóðlegu ólympíunefndarinnar, segir að þar sem svokallaðar e-sports hylli ofbeldi og mismunum. Því sé ekki tækt að keppa í slíku á ólympíuleikunum. E-sports er heiti tölvuleikjakeppna sem njóta mikilla vinsælda á heimsvísu og arðbærar atvinnumannadeildir og mót eru haldin víða um heiminn á hverju ári. Þetta kom fram í viðtali AP fréttaveitunnar við Bach þar sem rætt var við hann á Asíuleikunum. Þar var nú keppt í tölvuleikjum í fyrsta sinn. Keppt var í Arena of Valor, Clash Royale, Hearthstone, League of Legends, Pro Evolution Soccer og StarCraft II.Bach virtist þó sérstaklega andsnúinn skotleikjum. „Svo kallaðir morðingjaleikir. Þeir, frá okkar sjónarhóli, eru þvert á gildi ólympíuleikanna og eru því óásættanlegir,“ sagði hann. Formaðurinn keppti á árum áður í skylmingum, sem ganga eðli málsins samkvæmt út á að stinga andstæðinga með sverði, og sömuleiðis er keppt í hnefaleikum og öðrum bardagaíþróttum á ólympíuleikunum. Bach segir það þó ekki álíkt leikjum sem eru, samkvæmt honum, ofbeldisfullir. „Auðvitað á hver bardagaíþrótt uppruna sinn í raunverulegum bardögum á milli fólks. Íþróttir eru þó siðmenntuð tjáning þessa. Ef þú ert með e-leiki sem snúa að því að drepa einhvern, þá er það ekki samkvæmt ólympískum gildum okkar.“
Leikjavísir Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira