Davíð Þór: Á svona degi eru fá lið sem standast okkur snúning Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 2. september 2018 19:55 Davíð fagnar ásamt dóttur sinni eftir leikinn í kvöld. vísir/daníel FH vann í dag gríðarlega mikilvægan sigur gegn KR í Pepsi-deild karla í baráttunni um fjórða sæti deildarinnar en efstu fjögur liðin taka þátt í Evrópukeppninni á næsta tímabili. Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH var auðvitað á sínum stað á miðjunni. „Þá værum við örugglega búnir að vinna deildina, það er því miður ekki þannig en við allavega stigum upp í dag og það var frábært. Frábær liðsframmistaða, þeir fengu varla færi leiknum held ég, við börðumst virkilega vel og sóttum hratt og vel á þá,” sagði Davíð aðspurður að því hvort að liðið væri ekki að berjast eitthvað meira en fjórða sætið ef það hefði spilað svona í allt sumar. Hvaðan kom þetta, hvaðan kom þessi frammistaða, akkúrat núna í þessari stöðu eftir þetta erfiða sumar? „Það er erfitt að segja. Mér hefur fundist við alveg vera með tendensa í það að svona valta yfir lið, við höfum gert mikið af svona einföldum mistökum sem hafa verið auðvelt að koma í veg fyrir og fengið á okkur og hleypt liðum inn í leikinn." „Tökum Fylkisleikinn sem dæmi þar sem þeir komust varla fram yfir miðju í fyrri hálfleik og svo gefum við þeim mark í upphafi seinni hálfleiks og þá svona gefum við hinum liðunum séns á að komast inn í leikinn á móti okkur.” „En við bara tókum þennan leik eiginlega bara föstum tökum frá byrjun, við vorum bara dálítið direct, fórum bara á bak við þá og hérna, ég veit það ekki. Við þurfum að fara í einhverja rannsóknarvinnu afhverju við náðum þessu ekki fyrr en núna þannig að við getum verið klárir á næsta tímabili,” en lifir Evrópudraumurinn ekki núna? „Jú jú, að sjálfsögðu, KR er ennþá bæði kannski með léttara prógram og eins og þú segir með þessi tvö mörk. Þetta var einn leikur og við eigum þrjá leiki eftir og við þurfum að ná þremur svona leikjum til að bara eiga möguleika á því að ná þessu fjórða sæti og það er bara það sem við þurfum að gera og ætlum okkur að gera.” „Við vitum það alveg að á svona degi þá, þá eru fá lið sem standast okkur snúning hérna á Íslandi, þannig að við þurfum að finna þetta aftur, þá tvo sunnudaga sem við eigum eftir að spila og svo laugardaginn í síðustu umferðinni, það er bara þannig,” sagði Davíð þegar hann var spurður hvort að liðið ætlaði ekki bara að reyna að endurtaka þessa frammistöðu í seinustu þrem leikjum tímabilsins. FH þarf að vinna upp tveggja marka forskot KR í markatölu ef þeir ætla að enda í fjórða sæti í lok sumars. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Sjá meira
FH vann í dag gríðarlega mikilvægan sigur gegn KR í Pepsi-deild karla í baráttunni um fjórða sæti deildarinnar en efstu fjögur liðin taka þátt í Evrópukeppninni á næsta tímabili. Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH var auðvitað á sínum stað á miðjunni. „Þá værum við örugglega búnir að vinna deildina, það er því miður ekki þannig en við allavega stigum upp í dag og það var frábært. Frábær liðsframmistaða, þeir fengu varla færi leiknum held ég, við börðumst virkilega vel og sóttum hratt og vel á þá,” sagði Davíð aðspurður að því hvort að liðið væri ekki að berjast eitthvað meira en fjórða sætið ef það hefði spilað svona í allt sumar. Hvaðan kom þetta, hvaðan kom þessi frammistaða, akkúrat núna í þessari stöðu eftir þetta erfiða sumar? „Það er erfitt að segja. Mér hefur fundist við alveg vera með tendensa í það að svona valta yfir lið, við höfum gert mikið af svona einföldum mistökum sem hafa verið auðvelt að koma í veg fyrir og fengið á okkur og hleypt liðum inn í leikinn." „Tökum Fylkisleikinn sem dæmi þar sem þeir komust varla fram yfir miðju í fyrri hálfleik og svo gefum við þeim mark í upphafi seinni hálfleiks og þá svona gefum við hinum liðunum séns á að komast inn í leikinn á móti okkur.” „En við bara tókum þennan leik eiginlega bara föstum tökum frá byrjun, við vorum bara dálítið direct, fórum bara á bak við þá og hérna, ég veit það ekki. Við þurfum að fara í einhverja rannsóknarvinnu afhverju við náðum þessu ekki fyrr en núna þannig að við getum verið klárir á næsta tímabili,” en lifir Evrópudraumurinn ekki núna? „Jú jú, að sjálfsögðu, KR er ennþá bæði kannski með léttara prógram og eins og þú segir með þessi tvö mörk. Þetta var einn leikur og við eigum þrjá leiki eftir og við þurfum að ná þremur svona leikjum til að bara eiga möguleika á því að ná þessu fjórða sæti og það er bara það sem við þurfum að gera og ætlum okkur að gera.” „Við vitum það alveg að á svona degi þá, þá eru fá lið sem standast okkur snúning hérna á Íslandi, þannig að við þurfum að finna þetta aftur, þá tvo sunnudaga sem við eigum eftir að spila og svo laugardaginn í síðustu umferðinni, það er bara þannig,” sagði Davíð þegar hann var spurður hvort að liðið ætlaði ekki bara að reyna að endurtaka þessa frammistöðu í seinustu þrem leikjum tímabilsins. FH þarf að vinna upp tveggja marka forskot KR í markatölu ef þeir ætla að enda í fjórða sæti í lok sumars.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Sjá meira