Lífið

Surströmming áskorunin reyndist erfiðari en við var að búast

Stefán Árni Pálsson skrifar
Klee G gerir þetta líklega ekki aftur.
Klee G gerir þetta líklega ekki aftur.
Breska konan Klee G ákvað að taka gríðarlega erfiðari áskorun og var það að borða surströmming beint frá Svíþjóð.

Surströmming er síld sem er látin gerjast í viðartunnum í nokkra mánuði og síðar komið fyrir í niðursuðudósum þar sem gerjunin heldur áfram. Dósin bólgnar þá út, en þegar hún er opnuð gýs upp fnykur sem þykir minna á rotin egg.

Surströmming er gömul og fín sænsk hefð sem nær aftur til sextándu aldar þegar saltskortur kom upp á tímum Gustavs Vasa og þá fyrst og fremst í norðurhluta landsins.

Margir hafa reynt við þessa áskorun og hér að neðan má sá niðurstöðuna hjá Klee.

Drengirnir í 70 mínútum reynu þetta á sínum tíma og ekki gekk það vel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×