Fyrsta heimsókn UFC til Rússlands Pétur Marinó Jónsson skrifar 15. september 2018 12:00 Vinskapur hjá Hunt og Oleinik fyrir bardaga þeirra. Vísir/Getty UFC heldur sitt fyrsta bardagakvöld í Rússlandi í dag. UFC hefur lengi reynt að komast inn á rússneska markaðinn og verða það þeir Mark Hunt og Aleksei Oleinik sem mætast í aðalbardaganum í kvöld. UFC hefur talað um að halda bardagakvöld í Rússlandi í langan tíma. Því markmiði verður loksins náð í kvöld þegar þeir halda bardagakvöld í minni kantinum á Olimpiyskiy Stadium í Moskvu. Talið var að fyrsta heimsókn UFC til Rússlands yrði risastór enda hafa bardagasamtökin svo lengi reynt að komast þar inn. Bardagaaðdáendur í Rússlandi vonuðust eftir því að sjá Rússann Khabib Nurmagomedov mæta Conor McGregor í höfuðborginni og sérstaklega eftir að Dana White, forseti UFC, sagði að Conor hefði óskað eftir því að berjast við Khabib í Rússlandi. Sá bardagi mun hins vegar fara fram í Las Vegas þann 6. október. Þegar bardagakvöldið var fyrst gert opinbert bauðst hver einasti Rússi í UFC til þess að berjast á bardagakvöldinu. Það var þó Rússinn Aleksei Oleinik sem var valinn í aðalbardaga kvöldsins. Oleinik er fæddur og uppalinn í Úkraínu en fékk rússneskan ríkisborgararétt árið 2015. Upphaflega átti Oleinik að mæta Fabricio Werdum en þegar Werdum féll á lyfjaprófi kom Mark Hunt í hans stað (Werdum fékk svo í vikunni tveggja ára keppnisbann). Stílar Hunt og Oleinik gætu ekki verið ólíkari en Hunt leitast eingöngu eftir rothögginu á meðan Oleinik leitast nær eingöngu eftir uppgjafartakinu. Báðir eiga þeir það sameiginlegt að vera í eldri kantinum miðað við bardagamann í UFC og hafa séð tímana tvenna. Mark Hunt er 44 ára gamall og er með yfir 70 bardaga í kickboxi og MMA. Oleinik er 41 árs og með 68 bardaga í MMA. Mikil reynsla þarna á ferð. Heimamaðurinn Oleinik hefur klárað 46 af 56 sigrum sínum með uppgjafartaki sem er mögnuð tölfræði. 13 sinnum hefur hann unnið eftir svo kallaða Ezekiel hengingu og er það met í MMA. Oleinik fer í henginguna úr furðulegustu stöðum í gólfinu og nær að klára menn á einhvern ótrúlegan hátt. Oleinik sagði þó fyrr í vikunni að það gæti verið erfitt að ná Hunt í þessa mögnuðu hengingu enda er Hunt með svo „stóran og feitan“ háls. Bardaginn gæti orðið áhugaverður en það má segja að stóru kallarnir fái sviðsljósið í kvöld. Andrei Arlovski mætir Shamil Abdurakhimov í þungavigt og þá munum við sjá endurkomu Nikita Krylov í UFC en hann mætir Jan Blachowicz í léttþungavigt. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport 3 en bein útsending hefst kl. 18:00. MMA Tengdar fréttir Drullaði yfir forseta UFC á Instagram UFC-bardagakappinn Mark Hunt brjálaðist er hann var tekinn af UFC-kvöldi í Sydney. Hann drullaði yfir forseta UFC, Dana White, og hótar málsókn. 12. október 2017 13:00 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Hafnaði risasamningi Risanna og verður áfram Hrútur Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Telur ólöglega lyfjanotkun bara betur falda í dag Skuggi yfir fyrsta heimaleik San Diego Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Sjá meira
UFC heldur sitt fyrsta bardagakvöld í Rússlandi í dag. UFC hefur lengi reynt að komast inn á rússneska markaðinn og verða það þeir Mark Hunt og Aleksei Oleinik sem mætast í aðalbardaganum í kvöld. UFC hefur talað um að halda bardagakvöld í Rússlandi í langan tíma. Því markmiði verður loksins náð í kvöld þegar þeir halda bardagakvöld í minni kantinum á Olimpiyskiy Stadium í Moskvu. Talið var að fyrsta heimsókn UFC til Rússlands yrði risastór enda hafa bardagasamtökin svo lengi reynt að komast þar inn. Bardagaaðdáendur í Rússlandi vonuðust eftir því að sjá Rússann Khabib Nurmagomedov mæta Conor McGregor í höfuðborginni og sérstaklega eftir að Dana White, forseti UFC, sagði að Conor hefði óskað eftir því að berjast við Khabib í Rússlandi. Sá bardagi mun hins vegar fara fram í Las Vegas þann 6. október. Þegar bardagakvöldið var fyrst gert opinbert bauðst hver einasti Rússi í UFC til þess að berjast á bardagakvöldinu. Það var þó Rússinn Aleksei Oleinik sem var valinn í aðalbardaga kvöldsins. Oleinik er fæddur og uppalinn í Úkraínu en fékk rússneskan ríkisborgararétt árið 2015. Upphaflega átti Oleinik að mæta Fabricio Werdum en þegar Werdum féll á lyfjaprófi kom Mark Hunt í hans stað (Werdum fékk svo í vikunni tveggja ára keppnisbann). Stílar Hunt og Oleinik gætu ekki verið ólíkari en Hunt leitast eingöngu eftir rothögginu á meðan Oleinik leitast nær eingöngu eftir uppgjafartakinu. Báðir eiga þeir það sameiginlegt að vera í eldri kantinum miðað við bardagamann í UFC og hafa séð tímana tvenna. Mark Hunt er 44 ára gamall og er með yfir 70 bardaga í kickboxi og MMA. Oleinik er 41 árs og með 68 bardaga í MMA. Mikil reynsla þarna á ferð. Heimamaðurinn Oleinik hefur klárað 46 af 56 sigrum sínum með uppgjafartaki sem er mögnuð tölfræði. 13 sinnum hefur hann unnið eftir svo kallaða Ezekiel hengingu og er það met í MMA. Oleinik fer í henginguna úr furðulegustu stöðum í gólfinu og nær að klára menn á einhvern ótrúlegan hátt. Oleinik sagði þó fyrr í vikunni að það gæti verið erfitt að ná Hunt í þessa mögnuðu hengingu enda er Hunt með svo „stóran og feitan“ háls. Bardaginn gæti orðið áhugaverður en það má segja að stóru kallarnir fái sviðsljósið í kvöld. Andrei Arlovski mætir Shamil Abdurakhimov í þungavigt og þá munum við sjá endurkomu Nikita Krylov í UFC en hann mætir Jan Blachowicz í léttþungavigt. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport 3 en bein útsending hefst kl. 18:00.
MMA Tengdar fréttir Drullaði yfir forseta UFC á Instagram UFC-bardagakappinn Mark Hunt brjálaðist er hann var tekinn af UFC-kvöldi í Sydney. Hann drullaði yfir forseta UFC, Dana White, og hótar málsókn. 12. október 2017 13:00 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Hafnaði risasamningi Risanna og verður áfram Hrútur Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Telur ólöglega lyfjanotkun bara betur falda í dag Skuggi yfir fyrsta heimaleik San Diego Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Sjá meira
Drullaði yfir forseta UFC á Instagram UFC-bardagakappinn Mark Hunt brjálaðist er hann var tekinn af UFC-kvöldi í Sydney. Hann drullaði yfir forseta UFC, Dana White, og hótar málsókn. 12. október 2017 13:00