„Allan tímann er ég að hugsa, ég er að fara deyja“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. september 2018 14:30 Sólmundur fór í gegnum lífið í spjalli við Snorra Björns. „Það var alveg þannig að ég var farinn að staðna en svo bara fékk ég krabbamein og það bjargaði mér,“ segir Sólmundur Hólm Sólmundarson í viðtali við Snorra Björnsson sem heldur úti hlaðvarpsþættinum The Snorri Björns Show. Sóli greinist með krabbamein í lok ársins 2017 og þá ákvað hann að elta markmiðin sín og skilja meira eftir sig í lífinu. Sólmundur fór í raun og veru yfir ævi sína í tveggja klukkustunda spjalla við Snorra. „Ég var farinn að hjakka í sama farinu. Alltaf eins gigg, aftur og aftur og þetta var bara orðið allt of þægilegt. Ég var ekki á nokkurn hátt að vaxa sem skemmtikraftur. Ég var ekki að ögra mér neitt og var hræddur um að gera eitthvað meira, eins og að vera með mitt eigið show. Svo lendir maður í því að greinast með krabbamein sumarið 2017 og það er ógeðslega mikilvæg lexía. Ég hugsaði bara að ég er heppinn að fá krabbamein sem hægt er að lækna og ég er heppinn að svara lyfjunum svo ég geti losnað við þetta, sem eru bara forréttindi. En ef ég hefði ekki gert það og ég hefði bara dáið? Fyrir hvað hefði ég verið minnst? Jú ég væri búinn að skemmta á ógeðslega mörgum árshátíðum þar sem fólk var blindfullt og man kannski ekki eftir því. Mér fannst það bara ekki nógu mikið til að skilja eftir,“ segir Sólmundur sem ákvað þá að þegar hann kæmi til baka myndi hann ekki fara í sama far.Vildi ekki vannýta hæfileika sína „Ég ákvað bara að frumsýna mitt eigið show eftir veikindin og ef ég myndi ekki gera það þá, þá myndi ég aldrei gera það. Fyrst ég gat sigrast á krabbameini þá hlýt ég að geta verið með mitt eigið uppistand. Þetta ýtti mér út í það að vannýta ekki hæfileika mína. Ég var ekki að fullnýta hæfileika mína og var ekki að gera það sem ég get gert og ögra sjálfum mér og þessi veikindi ýttu á mig og ég bara hugsaði, gerðu eitthvað drengur.“Sóli Hólm sagði sögu sína í Íslandi í dag á sínum tíma.Stöð 2Sóli hefur verið með sitt eigið uppistand í kjallaranum á Hard Rock undanfarna mánuði og hefur það gengið vel. „Mig langar að skemmta fyrir framan fullt Háskólabíó og ég mun gera það, þó ég þurfi að gefa alla miðana. Ég ætla gera það innan tveggja ára og það er markmiðið,“ segir Sólmundur og bætir við að eftir veikindin hafi hann farið of hratt af stað og á fyrstu sýningunum hafi hann verið andstuttur og orkulaus en skemmtikrafturinn hélt að hann myndi sjálfur aldrei fá krabbamein. „Einhvertímann las ég að einn af hverjum fimm myndi fá krabbamein og við erum fimm manna mjög náinn vinahópur. Þá pældi ég mest í því hver af hinum strákunum myndi frá krabbamein og fór að ímynda mér það. Það yrði aldrei ég sem myndi fá þetta. Krabbamein er stóralvarlegt mál og ég myndi aldrei gera lítið úr því, en ég var bara ógeðslega heppinn. En ég vil samt alveg segja það að krabbamein þarf ekki að vera stórt mál og heimurinn þarf ekki að hrynja þegar þú ert með krabbamein, bara alls ekki. Langflestir sem fá krabbamein í dag læknast af því, en maður heyrir ekkert mikið af því og því miður eru alltof margir sem læknast ekki og deyja,“ segir skemmtikrafturinn og bætir við að þegar hann sagði syni sínum frá því að hann hefði greinst með krabbamein þá hélt drengurinn að faðir hans væri að fara deyja.Sólmundur í lyfjagjöf á Landspítalanum á sínum tíma.Var aldrei lífhræddur „Það er ógeðslega erfitt ferli þegar maður er að greinast. Ég tek eftir kúlu á hálsinum og hélt kannski að ég væri bara með hálsbólgu, einhver eitlastækkun. Ég fer til læknis og viðbrögðin hans sýna að þetta er ekki eðlilegt en sagði ekkert krabbamein við mig. Hann sendir mig í blóðprufu og það koma niðurstöður út úr henni. Þá þarf ég að fara í rannsóknir og það komu ekki góðar niðurstöður út úr þeim. Ég fékk aldrei góðar fréttir og allan tímann er ég að hugsa, ég er að fara deyja. Þegar ég fæ svo að vita að ég sé með krabbamein sem sé hægt að lækna, þá fannst mér aldrei neitt vandamál eftir það.“ Hann var aldrei lífhræddur eftir að hann fékk greininguna hvað þetta væri nákvæmlega. „Þegar ég var í rannsóknunum hélt ég að ég væri með eitthvað krabbamein sem væri búið að dreifa sér út um allan líkamann og ég ætti ár eftir. Þegar maður greinist með þetta þá fær maður einhverja óútskýranlega jákvæðni. Ég ákvað aldrei að vera jákvæður, mér bara leið þannig.“ Hér að neðan má hlusta og sjá þáttinn í heild sinni en umræðan um krabbameinið og viðhorfsbreytingu Sóla hefst eftir rúmlega 56 mínútur. Tengdar fréttir Sóli Hólm berst við krabbamein Segir krabbameinstegundina svara lyfjameðferð yfirleitt vel og batahorfur góðar. 3. október 2017 20:50 Sóli Hólm fór á skeljarnar í París Grínistinn Sólmundur Hólm og fjölmiðlakonan Viktoría Hermannsdóttir trúlofuðu sig í gær. 26. júní 2018 13:04 Sóli Hólm ekki lengur með krabbamein: „Ég er auðvitað í skýjunum “ Engin krabbameinsvirkni mældist í síðustu skoðun. 29. nóvember 2017 19:24 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
„Það var alveg þannig að ég var farinn að staðna en svo bara fékk ég krabbamein og það bjargaði mér,“ segir Sólmundur Hólm Sólmundarson í viðtali við Snorra Björnsson sem heldur úti hlaðvarpsþættinum The Snorri Björns Show. Sóli greinist með krabbamein í lok ársins 2017 og þá ákvað hann að elta markmiðin sín og skilja meira eftir sig í lífinu. Sólmundur fór í raun og veru yfir ævi sína í tveggja klukkustunda spjalla við Snorra. „Ég var farinn að hjakka í sama farinu. Alltaf eins gigg, aftur og aftur og þetta var bara orðið allt of þægilegt. Ég var ekki á nokkurn hátt að vaxa sem skemmtikraftur. Ég var ekki að ögra mér neitt og var hræddur um að gera eitthvað meira, eins og að vera með mitt eigið show. Svo lendir maður í því að greinast með krabbamein sumarið 2017 og það er ógeðslega mikilvæg lexía. Ég hugsaði bara að ég er heppinn að fá krabbamein sem hægt er að lækna og ég er heppinn að svara lyfjunum svo ég geti losnað við þetta, sem eru bara forréttindi. En ef ég hefði ekki gert það og ég hefði bara dáið? Fyrir hvað hefði ég verið minnst? Jú ég væri búinn að skemmta á ógeðslega mörgum árshátíðum þar sem fólk var blindfullt og man kannski ekki eftir því. Mér fannst það bara ekki nógu mikið til að skilja eftir,“ segir Sólmundur sem ákvað þá að þegar hann kæmi til baka myndi hann ekki fara í sama far.Vildi ekki vannýta hæfileika sína „Ég ákvað bara að frumsýna mitt eigið show eftir veikindin og ef ég myndi ekki gera það þá, þá myndi ég aldrei gera það. Fyrst ég gat sigrast á krabbameini þá hlýt ég að geta verið með mitt eigið uppistand. Þetta ýtti mér út í það að vannýta ekki hæfileika mína. Ég var ekki að fullnýta hæfileika mína og var ekki að gera það sem ég get gert og ögra sjálfum mér og þessi veikindi ýttu á mig og ég bara hugsaði, gerðu eitthvað drengur.“Sóli Hólm sagði sögu sína í Íslandi í dag á sínum tíma.Stöð 2Sóli hefur verið með sitt eigið uppistand í kjallaranum á Hard Rock undanfarna mánuði og hefur það gengið vel. „Mig langar að skemmta fyrir framan fullt Háskólabíó og ég mun gera það, þó ég þurfi að gefa alla miðana. Ég ætla gera það innan tveggja ára og það er markmiðið,“ segir Sólmundur og bætir við að eftir veikindin hafi hann farið of hratt af stað og á fyrstu sýningunum hafi hann verið andstuttur og orkulaus en skemmtikrafturinn hélt að hann myndi sjálfur aldrei fá krabbamein. „Einhvertímann las ég að einn af hverjum fimm myndi fá krabbamein og við erum fimm manna mjög náinn vinahópur. Þá pældi ég mest í því hver af hinum strákunum myndi frá krabbamein og fór að ímynda mér það. Það yrði aldrei ég sem myndi fá þetta. Krabbamein er stóralvarlegt mál og ég myndi aldrei gera lítið úr því, en ég var bara ógeðslega heppinn. En ég vil samt alveg segja það að krabbamein þarf ekki að vera stórt mál og heimurinn þarf ekki að hrynja þegar þú ert með krabbamein, bara alls ekki. Langflestir sem fá krabbamein í dag læknast af því, en maður heyrir ekkert mikið af því og því miður eru alltof margir sem læknast ekki og deyja,“ segir skemmtikrafturinn og bætir við að þegar hann sagði syni sínum frá því að hann hefði greinst með krabbamein þá hélt drengurinn að faðir hans væri að fara deyja.Sólmundur í lyfjagjöf á Landspítalanum á sínum tíma.Var aldrei lífhræddur „Það er ógeðslega erfitt ferli þegar maður er að greinast. Ég tek eftir kúlu á hálsinum og hélt kannski að ég væri bara með hálsbólgu, einhver eitlastækkun. Ég fer til læknis og viðbrögðin hans sýna að þetta er ekki eðlilegt en sagði ekkert krabbamein við mig. Hann sendir mig í blóðprufu og það koma niðurstöður út úr henni. Þá þarf ég að fara í rannsóknir og það komu ekki góðar niðurstöður út úr þeim. Ég fékk aldrei góðar fréttir og allan tímann er ég að hugsa, ég er að fara deyja. Þegar ég fæ svo að vita að ég sé með krabbamein sem sé hægt að lækna, þá fannst mér aldrei neitt vandamál eftir það.“ Hann var aldrei lífhræddur eftir að hann fékk greininguna hvað þetta væri nákvæmlega. „Þegar ég var í rannsóknunum hélt ég að ég væri með eitthvað krabbamein sem væri búið að dreifa sér út um allan líkamann og ég ætti ár eftir. Þegar maður greinist með þetta þá fær maður einhverja óútskýranlega jákvæðni. Ég ákvað aldrei að vera jákvæður, mér bara leið þannig.“ Hér að neðan má hlusta og sjá þáttinn í heild sinni en umræðan um krabbameinið og viðhorfsbreytingu Sóla hefst eftir rúmlega 56 mínútur.
Tengdar fréttir Sóli Hólm berst við krabbamein Segir krabbameinstegundina svara lyfjameðferð yfirleitt vel og batahorfur góðar. 3. október 2017 20:50 Sóli Hólm fór á skeljarnar í París Grínistinn Sólmundur Hólm og fjölmiðlakonan Viktoría Hermannsdóttir trúlofuðu sig í gær. 26. júní 2018 13:04 Sóli Hólm ekki lengur með krabbamein: „Ég er auðvitað í skýjunum “ Engin krabbameinsvirkni mældist í síðustu skoðun. 29. nóvember 2017 19:24 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Sóli Hólm berst við krabbamein Segir krabbameinstegundina svara lyfjameðferð yfirleitt vel og batahorfur góðar. 3. október 2017 20:50
Sóli Hólm fór á skeljarnar í París Grínistinn Sólmundur Hólm og fjölmiðlakonan Viktoría Hermannsdóttir trúlofuðu sig í gær. 26. júní 2018 13:04
Sóli Hólm ekki lengur með krabbamein: „Ég er auðvitað í skýjunum “ Engin krabbameinsvirkni mældist í síðustu skoðun. 29. nóvember 2017 19:24