Hagnast um 900 milljónir við söluna Helgi Vífill júlíusson skrifar 12. september 2018 06:00 Viðmælendur Markaðarins segja að viðskipti tengdra aðila er varða kaup skráðs fyrirtækis á hlutabréfamarkaði séu viðkvæm. Vísir/Eyþór Brim, sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar og fjölskyldu, mun hagnast um 900 milljónir króna við söluna á Ögurvík til HB Granda. Brim keypti 34 prósenta hlut í HB Granda í vor og í kjölfarið settist Guðmundur í stól forstjóra útgerðarinnar. Fram hefur komið í Markaðnum að Brim keypti Ögurvík á 11,5 milljarða króna með skuldum árið 2016 og er nú að selja útgerðina á 12,4 milljarða króna með skuldum eða 900 milljónum króna meira en fyrir tveimur árum. Viðmælendur Markaðarins vekja athygli á að Guðmundur hafi skapað tæplega milljarð með sölunni til að fjármagna kaupin á HB Granda. Eftir því sem Markaðurinn kemst næst er kaupverðið nú í takt við það sem aflaheimildir kosta á markaði.Kaupir af sjálfum sér Sú spurning hvort kaup HB Granda á Ögurvík af forstjóra og aðaleiganda HB Granda orki tvímælis hefur vaknað á meðal fólks í atvinnulífinu. Viðmælendur Markaðarins segja að viðskipti tengdra aðila er varða kaup skráðs fyrirtækis á hlutabréfamarkaði séu viðkvæm. „Þetta eru skynsamleg kaup fyrir HB Granda,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, en fjölskylda hans fer fyrir 34 prósenta hlut í útgerðarfélaginu og á Brim að fullu. Hann vekur athygli á að fjölskylda hans fari einungis fyrir rúmum 30 prósentum í HB Granda og að hluthafafundur muni taka endanlega ákvörðun um hvort kaupin á Ögurvík gangi í gegn. Í ljósi þess að kaupin þurfi að koma til kasta hluthafafundar sé kerfið, að sögn Guðmundar, með innbyggða varnagla þegar keyptar séu eignir af tengdum aðilum.Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda.Guðmundur segir að fleiri en einn óháður aðili hafi metið kaupverðið á Ögurvík. Hann segist ekki geta tjáð sig nánar um hverjir önnuðust verðmatið því enn eigi eftir að upplýsa hluthafafund um það. „Mín skoðun er alveg skýr: HB Grandi á að fjárfesta í veiðiheimildum. Mér er alveg sama hvort keypt er af mér eða öðrum. HB Grandi er almenningshlutafélag í sjávarútvegi og þarf að eiga veiðiheimildir,“ segir hann. „Kosturinn við að kaupa aflahlutdeild af fyrirtæki í Reykjavík er að þá þarf HB Grandi ekki að flytja aflahlutdeild á milli sveitarfélaga.“ Að sögn Guðmundar hefur stjórn HB Granda rætt möguleg kaup á Ögurvík í allt sumar. Sömuleiðis hafi verið rætt við aðra stóra hluthafa í fyrirtækinu um kaupin. Spurður hvort Vilhjálmur Vilhjálmsson, sem lét af störfum sem forstjóri HB Granda í sumar, hafi sett sig upp á móti fyrirhuguðum kaupum segir Guðmundur að á síðustu árum hafi eigendahópur útgerðarinnar breyst verulega og að nýir eigendur vilji fjárfesta í auknum aflaheimildum. „Þetta snýst kannski ekki um hvað Vilhjálmur vildi heldur eru það eigendur sem ráða.“Kaup skynsamleg Viðmælendur Markaðarins eru á einu máli um að kaupin sem slík séu skynsamleg. Með þeim megi nýta atvinnutækin með betri hætti, samnýta söluleiðir og fyrirtækin geti skipst á aflaheimildum innbyrðis. Aftur á móti sé tvennt ólíkt að gera réttu hlutina og gera hlutina rétt, eins og einn viðmælandi orðaði það. Augljóst sé að Guðmundur sé að gera réttu hlutina með kaupum á útgerð en tíminn muni leiða í ljós hvort um leið sé hann að gera hlutina rétt. Rétt er að geta þess að kaupverðið á Ögurvík getur tekið leiðréttingum þegar niðurstaða fjárhagsuppgjörs félagsins miðað við 31. ágúst liggur fyrir. Kaupverðið verður greitt í peningum og verður fjármagnað með eigin fé og lánsfé. HB Grandi stefnir á að selja frystitogara sem útgerðin er með í smíðum á Spáni til að fjármagna kaupin á Ögurvík. Smíðaverð skipsins er sex milljarðar króna. Brim og eignarhaldsfélagið Fiskitangi, sem er í eigu Guðmundar, keyptu 34 prósenta hlut í HB Granda fyrir 21,7 milljarða króna af félögum sem Kristján Loftsson er í forsvari fyrir. Fram hefur komið í Markaðnum að Landsbankinn lánaði fyrir kaupunum og skuldbinding Brims gagnvart Landsbankanum nemi yfir 45 milljörðum króna. Skuldir útgerðarinnar nemi orðið yfir 20 prósentum af eiginfjárgrunni bankans eftir að bankinn fjármagnaði kaupin. Samkvæmt reglum Fjármálaeftirlitsins um stórar áhættuskuldbindingar má áhætta banka gagnvart viðskiptavini ekki fara yfir 25 prósent af eiginfjárgrunni bankans. Lánið hafi verið veitt gegn ströngum skilyrðum og þurfti útgerðin að ganga langt í að veðsetja eignir sínar.Þurfa að selja eignir Guðmundur nefnir að Brim hyggist selja eignir til að fjármagna kaupin á HB Granda. „Við sögðum það strax í upphafi að við myndum selja eignir. Það er ekkert leyndarmál.“ Hann segir að það sé nóg af kaupendum að Ögurvík. „Þegar útgerðir eru seldar er fundið gangverð þeirra og heimamenn fá forgang að kaupunum. Annars fara aflaheimildir úr sveitarfélaginu. Þannig hefur það verið í fjölda ára.“ Brim á jafnframt þriðjungshlut í Vinnslustöðinni sem metinn er á 11,5 milljarða króna í bókum útgerðarinnar og selja mætti til að fjármagna kaupin á ráðandi hlut í HB Granda. Aftur á móti er erfiðara að selja hlut í útgerð en útgerð í heilu lagi, eins og í tilviki Ögurvíkur. Fram kemur í ársreikningi að stefnt sé að því að selja hlutinn. Í ársreikningi Brims segir að framkvæmt hafi verið virðismat á rekstrarvirði og upplausnarvirði og bókfært virði standi fyllilega undir því auk þess sem forsvarsmönnum Brims sé kunnugt um að meirihlutaeigendur Vinnslustöðvarinnar hafi keypt í félaginu á svipuðu gengi. Fram hefur komið í Markaðnum að Brim bókfæri hlutinn á nærri tvöfalt meira en sem nemur nýlegu mati sem gert var á Vinnslustöðinni. Eigið fé Brims var 24 milljarðar við árslok og eiginfjárhlutfallið 40 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Sjá meira
Brim, sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar og fjölskyldu, mun hagnast um 900 milljónir króna við söluna á Ögurvík til HB Granda. Brim keypti 34 prósenta hlut í HB Granda í vor og í kjölfarið settist Guðmundur í stól forstjóra útgerðarinnar. Fram hefur komið í Markaðnum að Brim keypti Ögurvík á 11,5 milljarða króna með skuldum árið 2016 og er nú að selja útgerðina á 12,4 milljarða króna með skuldum eða 900 milljónum króna meira en fyrir tveimur árum. Viðmælendur Markaðarins vekja athygli á að Guðmundur hafi skapað tæplega milljarð með sölunni til að fjármagna kaupin á HB Granda. Eftir því sem Markaðurinn kemst næst er kaupverðið nú í takt við það sem aflaheimildir kosta á markaði.Kaupir af sjálfum sér Sú spurning hvort kaup HB Granda á Ögurvík af forstjóra og aðaleiganda HB Granda orki tvímælis hefur vaknað á meðal fólks í atvinnulífinu. Viðmælendur Markaðarins segja að viðskipti tengdra aðila er varða kaup skráðs fyrirtækis á hlutabréfamarkaði séu viðkvæm. „Þetta eru skynsamleg kaup fyrir HB Granda,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, en fjölskylda hans fer fyrir 34 prósenta hlut í útgerðarfélaginu og á Brim að fullu. Hann vekur athygli á að fjölskylda hans fari einungis fyrir rúmum 30 prósentum í HB Granda og að hluthafafundur muni taka endanlega ákvörðun um hvort kaupin á Ögurvík gangi í gegn. Í ljósi þess að kaupin þurfi að koma til kasta hluthafafundar sé kerfið, að sögn Guðmundar, með innbyggða varnagla þegar keyptar séu eignir af tengdum aðilum.Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda.Guðmundur segir að fleiri en einn óháður aðili hafi metið kaupverðið á Ögurvík. Hann segist ekki geta tjáð sig nánar um hverjir önnuðust verðmatið því enn eigi eftir að upplýsa hluthafafund um það. „Mín skoðun er alveg skýr: HB Grandi á að fjárfesta í veiðiheimildum. Mér er alveg sama hvort keypt er af mér eða öðrum. HB Grandi er almenningshlutafélag í sjávarútvegi og þarf að eiga veiðiheimildir,“ segir hann. „Kosturinn við að kaupa aflahlutdeild af fyrirtæki í Reykjavík er að þá þarf HB Grandi ekki að flytja aflahlutdeild á milli sveitarfélaga.“ Að sögn Guðmundar hefur stjórn HB Granda rætt möguleg kaup á Ögurvík í allt sumar. Sömuleiðis hafi verið rætt við aðra stóra hluthafa í fyrirtækinu um kaupin. Spurður hvort Vilhjálmur Vilhjálmsson, sem lét af störfum sem forstjóri HB Granda í sumar, hafi sett sig upp á móti fyrirhuguðum kaupum segir Guðmundur að á síðustu árum hafi eigendahópur útgerðarinnar breyst verulega og að nýir eigendur vilji fjárfesta í auknum aflaheimildum. „Þetta snýst kannski ekki um hvað Vilhjálmur vildi heldur eru það eigendur sem ráða.“Kaup skynsamleg Viðmælendur Markaðarins eru á einu máli um að kaupin sem slík séu skynsamleg. Með þeim megi nýta atvinnutækin með betri hætti, samnýta söluleiðir og fyrirtækin geti skipst á aflaheimildum innbyrðis. Aftur á móti sé tvennt ólíkt að gera réttu hlutina og gera hlutina rétt, eins og einn viðmælandi orðaði það. Augljóst sé að Guðmundur sé að gera réttu hlutina með kaupum á útgerð en tíminn muni leiða í ljós hvort um leið sé hann að gera hlutina rétt. Rétt er að geta þess að kaupverðið á Ögurvík getur tekið leiðréttingum þegar niðurstaða fjárhagsuppgjörs félagsins miðað við 31. ágúst liggur fyrir. Kaupverðið verður greitt í peningum og verður fjármagnað með eigin fé og lánsfé. HB Grandi stefnir á að selja frystitogara sem útgerðin er með í smíðum á Spáni til að fjármagna kaupin á Ögurvík. Smíðaverð skipsins er sex milljarðar króna. Brim og eignarhaldsfélagið Fiskitangi, sem er í eigu Guðmundar, keyptu 34 prósenta hlut í HB Granda fyrir 21,7 milljarða króna af félögum sem Kristján Loftsson er í forsvari fyrir. Fram hefur komið í Markaðnum að Landsbankinn lánaði fyrir kaupunum og skuldbinding Brims gagnvart Landsbankanum nemi yfir 45 milljörðum króna. Skuldir útgerðarinnar nemi orðið yfir 20 prósentum af eiginfjárgrunni bankans eftir að bankinn fjármagnaði kaupin. Samkvæmt reglum Fjármálaeftirlitsins um stórar áhættuskuldbindingar má áhætta banka gagnvart viðskiptavini ekki fara yfir 25 prósent af eiginfjárgrunni bankans. Lánið hafi verið veitt gegn ströngum skilyrðum og þurfti útgerðin að ganga langt í að veðsetja eignir sínar.Þurfa að selja eignir Guðmundur nefnir að Brim hyggist selja eignir til að fjármagna kaupin á HB Granda. „Við sögðum það strax í upphafi að við myndum selja eignir. Það er ekkert leyndarmál.“ Hann segir að það sé nóg af kaupendum að Ögurvík. „Þegar útgerðir eru seldar er fundið gangverð þeirra og heimamenn fá forgang að kaupunum. Annars fara aflaheimildir úr sveitarfélaginu. Þannig hefur það verið í fjölda ára.“ Brim á jafnframt þriðjungshlut í Vinnslustöðinni sem metinn er á 11,5 milljarða króna í bókum útgerðarinnar og selja mætti til að fjármagna kaupin á ráðandi hlut í HB Granda. Aftur á móti er erfiðara að selja hlut í útgerð en útgerð í heilu lagi, eins og í tilviki Ögurvíkur. Fram kemur í ársreikningi að stefnt sé að því að selja hlutinn. Í ársreikningi Brims segir að framkvæmt hafi verið virðismat á rekstrarvirði og upplausnarvirði og bókfært virði standi fyllilega undir því auk þess sem forsvarsmönnum Brims sé kunnugt um að meirihlutaeigendur Vinnslustöðvarinnar hafi keypt í félaginu á svipuðu gengi. Fram hefur komið í Markaðnum að Brim bókfæri hlutinn á nærri tvöfalt meira en sem nemur nýlegu mati sem gert var á Vinnslustöðinni. Eigið fé Brims var 24 milljarðar við árslok og eiginfjárhlutfallið 40 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Sjá meira