Snorri opnar sig um að eiga afmæli 11. september: Upplifir skömm á þessum degi Stefán Árni Pálsson skrifar 11. september 2018 11:30 Snorri Barón er ekkert að skafa af hlutunum. Snorri Barón á afmæli í dag, þann 11. september. Snorri starfar sem almannatengill og ræddi hann við þá Kjartan Atla Kjartansson og Hjörvar Hafliðason í Brennslunni í morgun og opnaði sig um það hvernig er að eiga afmæli á þessum degi. Sautján ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum í Bandaríkjunum 11. september 2001. Þá létust þúsundir eftir að flugvélum var flogið á Tvíburaturnana og landvarnaráðuneytið Pentagon. Snorri var 26 ára þegar atburðirnir áttu sér stað. „Ekki beinlínis, það þarf mikið til að ég fari að gráta en þetta hreyfði djöfulli mikið við mér. Ég er rosalega mikill kani í mér og fór mikið þangað á unglingsárum,“ segir Snorri Barón. „Ég man helvíti vel eftir þessu og það er ekki margt frá árinu 2001 sem ég man vel eftir en ég man alveg í smáatriðum hvernig þetta var. Helvítis Baróninn var í vinnunni og það var verið að heiðra mig. Það voru einhverjir viðskiptavinir mættir þarna og búið að græja köku. Svo öskrar einn vinnufélagi minn innan úr sal: „Það er búið að fljúga á turnana“ og menn henda sér fyrir framan tölvuskjána. Þarna var internetið ekkert á háu menningarstigi en þó þannig að við gátum séð eitthvað smá af þessu og þetta breytti algjörlega stemninguna, það var ekkert verið að fagna afmælinu mínu.“ Hann segist hafa horft á CNN það sem eftir var dags. Snorri bjó sem unglingur í San Diego. „Bandaríkin komu alveg saman í þessu máli og það stóðu allir saman. Það að vera í High School í Bandaríkjunum, þá er alveg drillað vel í mann að elska Bandaríkin og þakka hermönnum fyrir að halda manni frjálsum og bara fá gæsahúð þegar þjóðsöngurinn er spilaður. Ég er miklu hændari af ameríska þjóðsöngnum og peppast allur upp við hann. Mér finnst íslenski þjóðsöngurinn alveg fínn en ameríski þjóðsöngurinn er minn. Trump er minn forseti.“En hvernig hafa afmælisdagarnir verið frá árinu 2001? „Án þess að ég sé að grínast neitt, þá svona upplifi ég skömm á afmælinu mínu. Ég upplifi smá svona að ég eigi ekki að vera njóta þessa dags. Það var tonn af liði sem drapst og það voru ógeðslegir hlutir sem gerðust. Ég á bara að halda kjafti og skammast mín.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Snorra. Brennslan Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Sjá meira
Snorri Barón á afmæli í dag, þann 11. september. Snorri starfar sem almannatengill og ræddi hann við þá Kjartan Atla Kjartansson og Hjörvar Hafliðason í Brennslunni í morgun og opnaði sig um það hvernig er að eiga afmæli á þessum degi. Sautján ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum í Bandaríkjunum 11. september 2001. Þá létust þúsundir eftir að flugvélum var flogið á Tvíburaturnana og landvarnaráðuneytið Pentagon. Snorri var 26 ára þegar atburðirnir áttu sér stað. „Ekki beinlínis, það þarf mikið til að ég fari að gráta en þetta hreyfði djöfulli mikið við mér. Ég er rosalega mikill kani í mér og fór mikið þangað á unglingsárum,“ segir Snorri Barón. „Ég man helvíti vel eftir þessu og það er ekki margt frá árinu 2001 sem ég man vel eftir en ég man alveg í smáatriðum hvernig þetta var. Helvítis Baróninn var í vinnunni og það var verið að heiðra mig. Það voru einhverjir viðskiptavinir mættir þarna og búið að græja köku. Svo öskrar einn vinnufélagi minn innan úr sal: „Það er búið að fljúga á turnana“ og menn henda sér fyrir framan tölvuskjána. Þarna var internetið ekkert á háu menningarstigi en þó þannig að við gátum séð eitthvað smá af þessu og þetta breytti algjörlega stemninguna, það var ekkert verið að fagna afmælinu mínu.“ Hann segist hafa horft á CNN það sem eftir var dags. Snorri bjó sem unglingur í San Diego. „Bandaríkin komu alveg saman í þessu máli og það stóðu allir saman. Það að vera í High School í Bandaríkjunum, þá er alveg drillað vel í mann að elska Bandaríkin og þakka hermönnum fyrir að halda manni frjálsum og bara fá gæsahúð þegar þjóðsöngurinn er spilaður. Ég er miklu hændari af ameríska þjóðsöngnum og peppast allur upp við hann. Mér finnst íslenski þjóðsöngurinn alveg fínn en ameríski þjóðsöngurinn er minn. Trump er minn forseti.“En hvernig hafa afmælisdagarnir verið frá árinu 2001? „Án þess að ég sé að grínast neitt, þá svona upplifi ég skömm á afmælinu mínu. Ég upplifi smá svona að ég eigi ekki að vera njóta þessa dags. Það var tonn af liði sem drapst og það voru ógeðslegir hlutir sem gerðust. Ég á bara að halda kjafti og skammast mín.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Snorra.
Brennslan Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Sjá meira