Baldur: Fullt af mómentum þar sem okkur finnst brotið á okkur dómaralega séð Árni Jóhannsson skrifar 29. september 2018 16:38 Stjörnumenn fagna marki fyrr í sumar. vísir/bára „Ég vil byrja á því að óska Val til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn. Þeir eru vel að þessu komnir“, sagði fyrirliði Stjörnumanna strax eftir leik sinna manna við FH fyrr í dag. Hann var beðinn um að fara yfir leikinn í dag áður en ferið væri yfir tímabilið. „Það er náttúrlega alltaf leiðinlegt að tapa en svona í ljósi úrslitanna þá skiptir það ekki eins miklu máli. Maður er ekki eins þungur og eftir KA leikinn og leikinn á móti ÍBV. Þar glötum við þessu úr okkar höndum og baráttunni um titilinn.” „Gríðarlega svekkjandi en þessi dagur snýst þá meira um það að muna hvar við töpuðum þessu og að fá almennilega loksins að fagna bikarmeistaratitlinum. Það er frábær árangur hjá okkur og þriðja sæti í mótinu er mjög fínt.” „Valur er með mjög gott lið og það er engin skömm í því að lenda neðar en þeir og Blikar. Við getum verið mjög sáttir með þriðja sætið og bikarinn og fögnum því vel í kvöld.“ Baldur var því næst spurður að því hversu mikil vonin hafi verið að ná í Íslandsmeistaratitilinn og var Baldur mjög hreinskilinn með hversu mikil hún var. „Hún var ekki mikil. Ég get alveg verið hreinskilinn með það. Valur heima á móti Keflavík þannig að hún var ekki mikil vonin. Við ætluðum okkur að vinna þennan leik hjá okkur og ég held að hann hafi verið skemmtilegur á að horfa, mikið um opin færi og sóknir á báða bóga þannig að það var mjög gaman.“ Baldur var beðinn um að gera upp tímabilið en það voru líklega einhver augnablik þar sem Stjörnumenn hefðu getað gert betur. „Fullt sem við hefðum getað gert betur og svo fullt af mómentum þar sem okkur finnst svona brotið á okkur dómaralega séð. En svona er þetta bara ef maður ætlar að vera með í baráttunni þá þarf allt að vera með þér.” „Vera með gott lið, góða stuðningsmenn og fá dóma jafnvel með þér en þetta spilar allt saman og ef við hefðum orðið tvöfaldir meistarar þá er það árangur sem sést mjög sjaldan. Þannig að við þurfum ekkert að vera svekktir með þetta, við tökum bikarinn.“ „Þetta mót var mjög jafnt þannig að það voru möguleikar í þessu móti þannig að það er að vísu svekkjandi en ég ítreka það enn og aftur að þetta var ógeðslega skemmtilegt tímabil.” „Eitt af skemmtilegri tímabilum sem ég hef spilað, fullt af jöfnum leikjum og svo ég tali nú ekki um stuðningsmennina okkar. Þeir eru yfirburðar stuðningsmenn og hafa verið í allt sumar.“ Baldur var að lokum spurður út í það hvort hann væri ekki klár í næsta tímabil og sagði Baldur: „Ó já, ég er blússandi klár. Það jákvæða við það að ná ekki titli er að þá gírast maður svo mikið upp að ná í hann á næsta ári og gera enn betur. Við stefnum bara á það.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
„Ég vil byrja á því að óska Val til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn. Þeir eru vel að þessu komnir“, sagði fyrirliði Stjörnumanna strax eftir leik sinna manna við FH fyrr í dag. Hann var beðinn um að fara yfir leikinn í dag áður en ferið væri yfir tímabilið. „Það er náttúrlega alltaf leiðinlegt að tapa en svona í ljósi úrslitanna þá skiptir það ekki eins miklu máli. Maður er ekki eins þungur og eftir KA leikinn og leikinn á móti ÍBV. Þar glötum við þessu úr okkar höndum og baráttunni um titilinn.” „Gríðarlega svekkjandi en þessi dagur snýst þá meira um það að muna hvar við töpuðum þessu og að fá almennilega loksins að fagna bikarmeistaratitlinum. Það er frábær árangur hjá okkur og þriðja sæti í mótinu er mjög fínt.” „Valur er með mjög gott lið og það er engin skömm í því að lenda neðar en þeir og Blikar. Við getum verið mjög sáttir með þriðja sætið og bikarinn og fögnum því vel í kvöld.“ Baldur var því næst spurður að því hversu mikil vonin hafi verið að ná í Íslandsmeistaratitilinn og var Baldur mjög hreinskilinn með hversu mikil hún var. „Hún var ekki mikil. Ég get alveg verið hreinskilinn með það. Valur heima á móti Keflavík þannig að hún var ekki mikil vonin. Við ætluðum okkur að vinna þennan leik hjá okkur og ég held að hann hafi verið skemmtilegur á að horfa, mikið um opin færi og sóknir á báða bóga þannig að það var mjög gaman.“ Baldur var beðinn um að gera upp tímabilið en það voru líklega einhver augnablik þar sem Stjörnumenn hefðu getað gert betur. „Fullt sem við hefðum getað gert betur og svo fullt af mómentum þar sem okkur finnst svona brotið á okkur dómaralega séð. En svona er þetta bara ef maður ætlar að vera með í baráttunni þá þarf allt að vera með þér.” „Vera með gott lið, góða stuðningsmenn og fá dóma jafnvel með þér en þetta spilar allt saman og ef við hefðum orðið tvöfaldir meistarar þá er það árangur sem sést mjög sjaldan. Þannig að við þurfum ekkert að vera svekktir með þetta, við tökum bikarinn.“ „Þetta mót var mjög jafnt þannig að það voru möguleikar í þessu móti þannig að það er að vísu svekkjandi en ég ítreka það enn og aftur að þetta var ógeðslega skemmtilegt tímabil.” „Eitt af skemmtilegri tímabilum sem ég hef spilað, fullt af jöfnum leikjum og svo ég tali nú ekki um stuðningsmennina okkar. Þeir eru yfirburðar stuðningsmenn og hafa verið í allt sumar.“ Baldur var að lokum spurður út í það hvort hann væri ekki klár í næsta tímabil og sagði Baldur: „Ó já, ég er blússandi klár. Það jákvæða við það að ná ekki titli er að þá gírast maður svo mikið upp að ná í hann á næsta ári og gera enn betur. Við stefnum bara á það.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira