Lífið

Upplýsti um leyndarmál falið í brúðarkjólnum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, á brúðkaupsdaginn þann 19. maí síðastliðinn.
Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, á brúðkaupsdaginn þann 19. maí síðastliðinn. Getty/Max Mumby

Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, hefur upplýst um rómantískt leyndarmál sem hún lét fela í brúðarkjól sínum. Markle gekk að eiga Harry Bretaprins í maí síðastliðnum við mikilfenglega athöfn.



Markle er fylgt eftir í nýrri heimildarmynd um Elísabetu Bretadrottningu, sem frumsýnd er á bresku sjónvarpsstöðinni ITV á morgun og ber heitið Queen of the World. Í myndskeiði sem gefið var út í aðdraganda frumsýningarinnar ræðir Markle brúðkaup sitt og Harry Bretaprins, barnabarns drottningarinnar, og enn fremur kjólinn sem hún klæddist við það tilefni.



„Einhvers staðar þarna inni er hluti af – sástu það? Það er blár efnisbútur saumaður inn,“ segir Markle þar sem hún skoðar kjólinn og bætir við að umræddur bútur sé „hið bláa“ (e. something blue) sem hefð er fyrir að brúðir vestanhafs innleiði í klæðnað sinn á brúðkaupsdaginn. Búturinn var til minningar um upphafið á sambandi Markle og eiginmannsins.



„Þetta er efni úr kjólnum sem ég klæddist á fyrsta stefnumóti okkar.“



Þá ræðir Markle einnig slörið sem hún bar við athöfnina. Í slörinu var að finna blómaútsaum sem táknaði öll 53 ríki Breska samveldisins. Hertogaynjan segir að útsaumurinn hafi verið henni afar mikilvægur.



Stiklu úr umræddri mynd, Queen of the World, má sjá í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.