Fugl á lokaholunni hélt Woods í forystu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. september 2018 22:19 Tiger Woods brosmildur á hringnum í dag vísir/getty Tiger Woods er enn í forystu á Tour Championship, lokamóti FedEx úrslitakeppni PGA mótaraðarinnar, þegar mótið er hálfnað. Woods var í forystu ásamt Rickie Fowler eftir fyrsta hringinn í gær. Hann leiðir mótið enn, en Englendingurinn Justin Rose er jafn Woods á sjö höggum undir pari. Fowler er dottinn niður í áttunda sæti. Woods var á pari eftir fyrri níu holurnar með einn fugl og einn skolla. Hann fékk þrjá fugla á fjórum holum á seinni níu áður en hann fékk tvöfaldan skolla á 16. holu..@TigerWoods birdies the 18th hole at the @PlayoffFinale. He'll enter Round 3 tied for the lead with @JustinRose99.#QuickHitspic.twitter.com/QPMjOz6gGO — PGA TOUR (@PGATOUR) September 21, 2018 Hann náði sér í fugl á lokaholunni og lék því hringinn samtals á tveimur höggum undir pari og er á sjö höggum undir pari í mótinu. Rose er efstur á FedEx stigalistanum eftir þennan annan dag, en efsti maður hans í lok þessa móts vinnur FedEx bikarinn og um tíu milljónir dollara í verðlaunafé, einn stærsta verðlaunapott íþróttaheimsins. Woods er í öðru sæti. Rory McIlroy er næstur á eftir þeim Rose og Woods, tveim höggum fyrir aftan þá á fimm höggum undir pari. Billy Horschel, Jon Rahm, Justin Thomas og Patrick Cantlay eru allir jafnir á fjórum höggum undir pari. Golfstöðin sýnir beint frá mótinu alla helgina og hefst útsending af þriðja hring klukkan 16:30 á morgun.Stopped on a dime. Wow, @McIlroyRory.#QuickHitspic.twitter.com/Mt1m2ZxzVl — PGA TOUR (@PGATOUR) September 21, 2018 Golf Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods er enn í forystu á Tour Championship, lokamóti FedEx úrslitakeppni PGA mótaraðarinnar, þegar mótið er hálfnað. Woods var í forystu ásamt Rickie Fowler eftir fyrsta hringinn í gær. Hann leiðir mótið enn, en Englendingurinn Justin Rose er jafn Woods á sjö höggum undir pari. Fowler er dottinn niður í áttunda sæti. Woods var á pari eftir fyrri níu holurnar með einn fugl og einn skolla. Hann fékk þrjá fugla á fjórum holum á seinni níu áður en hann fékk tvöfaldan skolla á 16. holu..@TigerWoods birdies the 18th hole at the @PlayoffFinale. He'll enter Round 3 tied for the lead with @JustinRose99.#QuickHitspic.twitter.com/QPMjOz6gGO — PGA TOUR (@PGATOUR) September 21, 2018 Hann náði sér í fugl á lokaholunni og lék því hringinn samtals á tveimur höggum undir pari og er á sjö höggum undir pari í mótinu. Rose er efstur á FedEx stigalistanum eftir þennan annan dag, en efsti maður hans í lok þessa móts vinnur FedEx bikarinn og um tíu milljónir dollara í verðlaunafé, einn stærsta verðlaunapott íþróttaheimsins. Woods er í öðru sæti. Rory McIlroy er næstur á eftir þeim Rose og Woods, tveim höggum fyrir aftan þá á fimm höggum undir pari. Billy Horschel, Jon Rahm, Justin Thomas og Patrick Cantlay eru allir jafnir á fjórum höggum undir pari. Golfstöðin sýnir beint frá mótinu alla helgina og hefst útsending af þriðja hring klukkan 16:30 á morgun.Stopped on a dime. Wow, @McIlroyRory.#QuickHitspic.twitter.com/Mt1m2ZxzVl — PGA TOUR (@PGATOUR) September 21, 2018
Golf Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira