Matur

Einfalt með Evu: Svona gerir maður Egg Benedict

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eva Laufey er snillingur í Egg Benedict.
Eva Laufey er snillingur í Egg Benedict.

Einfalt með Evu fór í loftið á Stöð 2 á dögunum en í þáttunum matreiðir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir frábæra en á sama tíma einfalda rétti. Hver réttur á ekki að taka lengri tíma en 15 mínútur. 

Uppskriftirnar verða ávallt aðgengilegar hér á Vísi. Hér að neðan má sjá uppskrift úr þætti gærkvöldsins.

Þar sýnir Eva Laufey hvernig maður reiðir fram Egg Benedict.

Fyrir 2

  • 4 egg
  • 2 l vatn
  • ½ tsk salt
  • 2 brauðsneiðar, til dæmis gott súrdeigsbrauð
  • 100 g spínat
  • Smjörklípa
  • 2 sneiðar hráskinka
  • 2 sneiðar reyktur lax
  • Paprikuduft

 Hollandaise sósa

  • 5 eggjarauður
  • 250 g smjör
  • 1 msk sítrónusafi
  • Salt og pipar

 Aðferð:        

  1. Byrjið á því að útbúa sósuna.
  2. Setjið eggjarauður í skál og hitið yfir vatnsbaði, hrærið stöðugt í eggjunum og gætið þess að þau ofhitni ekki. Ef skálin er orðin of heit þá er nauðsynlegt að taka hana af hitanum og kæla örlítið, en það verður að hræra stöðugt í á meðan.
  3. Skerið smjör í teninga og bætið þeim smám saman út í, pískið á meðan smjörið bráðnar og þegar allt smjörið er komið út í þarf að píska áfram þar til sósan er orðin þykk. Kryddið til með salti, pipar og kreistið eina matskeið af sítrónusafa út í lokin. Setjið sósuna til hliðar á meðan þið útbúið eggin.
  4. Setjið vatn í pott, saltið vatnið vel og látið suðuna koma upp, lækkið hitann en látið hann samt halda vægri suðu.
  5. Brjótið egg í bolla og hellið egginu varlega út í vatnið, sjóðið eggin í þrjár mínútur. Þá ætti eggjahvítan að vera umvafin eggjarauðunni og þegar skorið er í eggið ætti eggjarauðan að leka fallega út.
  6. Takið eggið varlega upp úr pottinum, ég nota fiskispaða í verkið og þerrið eggið svolítið.
  7. Hitið smjörklípu á pönnu, steikið spínatið þar til það er mjúkt í gegn og steikið sömuleiðis hráskinkuna þar til hún er stökk.
  8. Leggið spínat yfir brauðið, því næst reyktan lax eða hráskinku, eggin fara ofan á og svo er það sósan og vel af henni. Í lokin er bæði fallegt og gott að sáldra paprikukryddi yfir.
  9. Berið strax fram og njótið.

Tengdar fréttir

Súper morgunverðarskál með acai berjum

Einfalt með Evu fór í loftið á Stöð 2 í kvöld en í þáttunum matreiðir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir frábæra en á sama tíma einfalda rétti.

Kjúklingapasta á fimmtán mínútum

Einfalt með Evu fór í loftið á Stöð 2 í kvöld en í þáttunum matreiðir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir frábæra en á sama tíma einfalda rétti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×