„Það að hafa stjórn á þvagblöðrunni þinni er svo mikill kostur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. október 2018 16:30 Tobba Marinós í skemmtilegu viðtali, alveg kasólétt. vísir/ernir „Ég sit hér fram á gangi á einhverju helvítis íþróttanámskeiði með grindargliðnun, geðvond, búin að ryksuga hnífaparaskúffurnar og búin að baka,“ segir hin skemmtilega Tobba Marinós í viðtali við þá Svavar Örn og Einar Bárðason í þættinum Bakaríið á Bylgjunni á laugardaginn. Þá var Tobba gengin tvo daga fram yfir en hún gengur með sitt annað barn um þessar mundir. Tobba lýsti því á sinn skemmtilega og grafísk hátt hvernig það er að ganga með barn í viðtalinu á laugardaginn. „Ég verð að halda í mér í dag, ég get ekki verið að eiga barn á hrundeginum, það er hræðilegt,“ segir Tobba sem fékk þá spurningu hvort meðgangan hefði verið erfið. „Erfitt? þetta er djöfulsins viðbjóður. Ég pissaði í sjónvarpssófann heima og það óvart. Það var hræðilegt. Þetta á að vera svo geislandi og dásamlegur tími en þegar þú ert búin að pissa í sjónvarpssófann heima hjá þér og þarf eitthvað snúningslak til að komast fram úr heima hjá þér og þú ert eins og gamall karl. Það að hafa stjórn á þvagblöðrunni þinni er svo mikill kostur. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því dags daglega.“ Tobba sagðist vera algjörlega andlega og líkamlega farin. „Ég get svo sem ekki kvartað, þetta hefur gengið ágætlega. Svo kaupi ég bara vínflöskur. Það var ein góð kona sem sagði mér að maður á að kaupa eina góða vínflösku í mánuði og eiga gott safn þegar þetta er allt saman búið. Þegar maður er komin framyfir má maður kaupa eina á dag.“ Viðtaliðl má heyra hér að neðan en ekki er ljóst hvort Tobba hafi átt barnið þegar þessi frétt er skrifuð. Tobba fór tólf daga fram yfir með eldri dóttur sína. Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
„Ég sit hér fram á gangi á einhverju helvítis íþróttanámskeiði með grindargliðnun, geðvond, búin að ryksuga hnífaparaskúffurnar og búin að baka,“ segir hin skemmtilega Tobba Marinós í viðtali við þá Svavar Örn og Einar Bárðason í þættinum Bakaríið á Bylgjunni á laugardaginn. Þá var Tobba gengin tvo daga fram yfir en hún gengur með sitt annað barn um þessar mundir. Tobba lýsti því á sinn skemmtilega og grafísk hátt hvernig það er að ganga með barn í viðtalinu á laugardaginn. „Ég verð að halda í mér í dag, ég get ekki verið að eiga barn á hrundeginum, það er hræðilegt,“ segir Tobba sem fékk þá spurningu hvort meðgangan hefði verið erfið. „Erfitt? þetta er djöfulsins viðbjóður. Ég pissaði í sjónvarpssófann heima og það óvart. Það var hræðilegt. Þetta á að vera svo geislandi og dásamlegur tími en þegar þú ert búin að pissa í sjónvarpssófann heima hjá þér og þarf eitthvað snúningslak til að komast fram úr heima hjá þér og þú ert eins og gamall karl. Það að hafa stjórn á þvagblöðrunni þinni er svo mikill kostur. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því dags daglega.“ Tobba sagðist vera algjörlega andlega og líkamlega farin. „Ég get svo sem ekki kvartað, þetta hefur gengið ágætlega. Svo kaupi ég bara vínflöskur. Það var ein góð kona sem sagði mér að maður á að kaupa eina góða vínflösku í mánuði og eiga gott safn þegar þetta er allt saman búið. Þegar maður er komin framyfir má maður kaupa eina á dag.“ Viðtaliðl má heyra hér að neðan en ekki er ljóst hvort Tobba hafi átt barnið þegar þessi frétt er skrifuð. Tobba fór tólf daga fram yfir með eldri dóttur sína.
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira