Áhrifavaldar María Bjarnadóttir skrifar 5. október 2018 07:00 Mínir helstu áhrifavaldar eru foreldrar mínir. Þau töldu mér snemma trú um að ég gæti allt sem ég vildi. Þetta var að vissu leyti villandi. Ég er til dæmis ekki aðalritari Sameinuðu þjóðanna eins og ég óskaði mér að verða þegar ég var 8 ára. Ég hef heldur aldrei verið Fjallkonan á 17. júní þó ég hafi einu sinni hagað mér þannig í veislu sem ég stýrði. En ég kvarta ekki yfir þessum áhrifum, enda svo vel upp alin. Áhrifavaldar í lífi barna eru auðvitað fleiri en foreldrarnir. Sumir snerta líf þeirra með beinum hætti og aðrir eru fyrirmyndir, innblástur eða andhetjur. Foreldrar hafa í margar kynslóðir haft áhyggjur af áhrifamætti dægurmenningarstjarna á börn. Núna hafa bæst við raunveruleikastjörnur, í sjónvarpsþáttum og á samfélagsmiðlum. Ég fylgist oft með áhrifavöldum á samfélagsmiðlum þó ég hafi aldrei þrifið með ediki. Þau eru ekki að veita innsýn í alla þætti lífs síns í hreinu góðgerðarskyni. Þau hafa af því einhvern hag. Í markaðsvæddu nútímasamfélagi er hagurinn oft fjárhagslegur; #kostun, #samstarf, #ad. Það getur bara verið hið besta mál. Það er þó stundum erfitt að horfa upp á umfjöllun áhrifavalda um börnin sín. Það virðist jafnvel gleymast að börn eru ekki framlenging af foreldrum sínum. Þau eru einstaklingar sem eiga sjálfstæðan rétt á friðhelgi. Auðvitað vilja foreldrar deila ýmsu um börnin sín. Áhrifavaldar eins og aðrir foreldrar. Það réttlætir þó ekki að deila öllum smáatriðum í lífi barna með öllum sem hafa áhuga á að sjá, óháð því hvort foreldrarnir, áhrifavaldarnir, hafi fengið kostun á viðburðinn. Áhrifavaldar þurfa að gæta að áhrifum sínum, heima og heiman. Annars er kannski Neytendastofu að mæta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun
Mínir helstu áhrifavaldar eru foreldrar mínir. Þau töldu mér snemma trú um að ég gæti allt sem ég vildi. Þetta var að vissu leyti villandi. Ég er til dæmis ekki aðalritari Sameinuðu þjóðanna eins og ég óskaði mér að verða þegar ég var 8 ára. Ég hef heldur aldrei verið Fjallkonan á 17. júní þó ég hafi einu sinni hagað mér þannig í veislu sem ég stýrði. En ég kvarta ekki yfir þessum áhrifum, enda svo vel upp alin. Áhrifavaldar í lífi barna eru auðvitað fleiri en foreldrarnir. Sumir snerta líf þeirra með beinum hætti og aðrir eru fyrirmyndir, innblástur eða andhetjur. Foreldrar hafa í margar kynslóðir haft áhyggjur af áhrifamætti dægurmenningarstjarna á börn. Núna hafa bæst við raunveruleikastjörnur, í sjónvarpsþáttum og á samfélagsmiðlum. Ég fylgist oft með áhrifavöldum á samfélagsmiðlum þó ég hafi aldrei þrifið með ediki. Þau eru ekki að veita innsýn í alla þætti lífs síns í hreinu góðgerðarskyni. Þau hafa af því einhvern hag. Í markaðsvæddu nútímasamfélagi er hagurinn oft fjárhagslegur; #kostun, #samstarf, #ad. Það getur bara verið hið besta mál. Það er þó stundum erfitt að horfa upp á umfjöllun áhrifavalda um börnin sín. Það virðist jafnvel gleymast að börn eru ekki framlenging af foreldrum sínum. Þau eru einstaklingar sem eiga sjálfstæðan rétt á friðhelgi. Auðvitað vilja foreldrar deila ýmsu um börnin sín. Áhrifavaldar eins og aðrir foreldrar. Það réttlætir þó ekki að deila öllum smáatriðum í lífi barna með öllum sem hafa áhuga á að sjá, óháð því hvort foreldrarnir, áhrifavaldarnir, hafi fengið kostun á viðburðinn. Áhrifavaldar þurfa að gæta að áhrifum sínum, heima og heiman. Annars er kannski Neytendastofu að mæta.