Katrín Tanja: Annie Mist sýndi mér að þetta var ekki fjarlægur draumur Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. október 2018 12:00 Saman hafa þær unnið fjóra heimsmeistaratitla. MYND/INSTAGRAM/THEDAVECASTRO Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, segir Annie Mist Þórisdóttur, sem einnig er tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, helstu ástæðu þess að íslenskar stelpur eru svo öflugar í íþróttinni. Annie Mist skaust fram á stjörnuhiminninn árið 2011 þegar að hún varð fyrst heimsmeistari í CrossFit en á þeim tíma vissu fáir Íslendingar um hvað sportið snerist. Ári síðar varði Annie titilinn og varð strax eitt af óskabörnum þjóðarinnar. „Hún ruddi brautina fyrir okkur. Ég held að hún sé ástæðan fyrir því að við eigum svona sterkar crossfit-stelpur og stráka,“ segir Katrín Tanja í hlaðvarpsþætti Snorra Björnssonar en hún vissi hvað bjó að baki þessum heimsmeistaratitlum Anniear þar sem að þær æfðu á sama stað. „Ef þú horfir á einhvern á heimsmeistaramóti sem er bestur er mjög auðvelt að benda á að viðkomandi er fæddur fyrir þetta eins og Usain Bolt í sinni grein. Þetta lítur út fyrir að vera auðvelt þegar að maður er á vellinum og manni gengur vel og ljósin eru á manni,“ segir hún. Katrín Tanja segir frá því í spjallinu við Snorra að þó hún hafi strax verið góð í CrossFit bjóst nú enginn við því að hún yrði sú besta í heiminum. Katrín fylgdist með Annie komast á toppinn og það hvatti hana áfram. Sjálf vann Katrín Tanja heimsmeistaratitilinn árið 2015 og 2016 „Það veit enginn hvað eru margir klukkutímar þarna að baki, heilu árin, blóð, sviti og tár sem hver manneskja þarna er búin að ganga í gegnum,“ segir hún. „Þetta var ekki fjarlægur draumur því þarna var Annie Mist sem að ég sá á hverjum einasta degi. Ég sá í henni hvað þurfti til. Þetta var alls ekki auðvelt. Ég sá að þetta yrði erfitt en ég sá að þetta væri hægt. Það var ótrúlega mikilvægt,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir. Allan hlaðvarpsþáttinn má sjá hér að neðan en umræðan um Annie Mist og leið Katrínar á toppinn hefst eftir 24 mínútur. CrossFit Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, segir Annie Mist Þórisdóttur, sem einnig er tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, helstu ástæðu þess að íslenskar stelpur eru svo öflugar í íþróttinni. Annie Mist skaust fram á stjörnuhiminninn árið 2011 þegar að hún varð fyrst heimsmeistari í CrossFit en á þeim tíma vissu fáir Íslendingar um hvað sportið snerist. Ári síðar varði Annie titilinn og varð strax eitt af óskabörnum þjóðarinnar. „Hún ruddi brautina fyrir okkur. Ég held að hún sé ástæðan fyrir því að við eigum svona sterkar crossfit-stelpur og stráka,“ segir Katrín Tanja í hlaðvarpsþætti Snorra Björnssonar en hún vissi hvað bjó að baki þessum heimsmeistaratitlum Anniear þar sem að þær æfðu á sama stað. „Ef þú horfir á einhvern á heimsmeistaramóti sem er bestur er mjög auðvelt að benda á að viðkomandi er fæddur fyrir þetta eins og Usain Bolt í sinni grein. Þetta lítur út fyrir að vera auðvelt þegar að maður er á vellinum og manni gengur vel og ljósin eru á manni,“ segir hún. Katrín Tanja segir frá því í spjallinu við Snorra að þó hún hafi strax verið góð í CrossFit bjóst nú enginn við því að hún yrði sú besta í heiminum. Katrín fylgdist með Annie komast á toppinn og það hvatti hana áfram. Sjálf vann Katrín Tanja heimsmeistaratitilinn árið 2015 og 2016 „Það veit enginn hvað eru margir klukkutímar þarna að baki, heilu árin, blóð, sviti og tár sem hver manneskja þarna er búin að ganga í gegnum,“ segir hún. „Þetta var ekki fjarlægur draumur því þarna var Annie Mist sem að ég sá á hverjum einasta degi. Ég sá í henni hvað þurfti til. Þetta var alls ekki auðvelt. Ég sá að þetta yrði erfitt en ég sá að þetta væri hægt. Það var ótrúlega mikilvægt,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir. Allan hlaðvarpsþáttinn má sjá hér að neðan en umræðan um Annie Mist og leið Katrínar á toppinn hefst eftir 24 mínútur.
CrossFit Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Sjá meira