„Rjóma“pasta með brokkolí, sveppum og feikoni Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 4. október 2018 09:30 Rjómapastað. Rjómapasta með brokkolí, sveppum og feikoni Það eru einhverjir töfrar í góðu rjómapasta. Þetta pasta gefur ekkert eftir í rjómastemningu, það er safaríkt og ostakennt, með stökku feikoni (vegan beikoni) og ætti ekki að svíkja einn einasta pastaunnanda.1 pakki pasta að eigin vali (helst ferskt)Nokkrir sneiddir sveppir, gaman að nota blöndu t.d. af hvítum, portóbelló og kastaníu4-5 sneiðar feikon½ rauðlaukur3 hvítlauksgeirarTamarí- eða sojasósaHálfur brokkolíhausUm hálf askja vegan rjómaostur (fæst t.d. í Hagkaupum og Krónunni)1 teningur sveppa- eða grænmetiskrafturSalt og piparFeikonHrísgrjónapappírSojasósaReykt paprikukryddAðferð Útbúum fyrst feikonið. Útbúið kryddlög í skál úr soja- eða tamarísósu og reyktu paprikukryddi. Ef extra mikill metnaður hleypur í ykkur má nota sósuna „liquid smoke“ sem meðal annars fæst í Hagkaupum, það er vökvi sem gefur sterkt reykjarbragð og er tilvalinn í feikongerð. Klippið hrísgrjónapappírinn í strimla, í hefðbundinni beikonstærð, og leggið í löginn, í 10-12 sekúndur. Komið fyrir á bökunarpappírsklæddri ofnplötu og bakið á 190°C í 6-8 mínútur. Úr þessu fást stökkir strimlar með sterku bragði. Sjóðið því næst pasta samkvæmt leiðbeiningum. Hellið hitaþolinni ólífuolíu á pönnu og svissið laukinn, leggið til hliðar. Bætið olíu á pönnuna og léttsteikið brokkolí með ríkulegum skammti af salti og pipar, leggið til hliðar. Bætið enn á ný olíu á pönnu og steikið sveppi með dassi af tamarísósu og hvítlauk. Bræðið rjómaostinn í potti, brytjið kryddteninginn smátt og blandið saman við þar til hann hefur leyst upp og blandast. Komið pasta fyrir í stórri skál, hellið sósu út á, grænmetinu og loks söxuðu feikoni. Blandið vel saman. Gott er að strá söxuðum valhnetum eða steiktum sesamfræjum út á. Athugasemd: Í þessa uppskrift er tilvalið að nýta kjúklingabaunasafa (aquafaba) til þykkingar. Þá skvettið þið örlitlu magni út í eftir að öllu hefur verið blandað saman.Uppskrift:Guðrún Sóley Gestsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Pastaréttir Uppskriftir Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið
Rjómapasta með brokkolí, sveppum og feikoni Það eru einhverjir töfrar í góðu rjómapasta. Þetta pasta gefur ekkert eftir í rjómastemningu, það er safaríkt og ostakennt, með stökku feikoni (vegan beikoni) og ætti ekki að svíkja einn einasta pastaunnanda.1 pakki pasta að eigin vali (helst ferskt)Nokkrir sneiddir sveppir, gaman að nota blöndu t.d. af hvítum, portóbelló og kastaníu4-5 sneiðar feikon½ rauðlaukur3 hvítlauksgeirarTamarí- eða sojasósaHálfur brokkolíhausUm hálf askja vegan rjómaostur (fæst t.d. í Hagkaupum og Krónunni)1 teningur sveppa- eða grænmetiskrafturSalt og piparFeikonHrísgrjónapappírSojasósaReykt paprikukryddAðferð Útbúum fyrst feikonið. Útbúið kryddlög í skál úr soja- eða tamarísósu og reyktu paprikukryddi. Ef extra mikill metnaður hleypur í ykkur má nota sósuna „liquid smoke“ sem meðal annars fæst í Hagkaupum, það er vökvi sem gefur sterkt reykjarbragð og er tilvalinn í feikongerð. Klippið hrísgrjónapappírinn í strimla, í hefðbundinni beikonstærð, og leggið í löginn, í 10-12 sekúndur. Komið fyrir á bökunarpappírsklæddri ofnplötu og bakið á 190°C í 6-8 mínútur. Úr þessu fást stökkir strimlar með sterku bragði. Sjóðið því næst pasta samkvæmt leiðbeiningum. Hellið hitaþolinni ólífuolíu á pönnu og svissið laukinn, leggið til hliðar. Bætið olíu á pönnuna og léttsteikið brokkolí með ríkulegum skammti af salti og pipar, leggið til hliðar. Bætið enn á ný olíu á pönnu og steikið sveppi með dassi af tamarísósu og hvítlauk. Bræðið rjómaostinn í potti, brytjið kryddteninginn smátt og blandið saman við þar til hann hefur leyst upp og blandast. Komið pasta fyrir í stórri skál, hellið sósu út á, grænmetinu og loks söxuðu feikoni. Blandið vel saman. Gott er að strá söxuðum valhnetum eða steiktum sesamfræjum út á. Athugasemd: Í þessa uppskrift er tilvalið að nýta kjúklingabaunasafa (aquafaba) til þykkingar. Þá skvettið þið örlitlu magni út í eftir að öllu hefur verið blandað saman.Uppskrift:Guðrún Sóley Gestsdóttir
Birtist í Fréttablaðinu Pastaréttir Uppskriftir Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið